Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 48
36 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Í gær var dregið í undanúrslit VISA-bikarkeppni kvenna en leikirnir fara fram sunnudaginn 26. júlí næstkomandi. Íslandsmeistarar Vals og Stjarnan mætast á Vodafone-vellinum en þessi lið eru nú efst og jöfn í Pepsi-deild kvenna. Valur sló út Völsung á Húsavík í fjórðungs- úrslitunum í fyrrakvöld en Stjarnan sló út bikarmeistara KR. „Þetta verður frábær leikur og án efa mjög skemmtilegur. Það sem helst var svekkjandi var að fá ekki heimaleik því helst hefðum við viljað mæta Blikum á heimavelli. En við verðum að láta Val duga. Við hentum bikarmeisturunum úr keppninni í síðustu umferð og næst hendum við Íslandsmeisturunum út,“ segir Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar. Hann segist hvergi banginn fyrir leikinn. „Ekki nokkurn skapaðan hlut. Valur er vitaskuld með frábært lið og landsliðsmenn nánast í hverri stöðu. En ég er sannfærður um að við munum eiga í fullu tré við Valsliðið og vonandi verðum við búin að endurheimta leikmenn úr bæði meiðslum og leikbönnum fyrir þennan slag.“ Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast lið Breiðabliks og Fylkis en síðarnefnda liðið er nú í fyrsta sinn að keppa í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna. „Það er gaman að fara í Kópavoginn enda völlurinn flottur og gaman að mæta Blikum,“ sagði Björn Kristinn Björnsson, þjálfari Fylkis. „En við eigum möguleika í öllum leikjum og eigum harma að hefna frá síðasta leik okkar gegn Breiðabliki í deildinni. Þá spiluðum við ekki vel og vonandi að við getum rifið okkur upp fyrir þennan leik.“ Breiðablik og Fylkir eru ekki langt undan toppliðum deildarinnar enda deildin jafnari nú en oft áður. Björn segir Fylki geta strítt hvaða liði sem er. „Okkur vantar helst ákveðni og reynslu af því að vera í toppbar- áttunni. Við þurfum því að hafa aðeins fyrir hlutunum en á góðum degi getum við staðist hvaða liði sem er snúning.“ VISA-BIKAR KVENNA: TVÖ EFSTU LIÐ DEILDARINNAR MÆTAST Í UNDANÚRSLITUM Sláum út meistara í hverri umferð FÓTBOLTI Þó svo að Fylkir hafi ekki fengið heimaleik í fjórð- ungsúrslitum bikarkeppninn- ar var Valur Fannar Gíslason, fyrir-liði liðsins, ánægður með dráttinn. Fylkir mætir Fram. „Fyrst við spilum ekki á heima- velli finnst mér best að fá að spila á Laugardalsvellinum. Ég er því sáttur enda fyrst og fremst gaman að fá að spila þessa leiki. Við tökum ekki þátt í Evrópu- keppninni í ár og því fögnum við hverjum leik sem við fáum.“ Hann segir Fylkisliðið á góðu róli. „Ég get ekki verið annað en sáttur við það skrið sem við höfum verið á. Við höfum sífellt verið að bæta okkur í hverjum leik og framhaldið lítur vel út.“ - esá Valur Fannar Gíslason: Við erum sífellt að bæta okkur FYRIRLIÐINN Valur Fannar Gíslason í leik með Fylki gegn Stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var hæst- ánægður með að liðið mætir grönnum sínum úr Kópavogi, HK, í fjórðungsúrslitum VISA- bikarkeppni karla. „Við söknum þess að hafa HK ekki í úrvalsdeildinni og því er það frábært að fá þennan bikar- leik. Fólkið í bænum hefur sýnt að það vildi fjölmenna á leikinn og skora ég því á alla að mæta á þennan leik nú.“ Hann segir mikið undir í leikn- um, ekki bara sæti í undanúrslit- unum. „Ég var að kenna Rún- ari [Sigmundssyni, þjálfara HK] þegar hann var að taka A-þjálf- araprófið sitt í vetur og fylgdist því vel með HK. Það hefur sína kosti og galla. Kostirnir eru þeir að ég þekki liðið vel en gallinn hlýtur að vera sá að það er þá mikil pressa á mér að vinna.