Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 2
2 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR ... í vinnuna H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 9 -0 3 6 3 KÍNA, AP Hu Jintao, forseti Kína, sneri heim frá Ítalíu í gær vegna átakanna í Xinjiang-héraði. Hann mætti því ekki á leiðtogafund G8- ríkjanna, þar sem þau átök hefði væntanlega borið á góma. Fjölmennt viðbótarherlið var sent á vettvang í gær. Meðal ann- ars mátti sjá hundruð hermanna fylkja liði á aðaltorgi Urumqi, höfuðborgar héraðsins. Hundruð manna hafa látið lífið síðustu daga í átökum milli Úígúra og Han-Kínverja, en ekki er vitað hvernig tala hinna látnu skiptist milli þessara tveggja þjóða. Li Zhi, formaður kínverska Kommúnistaflokksins, sagði að herinn myndi grípa til harðra aðgerða. Hann sagði fjölmarga hafa verið handtekna, og sagði að ofbeldismenn verði teknir af lífi. Han-Kínverjum hefur fjölgað jafnt og þétt í héraðinu síðustu ára- tugina, eftir að það var innlimað í Kína í kjölfar skammvinns sjálf- stæðistímabils. Úígúrar, sem hafa búið í hér- aðinu öldum saman, vilja margir hverjir segja skilið við Kína og eru afar ósáttir við vaxandi ítök Han- Kínverja, sem eru meira en 90 pró- sent íbúa Kína. Upp úr sauð um síðustu helgi eftir að Úígúrar efndu til mótmæla í höfuðborginni. Úígúrar segja átökin hafa byrjað eftir að lögregla beitti mótmælendurna hörðu. - gb Kínverjar senda fjölmennt herlið á vettvang átakanna í Xinjiang: Hu mætti ekki á leiðtogafund GRÁIR FYRIR JÁRNUM Kínverskir hermenn fjölmenna þessa dagana í Urumqi, höfuðborg Xinjiang-héraðs. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUMÁL Eftir á að grafa fyrir fjórðungi af heildarleið Bol- ungarvíkurganga um Óshlíð. Nú er búið að grafa 3.856 metra sem eru þrír fjórðu hlut- ar af leiðinni, en göngin munu alls verða 5.156 metrar á lengd. Hnífsdalsmegin hafa 1.991 metr- ar verið sprengdir og 1.865 Bolungarvíkurmegin. Stefnt er að því að göngin um Óshlíð verði opnuð fyrir umferð næsta sumar. - þeb Framkvæmdir í Bolungarvík: Fjórðungur ganga eftir Fimmtíu ára fjallvegur Áhugahópur fólks á Vestfjörðum hyggst efna til hátíðahalda vegna þess að 50 ár verða í haust síðan vegur var lagður um Dynjandisheiði og kom þannig á vegasambandi milli byggðalaga á Vestfjörðum og milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Koma á saman á Dynjandis- heiði fimmtudagskvöldið 16. júlí, að því er segir á vef Vesturbyggðar. VESTURBYGGÐ Kosið um Lissabon-samning Írska stjórnin hefur tilkynnt að lands- menn gangi öðru sinni til atkvæða um Lissabon-sáttmála Evrópusam- bandsins 2. október næstkomandi. Írar felldu samninginn í þjóðar- atkvæðagreiðslu á síðasta ári. ÍRLAND AFGANISTAN, AP Bandarískur demókrati, fyrrverandi kosninga- ráðgjafi Bills Clinton, starfar nú með Hamid Karzai, forseta Afganistans, og reynir að tryggja honum sigur í forsetakosningun- um, sem haldnar verða í næsta mánuði. „Þetta eru sennilega mikilvæg- ustu kosningar sem haldnar hafa verið í heiminum um langt skeið,“ segir James Carville, sem segist þó ekki starfa í umboði Banda- ríkjastjórnar. Bandaríkjastjórn hefur ítrekað sagt að hún styðji ekki einn fram- bjóðendanna frekar en annan. - gb Kosningar í Afganistan: Demókrati að- stoðar Karzai Á KOSNINGAFUNDI Svaladrykkir voru í boði á kosningafundi Karzais í Kabúl í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Landbrot er orðið umtalsvert meira og fjörulína komin inn fyrir viðmiðunarmörk sem marka áttu upphaf fram- kvæmda við nýjan sjóvarnargarð við Vík, segir sveitarstjórn Mýr- dalshrepps. „Landbrot getur því farið að ógna mannvirkjum og byggð verði ekki brugðist við hið fyrsta,“ segir sveitarstjórnin sem krefst þess að samgönguráðherra tryggi fjármagn í framkvæmdina. Í bréfi frá Siglingastofnun frá því í maí kemur fram að þess sé vænst að ríkið veiti ekki fjármagn í gerð sjóvarnargarðs vestan Víkur fyrr en á næsta ári. Heildarkostnaður við garðinn sé áætlaður um 230 milljónir króna. - gar Sveitarstjórn Mýrdalshrepps: Ítreka nauðsyn sjóvarnargarðs VÍK Í MÝRDAL Sjórinn brýtur jafnt og þétt niður fjöruna við Vík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ATVINNUMÁL Flutningur á tíu mjöl- tönkum HB Granda til Vopna- fjarðar var undirbúinn í Örfirisey í Reykjavík í gær. Tankarnir eru 22 metra háir og verða fluttir austur á sérstök- um pramma sem fenginn var frá Noregi. Tankarnir eru hluti loðnu- verksmiðju sem hætt var að nota fyrir nokkrum árum. Á Vopnafirði á