Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 12
12 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR BRUSSEL, AP Evrópusambandið hefur samþykkt að framlengja kaup sín á smjöri og undanrennu- dufti þangað til í febrúar á næsta ári til þess að koma í veg fyrir verðhrun. Hugsanlega verða kaupin framlengd þangað til í febrúar árið 2011 ef þörf krefur. Venjulega hefur ESB keypt þessar vörur á tímabilinu mars til ágúst á ári hverju, og sett í geymslur. Mjólkurbændur hafa hins vegar krafist frekari aðstoð- ar vegna 50 prósenta verðlækk- unar á mjólkurvörum undanfarið ár. Sú lækkun hefur orðið til þess að þeir þurfa að selja vörur sínar undir kostnaðarverði. - gb Evrópusambandið til bjargar: Kaupir meiri mjólkurvörur KJARAMÁL Slitastjórn SPRON er heimilt að greiða ógreidd laun rúmlega 100 starfsmanna SPRON á uppsagnarfresti, samkvæmt áliti réttarfarsnefndar. Ekki sé laga- breytinga þörf, eins og slitastjórn- in telur. Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra segir álit réttarfarsnefnd- ar hljóta að vega þungt og vonar að það dugi til þess að slitastjórn- in greiði út launin. „Slitastjórnin verður að færa fram rök ef þeir ætla að hafna þessu,“ segir Gylfi. „Þetta rennir stoðum undir það sem allir vissu, að þetta er kolröng túlkun hjá slitastjórninni,“ segir Ólafur Már Svavarsson, fyrrum starfsmaður SPRON. „Slitastjórn er ekki stætt á öðru en að una þess- ari niðurstöðu.“ Ef ákvörðun slitastjórnar verður að greiða ekki launin án lagabreyt- inga munu starfsmenn kanna sína möguleika. „Mönnum hefur dott- ið í hug að kanna hvort hægt sé að leggja fram vantrauststillögu á slitastjórnina,“ segir Ólafur. Hlynur Jónsson, formaður slita- stjórnar SPRON, segir afstöðu stjórnarinnar óbreytta. Breyta þurfi lögum til að hægt sé að greiða út launin. Það sé undir stjórnvöld- um komið. Í áliti réttarfarsnefndar er vísað til gjaldþrotaskiptalaga. Þar segir að ef skiptum er ólokið skuli greiða kröfur sem hlotið hafa viðurkenn- ingu. Hins vegar er kröfulýsingar- fresti ólokið hjá SPRON, sem er skilyrði samkvæmt lögunum, að sögn Hlyns. Gert er ráð fyrir að sá frestur verði um sex mánuðir hjá SPRON. Því er í fyrsta lagi hægt að beita þessari lagagrein eftir sex mánuði, að sögn Hlyns. Í lögum um fjármálafyrirtæki er mælt fyrir um að slitastjórn sé heimilt að greiða kröfur að loknum fyrsta kröfuhafafundi. Sá fundur hefur hins vegar ekki átt sér stað hjá SPRON, að sögn Hlyns. Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar, segir álit réttar- farsnefndar staðfesta álit sitt að lagabreyting sé ekki nauðsynleg. En eru slitastjórnin og stjórnvöld ekki að senda boltann á milli sín? „Boltinn hefur verið hjá slitastjórn- inni allan tímann. Mér finnst að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu og vona að menn átti sig á því að það eru lagaheimildir fyrir þessu,“ segir Álfheiður. vidirp@frettabladid.is SPRON hunsar álit réttarfars- nefndarinnar Réttarfarsnefnd telur lagabreytingu óþarfa til að greiða laun starfsmanna SPRON. Starfsmaður SPRON segir hugsanlegt að lögð verði fram van- trauststillaga á slitastjórnina vegna málsins. STARFSMENN SPRON Starfsmennirnir hittust við Austurvöll til að ná tali af viðskipta- nefnd á þriðjudag. Til greina kemur að leggja fram vantrauststillögu á slitastjórnina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR HLYNUR JÓNSSON KJAMSAR Á SÍLD Þessi kópur er í hópi nærri 70 selkópa sem fundust yfirgefnir við norðurströnd Þýska- lands. Selirnir hafa fengið athvarf í bænum Friedrichskoog þangað til í ágúst þegar þeim verður sleppt út í náttúruna á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNTAMÁL „Fimmtán