“ - esá Ólafur Kristjánsson: Söknum HK í úrvalsdeildinni ÓLAFUR KRISTJÁNSSON Þjálfari Breiða- bliks er spenntur fyrir Kópavogsslagnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Fjórir afar athyglisverð- ir leikir eru á dagskrá fjórðungs- úrslita VISA-bikarkeppni karla sem fer fram í lok mánaðarins. Stórveldin Valur og KR eigast við en einnig liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra – Keflavík og FH. Þá fengu Kópa- vogsbúar sinn draumaleik en HK mætir Breiðabliki á Kópavogsvelli. Liðin leika ekki í sömu deild í ár og því eini bæjarslagur liðanna í sumar. Að síðustu mætast önnur tvö Reykjavíkurfélög á Laugar- dalsvellinum – lið Fram og Fylk- is. Atli Eðvaldsson er nýtekinn við þjálfun Vals en hann ólst upp hjá liðinu og lék með því áður en hann hélt í atvinnumennsku. Þegar hann sneri aftur heim gekk hann hins vegar til liðs við KR og þjálfaði svo liðið undir lok síðustu aldar. Hann gerði KR að Íslandsmeist- urum árið 1999 og síðan þá hefur hann ekki tekið þátt í leik á KR- vellinum. „Þetta virðist allt snúast um Val og KR þessa dagana,“ sagði Atli og hló. „En það var flott að fá heima- leik og ég efast ekki um að þetta verði frábær leikur og vel sóttur. Enda eru þetta skemmtilegustu leikirnir þegar stóru liðin mætast í bikarkeppninni.“ Atli er nú að þjálfa Val í fyrsta sinn og hans fyrsti deildarleikur verður gegn KR á laugardaginn. „Síðast þegar ég var á KR-vell- inum þá varð KR Íslandsmeist- ari eftir 31 árs bið og Valur féll í fyrsta sinn úr deildinni þann sama dag. En nú er komin upp önnur tala í lottóinu.“ Atli stýrði Val til sigurs gegn KA í 16-liða úrslitum bikarkeppn- innar á mánudagskvöldið en hann var þá nýkominn til landsins þar sem hann býr í Þýskalandi. „Leikmenn fengu að jafna sig í gær og í kvöld verður loksins fyrsta almennilega æfingin,“ segir Atli. Grétar Sigfinnur Sigurðsson, leikmaður KR og fyrrum leikmað- ur Vals, átti von á breyttu Valsliði um helgina. „Eins og alltaf þegar nýr maður kemur í brúna verður ákveðin hugarfarsbreyting hjá leikmönnum og þeir munu sjálf- sagt reyna að nýta sér það,“ segir Grétar en KR eru núverandi bik- armeistarar. „Bikarinn gefur krydd í til- veruna og við ætlum okkur alla leið í ár rétt eins og í fyrra. Við ætlum þó ekkert að gefa eftir í deildinni og ég er þess fullviss að FH eigi eftir að misstíga sig. Það er fullt af stigum eftir í pottinum. Ég hefði reyndar helst viljað fá FH núna í bikarnum – það væri best að klára þá strax.“ Keflavík og FH mættust í fyrstu umferð deildarinnar í vor og er það eini tapleikur FH til þessa í sumar. Davíð Þór Viðarsson, fyr- irliði FH, fékk einnig að líta rauða spjaldið snemma í leiknum. Hann er því sérstaklega spenntur fyrir þessum leik. „Við höfum tapað síðustu þrem- ur leikjum okkar í Keflavík og því kominn tími til að vinna leik þar. Það er gott að fá tækifæri til að bæta fyrir það í bikarnum þar sem við ætlum okkur alla leið í þeirri keppni rétt eins og í deildinni,“ segir Davíð. FH varð bikarmeistari árið 2007 í eina skiptið í sögu félagsins en það er eina árið frá 2004 sem liðið varð ekki Íslandsmeistari. Liðið á því enn eftir að vinna tvöfalt. „Við höfum átt möguleika á að vinna tvöfalt áður en alltaf náð að klúðra því. Það er því kominn tími til þess. En á móti kemur að það er fullt af leikjum eftir á Íslands- mótinu og við erum ekki komnir nema í átta liða úrslit í bikarnum. Við þurfum að halda okkur á jörð- inni.“ eirikur@frettabladid.is Enn fær Atli að kljást við KR-inga Dregið var í fjórðungsúrslit VISA-bikarkeppni karla í gær. Reykjavíkur-stórveldin Valur og KR drógust sam- an en liðin mætast í deildinni nú á laugardaginn. Atli Eðvaldsson fær því að kljást nóg við „gamla“ félagið. BIKARDRÁTTURINN Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals og Logi Ólagsson, þjálfari KR. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Eins og Fréttablaðið sagði frá í fyrradag þá hefur Þór- unn Helga Jónsdóttir gert nýjan samning við brasilíska liðið Sant- os, samning sem nær allt til árs- ins 2011. Þórunn hefur spilað með Santos frá því síðasta haust þegar hún stökk til þegar óvænt tilboð kom úr tíu þúsund kílómetra fjar- lægð. „Ég er virkilega að njóta þess að spila hérna. Kannski ekki skrýt- ið þar sem að ég er búin að vera hérna í 8 mánuði án þess að tapa leik,“ segir Þórunn og bætir við. „Brasilía losnar líklega ekki við mig alveg strax þar sem ég er búin að skrifa undir samning til 2011. Santos og stjórn Santos eru búin að leggja talsvert á sig til þess að ég geti spilað hérna áfram. Meðal annars fór ég ásamt stjórn- armanni félagsins í tveggja daga ferð til Paragvæ til þess að lengja landvistarleyfið mitt um tvö ár. Það gekk upp og ég er komin með atvinnuleyfi út næstu tvö árin svo að ég er mjög ánægð með það og spennt fyrir framhaldinu,“ segir Þórunn. „Dvölin gæti þess vegna orðið endalaus, því ég nýt þess virkilega að æfa og spila með þessum stelpum og fyrir þennan þjálfara. Ein- hverra hluta vegna finnst mér alltaf jafn-gaman að heyra brasilíska þjóðsöng- inn fyrir leiki,“ segir Þór- unn í léttum tón. Þórunn Helga hefur verið fastamaður í stöðu volente sem er eins konar aftur- liggjandi miðju- maður en náði engu að síður því afreki að skora í fjórum leikjum í röð á dögunum. „Ég er stundum enn þá hissa á að þetta sé í rauninni að ger- ast og að ég sé að spila fótbolta fyrir peninga, reyndar ekki mikla, í byrjunarliði með leik- mönnum sem ég hafði varla látið mig dreyma um að hitta nokk- urn tíma, hvað þá spila með,“ segir Þórunn. Það er nóg að gera hjá Santos-liðinu sem tekur þátt í þremur mótum á sama tíma. „Það er ekki gerlegt að halda hefðbundna deildar- keppni í kvennafót- bolta í Brasilíu, þar sem leikið er heima og heiman. Brasil- ía er um það bil á stærð við Evrópu, og ferðalag, til dæmis, frá Recife til Porto Alegre, sem er fjarri því að vera lengsta mögulega ferða- lagið, er svipað og frá Reykjavík til Rómaborgar,“ segir Þórunn og seinna í sumar mun liðið síðan taka þátt í svæðis- keppni og svo í bikarnum þar sem liðið hefur titil að verja. Santos hefur ekki tapað leik í neinni af þessum keppnum til þessa en gert þrjú jafntefli. „Nú eru milliriðlar í LINAF-keppninni byrjaðir og sterkustu liðin byrjuð að mætast svo að ég á ekki von á fleiri auðveldum leikjum,“ segir Þórunn. Hún gæti verið á heimleið í næsta mánuði verði hún valin í landsliðshópinn sem tekur þátt í EM. „Ég veit að landsliðsþjálfar- inn er að fylgjast með mér og það er svo undir honum komið hvort hann hefur þörf fyrir mig. Ég er að minnsta kosti alltaf tilbúin ef kallið kemur,“ segir Þórunn. Santos hefur nú misst átta stelp- ur í æfingabúðir með landsliði Brasilíu ásamt landsliðsþjálfar- anum svo að í leiknum í dag á móti Nacional mun vanta byrjunarliðs- leikmenn „Sem betur fer er hóp- urinn breiður og ég hef fulla trú á að við getum unnið leikinn,“ segir Þórunn að lokum. - óój Santos var tilbúið að gera allt til þess að halda Þórunni Helgu Jónsdóttur sem hefur ekki tapað leik með liðinu: Var send í tveggja daga ferð til Paragvæ STANS- LAUS SIGURGANGA Þórunn Helga Jónsdóttir er mikils metin hjá Santos. > Keflvíkingar ætla að ráða heimamann „Þjálfaraleitin gengur vel og við erum komnir með nokkra kandídata sem við erum að fara að ræða við. Við byrjum að ræða við þá aðila á morgun [í dag],“ svaraði Þorsteinn Lár Ragnarsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, spurningu um leitina að eftirmanni Sigurðar Ingimundarsonar. „Við erum að tala við innanbúðarmenn úr Keflavík sem hafa gæði og þekkja þessi mál,“ segir Þorsteinn og segir að fjórir til fimm Keflvíkingar komi til greina. Nöfn manna eins Fals Harðarsonar, Jóns Guðmundssonar, Einars Einarssonar, Guðjóns Skúlasonar og Sverris Þórs Sverrissonar hafa verið á borðinu en Fréttablaðið fékk ekki staðfest hvort einhverjir eða allir þeirra kæmu enn til greina í starfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.