Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI viðhald og viðgerðir FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Þetta eru nýjustu uppáhaldsföt-in mín,“ segir Oddur Sturluson barþjónn spurður um fötin sem hann klæðist. „Ég var úti í Berlín nýlega og keypti bolinn, peysuna og jakkann þar. Buxurnar keyptiég á Íslandi f dýra merkjavöru. „Ég kaupi mér frekar eina áberandi flík sem fullkomnar stílinn og svo fylli ég upp í með einföldum fötum. Égvil vera virðuleg það fara eftir skapi sínu hvern dag. „Ef ég sé föt í bíómynd sem mörgum finnast fáránleg þá kist é þ Skóáhugi frá unga aldri Oddur Sturluson hefur mikinn áhuga á tísku og segist hafa verið nörd sem hafði áhuga á skóm þegar hann var yngri. Hann finnur ekki beint innblástur hjá hönnuðum en gengur þó í merkjavöru inn á milli. Oddur Sturluson klæðist nýjustu uppáhaldsfötunum sem hann fékk að stærstum hluta til í Berlín fyrir stuttu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MICHELLE OBAMA hefur unnið hug og hjörtu Rússa með heillandi framkomu. Hún hefur ekki síður sýnt og sannað að hún er með tískuna alveg á hreinu og hefur skartað hverri glæsilegu flíkinni á fætur annarri í heimsókn sinni í Rússlandi. Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík,sími: 568 2870 - www.friendtex.is ÚTSÖLULOKÁ morgun föstudag 3 fyrir 2 Kaupir 2 fl íkur. Og færð eina fría með (ódýrasta fl íkin fylgir frítt með)Mikið úrval af eldri fatnaði á 1.000, 2.000 og 3.000 kr.Opið 1100-1800 mánud. til föstud. • • • • • 34% 74% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Fréttablaðið er með 117% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... FIMMTUDAGUR 9. júlí 2009 — 161. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ODDUR STURLUSON Þrífur skó sína með sápu og tannbursta • tíska • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS VIÐHALD OG VIÐGERÐIR Ástandsskoðun og viðhaldsbækur Sérblað um viðhald og viðgerðir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Götuhátíð ungs fólks Jafningjafræðsla Hins hússins hleypir auknum krafti í götuhátíð sína sem haldin verður í miðbæ Reykjavíkur á morgun. TÍMAMÓT 24 Laddi laminn Blóðugar tökur á kvikmyndinni Jóhannes. FÓLK 42 www.bt.is BT bæklingurinn VIÐSKIPTI „Ég þekki ekkert til þessa máls og hef engin afskipti af því haft. Ég er í viðkvæmri stöðu til að tjá mig um málið; farandi með eignarhald bankans, en sem hver annar borgari þessa lands get ég sagt eftirfarandi: Mér finnst þetta um það bil vera síðasta lánið undir sólinni sem ætti að afskrifa fyrr en fullreynt er með innheimtur á því,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra spurður um hugsanlega niðurfellingu láns Björgólfsfeðga hjá Nýja Kaup- þingi. „Ég tek það fram að ég er að tjá mig um þetta eins og hver annar landsmaður, en ekki sem fjármála- ráðherra sem hefur ekki átt neina aðild að málinu og á ekki að hafa“, ítrekar Steingrímur. Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra segir að það megi vel vera að það sé réttlætanlegt að fella niður hluta skulda í einhverjum tilvik- um. „En mér svelgdist á þegar ég sá að þarna var verið að ræða um niðurfellingu á skuldum Björgólfs- feðga vegna kaupa á Landsbankan- um,“ segir Gylfi. „Þetta lán hefur nú talsverða sérstöðu í Íslands- sögunni. Ég ætti, eins og eflaust landsmenn flestir, mjög erfitt með að kyngja því ef það gengi eftir.