Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 4
4 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR Vegna ummæla formanns Golf- klúbbsins Tudda í sérblaði um golf sem fylgdi Fréttablaðinu í gær vilja forsvarsmenn klúbbsins taka fram að aðeins börn félaga fá ókeypis aðild að klúbbnum, ekki öll börn undir sextán ára aldri. Snjólfur Kristbergsson var rangfeðrað- ur í blaðinu í gær. Beðist er velvirð- ingar á því. LEIÐRÉTT ATVINNUMÁL „Því miður töfðust greiðslur til ákveðinna einstakl- inga um nokkra daga. En allir ættu að vera búnir að fá greitt núna,“ segir Líney Árnadóttir, forstöðumaður skrifstofu Vinnu- málastofnunar Íslands á Skaga- strönd, sem hefur umsjón með greiðslu atvinnuleysisbóta. Að sögn Líneyjar var orsök tafarinnar nýtilkomin rafræn samkeyrsla bótanna við stað- greiðslugrunn Ríkisskattstjóra. „Hjá sumum komu fram tekjur í marsmánuði sem við höfðum ekki vitneskju um og þurftum frekari skýringar á. Þetta mun ekki tefja greiðslur aftur.“ - kg Tafir á greiðslum bóta: Mun ekki tefja greiðslur aftur NEYTENDUR Eitt vörubretti af áfeng- um Thule-bjór í hálfs lítra dósum barst fyrir mistök frá Vífilfelli í nokkrar matvöruverslanir um eða eftir helgi í stað léttöls. Eitt- hvað af bjórnum seldist úr verslun- um, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Mistökin uppgötvuðust á mánu- dag. Guðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hjá Vífilfelli, segir að í kjölfarið hafi bjórnum verið safnað saman. „Bjórinn og léttöl- ið er geymt hvort á sínum stað hjá okkur inni á lager þannig að þetta á ekki að geta gerst,“ segir Guðjón. Líklega orsakist mistökin af því hversu mikið af óreyndu sumar- starfsfólki er nú við störf. Bjórinn hafi viðkomu hjá Aðföngum, sem kemur honum í verslanir, og starfsmenn Aðfanga hafi því líka sofið á verðinum. Bjórdósirnar bera annað strikamerki en léttölsdósirnar og finnast ekki í kerfum mat- vöruverslananna. Guðjón segir því nær útilokað að nokkuð hafi selst af bjórnum úr verslunum. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að í minnst einni versl- un hafi starfsmenn haldið að strikamerkin væru gölluð og fund- ið leið fram hjá vandanum. Nokkuð hafi verið selt úr þeirri verslun. Guðjón segir svona nokkuð ekki hafa hent í áraraðir og að farið verði yfir verkferla í fyrirtækinu til að fyrirbyggja að þetta gerist aftur. - sh Starfsmenn Vífilfells tóku bretti af áfengum Thule-bjór í misgripum fyrir léttöl og sendu í matvörubúðir: Áfengur bjór fór óvart í matvörubúðir SELDUR MEÐ MJÓLK Bjórinn fór í sölu í nokkrum matvöruverslunum á höfuð- borgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI Íslendingar hafa ekki lagt það í vana sinn að kaupa léttöl, eða svo- nefndan pilsner, í stórum stíl. Hins vegar er töluvert um það að ferða- menn taki bjórinn í misgripum fyrir áfengan bjór, enda eiga þeir því ekki að venjast að fá ekki áfengi í matvörubúðum, segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri 10-11. Léttölið rokselst því, sérstak- lega yfir sumarið, í verslunum þar sem er mikill ferðamannastraumur, en mun minna í úthverfum. SELST TIL GRUNLAUSRA FERÐAMANNA VEÐURSPÁ Alicante Bassel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 28° 21° 20° 18° 18° 17° 20° 20° 25° 18° 30° 26° 32° 19° 20° 18° 17° Á MORGUN Norðaustlæg- eða austlæg átt. LAUGARDAGUR Norðaustlæg átt, hvassast allra syðst. 14 12 16 15 16 17 20 13 14 12 11 7 8 3 2 4 5 3 8 3 6 4 14 16 18 17 15 15 16 14 12 14 ÁFRAM MILT Um helgina verður víða hæglætisveður, hlýjast og bjartast verður væntanlega í innsveitum sunn- an- og vestanlands. Lítil úrkoma er í kortunum en það gæti verið lítilshátt- ar þokusúld norð- an- og austantil. