Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 54
42 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. gól, 6. hljóm, 8. púka, 9. gilding, 11. borðaði, 12. egó, 14. nautnalyf, 16. utan, 17. húsfreyja, 18. lærir, 20. ólæti, 21. heimsálfu. LÓÐRÉTT 1. mats, 3. í röð, 4. tré, 5. op, 7. sósa, 10. fjör, 13. tilvist, 15. ganga úr fiðri, 16. árkvíslir, 19. ætíð. LAUSN LÁRÉTT: 2. gagg, 6. óm, 8. ára, 9. mat, 11. át, 12. sjálf, 14. ópíum, 16. án, 17. frú, 18. les, 20. at, 21. asíu. LÓÐRÉTT: 1. dóms, 3. aá, 4. gráfura, 5. gat, 7. majónes, 10. táp, 13. líf, 15. múta, 16. ála, 19. sí. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Tíu. 2 Jón Ólafsson. 3 Warner. „Já, sumarfríið stóð í einn dag. Þá varð ég viðþolslaus. Neinei, ég var búinn að ákveða að vera með mannskapinn til taks ef eitthvað kæmi upp. Þannig að fólk er ekki alveg laust við okkur,“ segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri og ritstjóri Kastljóss Ríkissjónvarpsins. Breytingar hafa orðið á dagskrá Sjón- varpsins en til stóð að Kastljósið yrði í sumarfríi til 4. ágúst. Að sögn Þórhalls er það liður í sparnaðaraðgerðum hjá RÚV. Þátturinn var í sumarfríi í fyrra en þá vegna EM í knattspyrnu. Þórhall- ur segir að sumrin séu alla jafna bless- unarlega átakalaus. Þingið í fríi og póli- tíkin ekki mjög lifandi. „Og stærri mál ekki uppi. En nú eru átakatímar. Fram- undan eru stórar ákvarðanir í tengslum við sumarþing. Ályktun um ESB sem verður samþykkt eða synjað, Icesave- samkomulagið sem við vitum ekki hvernig fer. Og svo þessi húsrann- sókn sem kom upp. Og önnur stór mál sem nú eru uppi. Formlega séð er mannskapurinn í sumar- fríi en ég kalla hann út ef þurfa þykir. Ég tek ákvörðun miðað við atburðarás hvers dags,“ segir Þórhallur Gunnarsson. - jbg RAGNHILDUR STEINUNN Hún, sem og aðrir Kastljósliðar, eru í startholunum vegna ástandsins í þjóðfélaginu. „Á morgnana fæ ég mér hálfan lítra af kók og sígarettu. Ég borða vanalega upp úr hádegi og þá finnst mér gott að fá mér avokadó og perur.“ Solveig Pálsdóttir, rekur Gallerí Crymogea á Laugavegi. Hríseyingar munu um þarnæstu helgi lýsa yfir fullveldi og efna til fyrsta Hríseyjarsundsins. Ýmislegt verður svo sér til skemmtunar gert þessa helgi, til dæmis ætlar Björn Jörundur Friðbjörnsson að mæta á svæðið og syngja með heima- hljómsveitinni Stormsveitinni. Björn á ættir að rekja til Hríseyjar, beinn afkom- andi Hákarla-Jörundar, frumkvöðuls byggðar í eynni, en þaðan er nafnið komið: Björn, Jör- undur og Friðbjörn eru gegnumgang- andi nöfn þeirrar ættar allrar. Kálfatjörn, 9 holu golfvöllurinn á Vatnsleysuströnd, á auknum vinsældum að fagna. Golfarar sem sækja völlinn kættust í vikunni þegar nýr ræsir var mættur til að stjórna umferðinni af röggsemi og með spaugsyrði á vörum. Var þar enginn annar lifandi kominn en sirkusstjórinn og skemmtikraftur- inn Jörundur Guðmundsson en hann er búsettur úti á Spáni. Jörundur er hins vegar einn forvígismanna stofnunar Golf- klúbbs Vatnsleysu- strandar og öllum hnútum kunnugur – lagði meira að segja þökur á eina flöt eða tvær. Hvernig kemurðu 34 Argentínubú- um í símaklefa? Þú lýgur því í þá að þeir eigi hann. Geir Ólafsson söngvari er grand á því og hefur lík- lega haft þessa örsögu í huga þegar hann ákvað að bjóða öllum Íslend- ingum til útgáfuteitis á Vínbarinn á föstudag milli sex og átta. Þetta er til að halda upp á útgáfu nýs disks söngvarans sem heitir Af hamingju ég syng og Geir ætlar að bjóða upp á nokkuð sem gæti orðið til að draga að mannfjölda: Bjór, rauðvín, hvítvín og snittur. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Kastljós kallað út úr sumarfríi „Við erum komnir með lið frá Kanada og svo hafa pólskir túristar boðað komu sína. Við erum í þeirra augum orðið eitthvert gósen- land þar sem allt er nánast gefins,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, drullusokkur hins árlega Mýrarboltamóts sem haldið er á Ísafirði um verslunarmannahelgina. Rétt er að taka fram að aðstandendur mótsins líta á það sem Evrópumeistaramótið en heims- meistaramótið var haldið í Finnlandi um þar- síðustu helgi. Jóhann státar reyndar af þátt- töku á því móti, keppti þá með sænska liðinu. „Við töpuðum öllum leikjunum, fengum alveg skelfilega dómgæslu. Mér var síðar sagt að Finnarnir hefðu dæmt miskunnarlaust á móti okkur til að hefna fyrir einhverja alda- langa kúgun.