Fréttablaðið - 21.07.2009, Síða 30
22 21. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Grænmeti og klósettpappír.
2 40 ár.
3 Stewart Cink.
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. kofi, 6. frá, 8. líða vel, 9. þrí, 11.
klaki, 12. tólf, 14. kál, 16. bardagi, 17.
púka, 18. bók, 20. á fæti, 21. á kökur.
LÓÐRÉTT
1. mælieining, 3. mun, 4. eingyð-
ingur, 5. flan, 7. kælir, 10. strá, 13.
skáhalli, 15. steintegund, 16. rölt, 19.
drykkur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. skúr, 6. af, 8. una, 9. trí,
11. ís, 12. tylft, 14. salat, 16. at, 17.
ára, 18. rit, 20. il, 21. krem.
LÓÐRÉTT: 1. vatt, 3. ku, 4. únítari, 5.
ras, 7. frystir, 10. íla, 13. flá, 15. talk,
16. ark, 19. te.
„Ég er að vinna á bíl svona á
daginn þannig það er frekar
misjafnt, til dæmis FM957,
Bylgjan, Rás 2 og Gull 909.“
Halldór Óskarsson, rafvirki hjá Orkuveitu
Reykjavíkur.
„Síðast voru það Cannes-
verðlaunin, sem Vínbúðarmynd-
in tók og síðan eru það þessi,
þannig að þetta gengur vel,“ segir
Samúel Bjarki Pétursson auglýs-
ingaleikstjóri. Þeir Gunnar Páll
Ólafsson unnu nýverið hin virtu
Telly Awards fyrir Samsung-
auglýsingu sína með Michael
Ballack í aðalhlutverki. Aug-
lýsingin hefur áður
unnið til verðlauna,
en hún var valin ein
af fimmtíu bestu
auglýsingum í
Bretlandi á síðasta
ári, af auglýsingastof-
um Bretlands.
„Sá sem framleiddi auglýs-
inguna sendi hana inn í keppn-
ina. Þannig að við vissum ekki
einu sinni að við værum þátt-
takendur. En það er gaman að
því. Maður verður að reyna að
safna einhverjum verðlaun-
um til að koma sér áfram.“
Telly Awards eru mjög virt
amerísk verðlaun og eru veittar
viðurkenningar fyrir allt frá sjón-
varpsþáttum til auglýsinga og er
keppt í mörgum flokkum. Sam-
sung auglýsingin fékk verðlaun í
flokki auglýsingaherferða, „Bus-
iness-to-Consumer“.
Verðlaunin eru í formi styttu
sem er gerð af þeim sömu og
g e r a Ó s k a r s -
verðlaunastyttuna
og Emmy-verð-
launin. „Ég held
að það sé ekk-
ert sem heit-
ir gullverð-
laun í þessari
keppni, maður
vinnur silfrið, sem er
þessi verðlaunagripur.“
En eins og Íslendingum
er alkunnugt er silfrið best. „Já,
við erum í silfurliðunum. En það
var voða skemmtilegt að sjá þessi
verðlaun detta inn,“ segir Samúel.
En hvað er næst hjá drauma-
teyminu? „Það eru einhverjar
íslenskar auglýsingar fram undan
og jafnvel einhverjar erlendar,
en það er allt á vinnslustigi. Við
vorum að klára auglýsingar fyrir
Samtök iðnaðarins sem koma fyrir
sjónir Íslendinga bráðum. Það er
smá stund milli stríða núna, aðeins
að endurhlaða batteríin. Við erum
búnir að vera yfirbókaðir síðan
um áramót þannig að það er sem
betur fer ekki búin að vera mikil
kreppa í þessu.“ Meðal verkefna
má nefna risaauglýsingu í Tékk-
landi fyrir Kozel bjór sem er í
eigu SAB Miller, framleiðanda
Miller og Grolsch, en Fréttablað-
ið sagði frá því í maí. Samúel vill
ekki staðfesta nein risaverkefni
að þessu sinni; „en það er hitt og
þetta á borðinu.“
kbs@frettabladid.is
GUNNI OG SAMMI: HLUTU VIRT VERÐLAUN FYRIR SAMSUNG-AUGLÝSINGU
Ballack færir þeim silfrið
VIRT ERLEND VERÐLAUN Auglýsingaleikstjórarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hlutu nýverið hin virtu Telly
Awards fyrir auglýsingu sem þeir gerðu fyrir Samsung raftækjarisann.
SILFURDRENGUR
Michael Ballack, fyrirliði
þýska landsliðsins í
knattspyrnu, lék í auglýs-
ingu íslensku leikstjóranna.
Poppstjarnan Birgitta
Haukdal og Bene-
dikt Einarsson,
eiginmaður
hennar, skírðu
frumburð sinn á
föstudaginn. Hlaut
sonurinn nafnið
Víkingur Brynj-
ar. Drengurinn
er skírður í
höfuð föður
Birgittu og
föðurafa.
Sumarið er viðburðaríkt hjá
knattspyrnukonunni Katrínu
Jónsdóttur. Ekki einasta fer hún
fyrir íslenska landsliðinu á Evrópu-
mótinu í Finnlandi
heldur ætlar hún
líka að ganga í
hjónaband
um verslunar-
mannahelgina.
Tilvonandi eigin-
maður hennar
er Þorvaldur
Makan Sig-
björns-
son
knatt-
spyrnu-
maður.
Tökum er nú lokið á gamanmynd-
inni Jóhannesi sem Laddi leikur
aðalhlutverkið í. Vegfarendur um
Reykjanesbraut urðu sannarlega
varir við tökuliðið á föstudaginn
var. Þá var hluta brautarinnar
lokað um tíma þegar
rúmlega 20 tonnum
af vatni var sprautað
yfir þau Ladda og
Unni Birnu Vil-
hjálmsdóttur. Var
þar verið að skjóta
upphafsatriði
myndarinnar,
þegar hremm-
ingar Jóhann-
esar byrja.