einstakl- ingar sem eru að koma úr 10. bekk eru ekki búnir að fá pláss,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra spurð hvernig staðan sé á umsóknum í framhaldsskóla lands- ins. Verið er að vinna í málum þeirra, að sögn Katrínar. Í Fréttablaðinu í síðustu viku sagði Katrín að allir væru búnir að fá skólavist sem kæmu úr 10. bekk. Ekki væri búið að afgreiða umsóknir þeirra sem eldri væru. Um 170 manns á aldrinum 16 til 18 ára hafa ekki fengið skóla- vist, að sögn Katrínar. Allir sem lokið hafa grunnskólaprófi eða eru 16 ára eiga rétt á að stunda nám í framhaldsskóla. Eiga þau rétt á því að stunda nám til 18 ára aldurs. „Við setjum lögbundna aldurinn í forgang,“ segir Katrín. Ekki er hægt að segja til um hversu margir verða út undan úr hópnum eldri en 18 ára en Katrín segir að sá hópur sé töluvert stærri en hópur 16 til 18 ára umsækjenda. Alltaf er hópur af eldra fólkinu sem ekki kemst inn í framhalds- skólana. „Fyrir þá eldri sem ekki kom- ast inn munum við skoða leiðir varðandi símenntun og fullorðins- fræðslu til að finna úrræði þó fólk- ið komist ekki í hefðbundið fram- haldsskólanám,“ segir Katrín. Vegna skrifstofulokana í fram- haldsskólum er mikill hægagang- ur á afgreiðslu umsókna í júlí, að sögn Katrínar. „Þetta mun ekki skýrast fyrr en í ágúst,“ svarar Katrín spurningunni hvenær ljóst verði hverjir komist í framhalds- skólana. - vsp Fimmtán manns sem koma úr 10. bekk eru ekki með pláss í framhaldsskólum: Lögbundni aldurinn í forgang KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Menntamálaráð- herra segir mál- efni framhalds- skólanna skýrast í ágúst. Slitastjórn- in verður að færa fram rök ef þeir ætla að hafna þessu, GYLFI MAGNÚSSON VIÐSKIPTARÁÐHERRA STYRKIR Faglega ráðnum aðstoðar- mönnum ráðherra tók að fjölga þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við völdum árið 2007. Þetta er meðal niður- staðna BA-verkefnis Gests Páls Reynissonar í stjórnmálafræði, sem hlaut á dögunum verkefna- styrk Félagsstofnunar stúdenta. Þá segir í ritgerðinni að töluverð- ur munur sé á bakgrunni aðstoðar- manna ef tekið er mið af stjórn- málaflokki ráðherra og virðist einnig sem flokkstengsl séu mis- jafnlega sterk eftir því um hvaða stjórnmálaflokk er að ræða. Þrjú önnur verkefni hlutu styrk úr verkefnasjóðnum í gær. Eitt þeirra, eftir Kristrúnu Guðmunds- dóttur og Ragnheiði Erlu Eiríks- dóttur, er á sviði hjúkrunarfræði og fjallar um tíðni og alvarleika mótorhjólaslysa á árunum 2003 til 2007. Í umsögn um verkefnið segir að það hafi mikla samfélagslega þýðingu og geti nýst yfirvöldum á sviði löggæslu, umferðarmála og heilbrigðismála og áhugafólki um mótorhjól. Þá hlutu styrk Anna Hinriks- dóttir fyrir meistaraverkefni í hagnýtri menningarmiðlun um dagbækur Bjarna Jónssonar úr Bólstaðarhlíðarhreppi og Sigríður Klara Böðvarsdóttir fyrir doktors- verkefni í líf- og læknavísindum um litninga í brjóstaæxlum. - sh Félagsstofnun stúdenta úthlutar verkefnastyrkjum: Rannsakaði aðstoðar- menn ráðherraPÁFAGARÐUR, AP Benedikt XVI. páfi vill að fjármálakerfi heims verði endur- nýjað á grund- velli siðferðis, gagnkvæmrar virðingar og almannahags. „Gróði er nyt- samlegur til að ná fram öðrum markmiðum,“ segir hann í þriðja páfabréfi sínu til kaþólsku kirkjunnar. „Þegar gróði verður eina markmiðið og hann er feng- inn með óprúttnum aðferðum án þess að stefnt sé að almannahag, þá er hætta á að útkoman verði eyðing auðs og sköpun fátæktar.“ Tímasetning páfabréfsins er talin tengjast leiðtogafundi G8- ríkjanna, sem nú stendur yfir . - gb Páfi sendir frá sér boðskap: Gróðahyggjan er varasöm BENEDIKT XVI. PÁFI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.