að nota tankana til að stækka og bæta verksmiðju HB Granda þar í bænum. Með öðrum búnaði sem fluttur verður austur mun farmur- inn vega um 600 tonn. Áætlað er að pramminn verði tilbúinn í flutn- inginn í dag. - gar Flutningur á mjöltönkum HB Granda frá Reykjavík til Vopnafjarðar: Risatankar landshorna á milli SAMA HLUTVERK Á ÖÐRU SVIÐI Þessir tankar munu standa uppréttir á pramma sem draga á til Vopnafjarðar þar sem þeir verða hluti af loðnuverksmiðju á staðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GAR VIÐSKIPTI Ríkið hefur eignast vátryggingahluta Sjóvár að fullu í gegnum ríkisbankana Glitni og Íslandsbanka. Fjármálaráðherra hefur ákveðið að ríkissjóður leggi 11,6 milljarða til félagsins til að tryggja rekstur þess, og Glitnir og Íslandsbanki leggja til þess sam- tals fjóra milljarða króna. Ástæðan er sú að raunveru- leg hætta var talin á að félagið færi í þrot, sem hefði haft slæm- ar afleiðingar fyrir vátryggjend- ur hjá Sjóvá. Ríkið greiðir milljarðana 11,6 inn í félagið SAT, eignarhaldsfé- lag í eigu Glitnis, sem síðan kaup- ir í sjóðnum. Fyrir fjármagninu seldi ríkissjóður kröfur sem hann eignaðist við fall viðskiptabank- anna í haust, meðal annars kröfur á Aska Capital og Milestone, félög sem bæði tengjast Sjóvá nánum böndum. Staða bótasjóðs Sjóvár hefur verið afar slæm vegna fjárfest- inga félagsins, sem hafa rýrnað mjög að verðgildi á meðan skuldir hafa hrannast upp. Um þrjá fjórðu hluta fjárins vantaði upp á til að sjóðurinn uppfyllti skilyrði Fjár- málaeftirlitsins um bótasjóði. Með kaupunum er trygginga- hluti Sjóvár skilinn frá fjárfest- ingahlutanum og er stefnt að því að hið nýja félag fari í formlegt sölu- ferli á næstu mánuðum. Vonast er til þess að ríkissjóður fái þá aftur það fé sem hann lagði því til. Sérstakur saksóknari hefur fjár- festingar Sjóvár síðustu ár nú til rannsóknar og framkvæmdi tíu húsleitir í tengslum við þá rann- sókn í fyrradag. Engar húsleitir hafa farið fram erlendis vegna málsins, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sér- staks saksóknara. Þó eiga nokkr- ir þeirra sem leitað hefur verið hjá skrifstofur, hús og fyrirtæki í útlöndum. Ólafur útilokar ekki að enn eigi eftir að leita í útlönd- um. „Maður útilokar aldrei neitt í rannsókn opinberra mála,“ segir hann. Fram kom í fréttatilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu í gær að málið megi rekja til skoðunar endurskoðanda á bókhaldi félags- ins í desember. Rannsóknin lúti meðal annars að fjárfestingum í fasteignum erlendis. Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, móðurfélags Sjóvár, segir það vera hlutverk Sjóvár að ávaxta sjóði sína. Leyfilegt sé að fjárfesta allt að 40 prósent af sjóð- unum í fasteignum erlendis. „Starfsemi Sjóvár hefur verið undir ströngu eftirliti opinberra aðila og Milestone hefur lagt áherslu á að dótturfélögin fari í einu og öllu eftir reglum,“ segir Guðmundur. stigur@frettabladid.is vidirp@frettabladid.is Tryggingahluti Sjó- vár í hendur ríkisins Ríkissjóður leggur tólf milljarða inn í Sjóvá, og Glitnir og Íslandsbanki samtals fjóra milljarða, til að tryggja rekstur félagsins. Hætta var talin á að félagið færi í þrot. Stefnt er að sölu félagsins og er vonast til að ríkissjóður fái þá féð til baka. HÖFUÐSTÖÐVAR SJÓVÁR Vátryggingahluti Sjóvár er nú að fullu í eigu ríkisins. Ríkis- sjóður leggur 11,6 milljónir til starfseminar og tryggir hana þar með. Starfsemi Sjóvár hefur verið undir ströngu eftirliti opinberra aðila og Milestone hef- ur lagt áherslu á að dótturfélögin fari í einu og öllu eftir reglum. GUÐMUNDUR ÓLASON FORSTJÓRI MILESTONE UMHVERFISMÁL Olíumengun fannst á Faxaflóa við eftirlits- og æfingaflug TF-Sifjar, nýrrar flugvélar Landhelgisgæslunnar. Notaður var nýr tækjabúnaði sem gerir kleift að staðsetja mengun, greina eðli hennar, stærð svæðis- ins, þykkt olíunnar og magn. Umhverfisstofnun var gert við- vart, en mengunin virðist ekki vera þess eðlis að grípa þurfi til aðgerða. Frá TF-Sif má fylgjast með hafinu umhverfis Ísland með nákvæmari hætti en verið hefur sem veldur gjörbreytingu í auð- lindagæslu og umhverfisvernd. - shá Olíumengun í Faxaflóa: Nýr búnaður greinir mengun Stefán, eru annars konar perr- ar velkomnir á græjuperrann? „Já, bara allir sem hafa aldur til.“ Stefán Finnbogason er starfsmaður hjá Hinu húsinu sem stendur fyrir hljóðfæra- og effectamarkaðnum Græjuperrinn í Austurbæjarbíói þann 14. júlí. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.