Myndin verður
frumsýnd í
haust.
- hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Hann líkti mér við Yvonne Elli-
man, sem söng lagið upphaflega.
Hann sagði að ég minnti hann á
hana og hljómaði eiginlega alveg
eins og hún, sem mér fannst geð-
veikt,“ segir Katrín Ýr Óskarsdótt-
ir söngkona um masterclass nám-
skeið sem hún tók hjá Tim Rice,
einum frægasta söngleikjahöfundi
allra tíma.
Katrín söng lagið I Don‘t Know
How to Love Him, úr Jesus Christ
Superstar sem Rice samdi ásamt
Andrew Lloyd Webber. Hún segir
söngleikinn í uppáhaldi. „Ég þurfti
að sannfæra kennarann minn um
að fá að syngja þetta lag, ekki eitt-
hvað annað. Hann kom upp í skóla
til að segja frá lífi sínu og hvernig
hann hefði komist áfram í bransan-
um. Við vorum nokkur sem feng-
um að syngja fyrir hann og fá til-
sögn frá honum. Hann er rosalega
jarðbundinn miðað við hvað hann
er frægur.“
Katrín Ýr stundar nám í Ins-
titute of Contemporary Music Per-
formance og á ár eftir. Meðfram
námi hefur hún kennt og sungið
með ýmsum böndum, auk þess að
gera eigin tónlist. „Það er búið að
vera frekar mikið að gera í sumar.
Ég er í einhverjum fimm eða sex
hljómsveitum í augnablikinu, ég
kvarta ekki.“ Áhugasamir Íslend-
ingar í London geta kíkt á Katrínu
á The Good Ship í Kilburn átjánda
september.
Er stefnan sett á söngleikina?
„Ég ætlaði í söngleikjanám, áður
en ég fór í námið sem ég er í núna.
Ég veit það ekki. Ég er búin að
vera að vinna með stelpum sem
hafa unnið mikið á West End. Ég
hef verið að spjalla við þær og
önnur ætlar að láta mig vita ef hún
veit af einhverjum prufum, þannig
að það er aldrei að vita. Það væri
ekkert leiðinlegt, þó ég sé meira í
popp- og rokk-geiranum.“ -kbs
Hrós frá kóngi söngleikjanna
UPP MEÐ SÉR Katrín Ýr var ánægð með
gagnrýni Tims Rice á söng hennar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Listamaðurinn Kristjan Zaklynsky varð fyrir
barðinu á óprúttnum aðila um helgina þegar
tölvunni hans var rænt af honum á skyndi-
bitastað í miðbæ Reykjavíkur. „Ég og kær-
asta mín vorum að fara að borga fyrir pitsu-
sneiðar sem við höfðum keypt þegar einhver
rífur af mér tölvutöskuna mína og hleyp-
ur burt. Við fengum að skoða upptökur úr
öryggis myndavél staðarins en þar sést ekki í
þjófinn heldur,“ segir Kristjan. Tölvan var af
gerðinni MacBook Pro, með fimmtán tommu
skjá og var búið að líma Gogoyoko-límmiða
yfir eplið, vörumerki framleiðandans. Tjón-
ið er talsvert því í tölvutöskunni var einnig
harður diskur og myndavél. „Harði diskur-
inn og myndavélin mín voru einnig í töskunni
þannig að öll vinna mín síðustu tvö árin er
að mestu horfin, en meðal þess var tónlistar-
myndband fyrir Pál Óskar, tónlist sem ég
hef samið með hljómsveitinni Company B og
teikningar sem ég var að vinna fyrir nokkrar
auglýsinga stofur.“
Kristjan segist vera tryggður en að hann
fái tjónið ekki bætt þar sem honum var hvorki
hótað af þjófnum né hlaut líkamleg meiðsl.
„Ég er bæði með heimilistryggingu og tækja-
tryggingu hjá TM, en þeir segjast ekki bæta
tjón sem þetta nema að mér hafi verið hótað
eða ef ráðist hafi verið á mig, sem er bæði
skrítið og skítt. Starfsmaðurinn sem afgreiddi
okkur sagði einnig að þau fengju mörg sam-
bærileg mál inn til sín en að þau séu sjald-
an bætt.“
Kristjan, sem flytur til New York eftir
mánuð, vonast til að tölvan komi í leitirnar og
hefur lofað fundarlaunum endurheimti hann
gripinn. „Það er hægt að ná í mig í síma 869-
6844 eða senda mér póst á kristjanz@gmail.
com. Ég væri mjög þakklátur fengi ég tölvuna
aftur,“ segir Kristjan að lokum. - sm
Tryggður en fær tjónið ekki bætt
RÆNDUR Á ALMANNAFÆRI Kristjan Zaklynsky segir
það vera mikinn missi að hafa tapað tölvunni og lofar
fundarlaunum komi hún í leitirnar.
smyrja bílinn hjá Max1
Max1 verðdæmi á ódýrri smurþjónustu
Toyota Yaris 1,3 Olía, olíusía og vinna: 9.095 kr.
Nissan Almera 1,5 Olía, olíusía og vinna: 9.092 kr.
Mazda3 1,6 Olía, olíusía og vinna: 9.370 kr.
Ford Focus 1,6 Olía, olíusía og vinna: 9.688 kr.
Sparaðu, láttu
Smurþjónusta
Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is
Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a,
Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2.
Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5.
Skoðaðu www.max1.is
Innifalið 2 lítrar af Max1 rúðuvökva