“ Jóhann bjóst þó ekki við liðum frá hinum Norðurlöndunum enda væru þau blönk eins og Íslendingar. Mýrarboltamótið var fyrst haldið árið 2004, vakti töluverða athygli og hefur verið haldið allar götur síðan þá. Þótt notaður sé fótbolti í leiknum á mýrarboltinn sjálfur lítið sameiginlegt með knattspyrnu. „Ef þú hefur getað tekið skærin einhvern tímann á græna vellinum þá nýtist það þér ekki í drullunni,“ útskýrir Jóhann. Eftirsóttustu verðlaun- in, merkilegt nokk, eru titillinn drullugasti keppandinn. Drullusokkurinn Jóhann segir konur sækja mikið í þessa íþróttagrein hér á landi. „Fyrsta árið voru þær svona tuttugu prósent, í fyrra voru þær fjörutíu og við reiknum með að þær geti orðið meira en helmingur þátt- takenda í ár,“ segir Jóhann og bætir því við að þær leggi mikið upp úr búningum sínum. Áhugasamir geta enn skráð sig til leiks á heimasíðunni myrarbolti.com en mótið getur aðeins tekið við 350 manns. „Lokahófið annar ekki fleirum,“ segir Jóhann. - fgg Konur að taka yfir Mýrarboltamótið KONUR ÁHUGASAMAR Mýrarboltamótið á Ísafirði er orðið árviss viðburður um verslunarmannahelgina og konur virðast sérstaklega áhugasamar um að demba sér ofan í mýrina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ja, sko, ef maður ætti frí, til dæmis á sunnudaginn, þá kæmist ég ekkert í golf enda allur blár og marinn og með brákað rifbein,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Hann fékk að finna fyrir högg- þunga mótleikara síns, Stefáns Halls Stefánssonar, þegar verið var að taka upp slagsmálaatriði fyrir kvikmyndina Jóhannes í Kaldár- seli, rétt fyrir utan Hafnarfjörð, á mánudaginn. Stefán lét höggin dynja á Ladda með þeim afleiðing- um að allar golfhugleiðingar eru foknar út í veður og vind. „Mönn- um hljóp kannski aðeins kapp í kinn,“ segir Laddi en skiptir síðan snögglega um gír. „Nei, nei, þetta er bara alvöru, ekkert feik. Ég vona bara að þetta sjáist vel þegar myndin verður sýnd í bíó.“ Laddi hefur reyndar lítið komist í golf þetta sumarið enda allt brjál- að að gera hjá honum. Kvikmynd- in Jóhannes verður í tökum næstu vikur og svo tekur annað verkefni við. „Vinnan er alveg búin að eyði- leggja golfið fyrir manni, ég verð bara að hætta að vinna á sumrin, tek bara næst að mér hlutverk á veturna; í skauta-og skíðamynd- um,“ segir Laddi en hann náði því meðal annars að komast í landslið öldunga á sínum tíma þótt hann vilji ekki, af sinni alkunnu hóg- værð, tjá sig mikið um það. „Nei, enda á maður ekki möguleika leng- ur, allir þessir gömlu meistarar eru komnir á þennan aldur, menn eins og Björgvin Þorsteinsson,“ en Björgvin þessi er einhver sigur- sælasti kylfingur íslenskrar golf- sögu. En segja má að sveitungi Ladda úr Firðinum, Stefán Karl Stefáns- son, hafi borgað rækilega fyrir bar- smíðar Stefáns Halls. Því í atrið- inu á Stefán að stoppa nafna sinn með því að brjóta blómapott á höfði hans. „Í handritinu stóð að ég ætti að kasta pottinum í bakið á honum og hann ætti að rotast en mér fannst það eitthvað asnalegt, menn rotast ekkert ef þeir fá eitthvað í bakið,“ segir Stefán sem spurði því leikmunadeildina hvort einhver hætta skapaðist af því ef umrædd- ur blómapottur myndi brotna á haus Stefáns Halls. „Leikmunadeildin svaraði því til að þetta væru blóma- pottar úr sykri og því væri engin hætta á ferðum.“ Stefán gleymdi hins vegar að nefna að blómapott- urinn var fullur af mold og gras- lauk og afleiðingarnar urðu því nokkuð blóðugar. „Það voru saum- uð þrjú spor í höfuð hans, menn eru ekkert í neinum gamnislag í Hafn- arfirðinum,“ segir Stefán sem sjálf- ur slapp, án allra meiðsla frá þessu blóðuga atriði. „Sem er alveg í sam- ræmi við karakterinn sem ég leik í myndinni, hann er svona sléttur og fínn og hálfgerð tepra.“ freyrgigja@frettabladid.is ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON: ALLUR BLÁR OG MARINN EFTIR STEFÁN HALL LADDI LAMINN Í KLESSU BLÓÐUGAR BARSMÍÐAR Laddi var bæði blár og marinn eftir slagsmálaatriði með þeim Stefáni Halli og Stefáni Karli. Stefán Hallur fékk síðan blómapott í hausinn með þeim afleiðingum að sauma þurfti þrjú spor og hér er gert að sárum hans. LÚÐUSPRENGJA ÖLL LÚÐA Á 1.490 KR/KG Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.