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður DÓMSMÁL Tveir mannanna ell- efu sem tóku þátt í kynlífsathöfn- um með sambýliskonu dæmds ofbeldismanns gegn hennar vilja höfðu stöðu sakbornings á fyrri stigum málsins. Þeir voru hins vegar ekki ákærðir fyrir athæfið. Maðurinn var á þriðjudag dæmd- ur í átta ára fangelsi fyrir að beita konuna ítrekað ofbeldi í tvö ár og neyða hana til að stunda kynlíf með ókunnum mönnum, stundum fleiri en einum í einu, og mynda það. Þá var honum gert að greiða henni 3,8 milljónir í bætur. Þrír mannanna ellefu voru Íslendingar og gáfu allir skýrslu fyrir dómi. Ekki þótti líklegt að þeir fengjust sakfelldir þar sem þeir báru allir að þeir hefðu ekki vitað að kynmökin væru gegn vilja konunnar. Sá framburður fékk einnig stoð í framburði konunn- ar, sem sagðist hafa lagt sig fram um að sýna ekki merki þess að hún væri athæfinu andvíg, af ótta við hefndaraðgerðir sambýlismanns- ins. Þrátt fyrir það var til mynd af konunni bersýnilega grátandi í kynlífsathöfnum og var sú mynd meðal gagna málsins. Þá kom fram í vitnisburði mannanna að þeim hefði ekki þótt allt með felldu, einum þótti maðurinn mjög drottn- andi í athöfnunum og annar hætti í miðjum klíðum og fór og sagðist ekki geta tekið þátt í athæfinu. Alls var lagt hald á tölvubúnað og tæki sem innihéldu 664 ljós- myndir og 20 myndskeið af kon- unni að stunda kynlíf með ýmsum mönnum, meðal annars þeim dæmda. Segir í dómnum að maðurinn hafi níðst á konunni að lágmarki aðra hverja viku á tveggja ára tímabili, og jafnvel bannað henni að fara til læknis af ótta við að málið kæmist upp. Þá segir að hún hafi orðið að hætta í meistaranámi vegna spurn- inga frá samnemendum sínum um áverka sem hún bar. Konan hlaut mikinn andlegan skaða af misnotkun mannsins og er óvíst hvort hún nær sér að fullu. Fyrir glímdi hún við átröskun og þegar sambandið hófst fór hún að misnota áfengi. Hún þjáðist af áfallastreituröskun og var í linnu- lítilli neyslu í mars og apríl á þessu ári, eftir að hún ákvað að tilkynna málið til yfirvalda. Réttargæslumaður konunnar segir hana enn í meðferðum vegna ástands síns og hafi í raun verið í felum frá því að það fór af stað í kerfinu. Málinu verður líklega áfrýjað og krafist frávísunar, meðal annars á þeim grundvelli að fjölskyldu- tengsl séu á milli ríkissaksóknara og setts saksóknara í málinu og starfsmanna kynferðisbrotadeild- ar lögreglunnar, sem rannsakaði málið. stigur@frettabladid.is Ellefu þátttakendur í nauðgunum sluppu Ellefu menn sem maður fékk til að stunda kynmök með sambýliskonu sinni gegn hennar vilja sluppu án ákæru. Þrír þeirra sögðust ekki vita að konan væri athæfinu andvíg. Konan er mjög andlega sködduð eftir níðingsskap mannsins. Gerendur í kynferðisbrota- málum eru alla jafna ekki nafngreindir ef unnt er að rekja út frá nafninu hvert fórnarlamb þeirra var. Þetta er gert til að vernda hags- muni fórnarlambsins og á við í þessu máli. Maðurinn er háskóla- menntaður, fæddur árið 1972 og býr í Reykjavík. EKKI NAFN- GREINDUR ILLA FARIN Óvíst er hvort konan muni nokkru sinni ná sér að fullu eftir misþyrmingar fyrrverandi sambýlismanns. Hún er enn í meðferðum vegna eftirkastanna. MYNDIN ER SVIÐSETT GASA, AP Lögreglan á Gasa stöðv- aði för ungrar konu og manns, sem gengu saman á ströndinni. Maðurinn var handtekinn ásamt tveimur félögum hans og urðu þeir fyrir barsmíðum af hálfu lögreglunnar. Þetta fullyrðir bæði konan og einn mannanna. Atvikið hefur vakið áhyggj- ur af því að Hamas-samtökin, sem fara með völd á þessu stríðshrjáða svæði, ætli sér að framfylgja af hörku ströngustu kröfum íslamskra siða. Samtökin hafa þó jafnan sagt að þau muni ekki neyða skoð- unum sínum upp á aðra, heldur aðeins ganga á undan með góðu fordæmi. - gb Siðferðislögregla á Gasa: Ganga ungrar konu stöðvuð LÖGREGLA Á STRÖNDINNI Hamas-sam- tökin farin að taka harðar á siðferðis- brotum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞÝSKALAND, AP Sá frægi ísbjörn, Knútur, sem nú er þriggja ára, verður áfram í dýragarðinum í Berlín. Sú ráð- stöfun er dýra- garðinum hins vegar dýrkeypt. Greiða þarf dýragarði í borginni Neu- münster jafn- virði nærri 80 milljóna króna fyrir að gefa eftir kröfu sína til ísbjarnarins, sem hlaut heimsfrægð stuttu eftir fæðingu í desember árið 2005. Svo vill til að faðir Knúts er í dýragarðinum í Neumünster, og samkvæmt því hefði sá dýragarð- ur átt rétt til að eiga Knút, sem er fyrsta afkvæmi bjarndýrsins þar. Gestir flykkjast enn í dýra- garðinn í Berlin til að berja Knút augum, en verða reyndar stund- um fyrir vonbrigðum því ekki er hann alltaf úti við. - gb Dýragarðurinn í Berlín: Knútur fær að vera áfram KNÚTUR GENGIÐ 08.07.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 233,2323 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,49 130,11 207,88 208,9 180,12 181,12 24,184 24,326 19,803 19,919 16,238 16,334 1,3736 1,3816 199,66 200,84 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.