“ Gylfi hefur ekki upplýsingar um óskir annarra stórra skuldunauta bankanna um stórfellda niðurfell- ingu lána. Eins og Fréttablaðið greindi frá á þriðjudag hafa Björgólfur Guð- mundsson og Björg ólfur Thor Björgólfsson gert Nýja Kaupþingi tilboð um að greiða fjörutíu til fimmtíu prósent af tæplega sex milljarða skuld þeirra feðga við bankann. Skuldin er upphaflega tilkomin vegna kaupa á 45,8 pró- senta hlut ríkisins í Landsbank- anum. Krafa Kaupþings á hendur Samson er 4,9 milljarðar króna án dráttarvaxta en kröfulýsing- in í þrotabú Samsonar er um 5,9 milljarðar með dráttarvöxtum og öðrum áföllnum kostnaði, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Feðgarnir eru í persónuleg- um ábyrgðum vegna skuldarinnar og standi annar þeirra ekki undir ábyrgð fellur hún á hinn. Kaupverð á hlut Samsonar í hlut ríkisins í Landsbankanum var 11,2 milljarð- ar króna á sínum tíma. Kaupþing sendi frá sér tilkynn- ingu í gær þar sem hnykkt var á því að engar ákvarðanir hafi verið teknar um niðurfellingu lána. Hót- anir gegn starfsfólki bankans, þar á meðal Finni Sveinbjörnssyni bankastjóra, var ástæða þess að tilkynningin var send fjölmiðlum. - shá / bj Lánið er það síðasta undir sólinni sem ætti að afskrifa Steingrímur J. vill ekki tjá sig um niðurfellingu láns Björgólfsfeðga sem ráðherra. Sem „borgari þessa lands“ fordæmir hann ósk feðganna. Viðskiptaráðherra svelgdist á þegar hann las fréttina um málið. Bjart með köflum Í dag verður frekar hæg suðlæg eða breytileg átt, víða nokkuð bjart, síst þó norðaustanlands. Þoka liggur víða við strendur norðan og austan- lands. Hlýjast austantil. VEÐUR 4 14 16 16 20 14 31 árs gömul met Valsmanna í hættu FH-ingar nálgast óðum tvö langlíf met í íslenska boltanum. Breyttar forsendur „Væri allt með felldu, myndu Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar ef til vill reyna að forða Íslandi frá þeirri auðmýkingu og þungbærum skaða, sem banka- hrunið hefur valdið landinu,“ skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 22 UTANRÍKISMÁL Utanríkismála- nefnd Alþingis reyndi að komast að málamiðlun um þingsálykt- unartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á fundi sem stóð fram eftir kvöldi í gær. Niðurstöðu er að vænta í dag en utanríkismálanefnd hittist aftur klukkan hálf níu. Bjartsýni virð- ist ríkja um að mögulegt verði að ná lendingu þar sem önnur umræða um málið hafði verið sett á dagskrá þingsins í dag, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Tvær tillögur um ESB-málið hafa legið fyrir, önnur borin fram af stjórnarflokkunum og hin af stjórnarandstöðunni. Rætt hefur verið um að sameina tillögurnar í eina. Eins og fram hefur komið er ekki síst tekist á um hvort rétt sé að gengið verði til tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu; um hvort eigi að ganga til viðræðna og að niðurstaða þeirra verði sett í dóm þjóðarinnar þegar samn- ingur liggur fyrir. Náist árangur á morgunfundi getur afgreiðsla málsins tekið stuttan tíma svo jafnvel verði gengið til atkvæða á morgun. - shá Tekist á um aðildarumsókn að ESB á fundi utanríkismálanefndar í gærkvöldi: Niðurstöðu er að vænta í dag FRAMKVÆMDIR Vinna við Héðins- fjarðargöng gengur vel, að sögn Valgeirs Bergmanns, verkefnis- stjóra Háfells við gangagerðina. „Það er unnið af krafti núna í vegagerð á Siglufirði, frá kaup- staðnum og upp að gangnamunna. Þar er útivinna í fullum gangi í blíðskaparveðri og hún geng- ur mjög vel. Síðan er unnið að vegskálabyggingu í Héðinsfirði,“ segir Valgeir. Vegskálinn er steypuvirki sem gengur út úr fjallinu og er meðal annars hugsað til að verja ganga- munnann fyrir snjóflóðum. Búið er að reisa 70 metra af 114 löng- um skálanum. Verkið sóttist hægt í vetur vegna þess hve harður veturinn var, en er nú á góðum rekspöl. Verklok samkvæmt áætlun eru í júlí 2010, en samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins er ekki líklegt að sú áætlun standist. - sh Vinna við Héðinsfjarðargöng: Langt komnir með vegskálann GÓÐVIÐRISVINNA Á myndinni má sjá járnamenn sem vinna að því að járnabinda vegskálann Héðinsfjarðarmegin við göngin. Alls starfa um sextíu manns við göngin, um fjörutíu frá Háfelli og um tuttugu frá tékkneska fyrirtækinu Metrostav. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.