Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 9. júlí 2009 Viltu vita Sannleikann? 60 uppseldar sýningar Snilldareinleikur Péturs Jóhanns, Sannleikurinn, hefur slegið rækilega í gegn í sumar en nú er komið að síðustu sýningunni á stóra sviði Borgarleikhússins. Vodafone býður GSM viðskiptavinum sínum 1.000 kr. afslátt af miðaverði og fá þeir því miðann á 2.450 kr. Til þess að nýta afsláttinn þurfa viðskiptavinir Vodafone að framvísa GSM símanum sínum í miðasölu Borgarleikhússins. Misstu ekki af síðustu sýningunni: Laugardaginn 11. júlí Nánari upplýsingar á vodafone.is og borgarleikhus.is. Góða skemmtun í allt sumar. Lifðu núna HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 09. júlí 2009 ➜ Sumartónleikar Sumartónleikar í Skálholtskirkju, 4. júlí - 6. ágúst. Aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar á www. sumartonleikar.is. 20.00 Skálholts- kvartettinn flytur Dauðinn og stúlkan eftir F. Schubert og op. 9 nr. 5 eftir F.J. Haydn. ➜ Tónleikar 12.15 Jörg Sondermann organisti og Halla Dröfn Jónsdóttir Sópran- söngkona flytja verk eftir m.a. Bach og Rheinberger á hádegistónleikum í Dóm- kirkjunni við Austurvöll. 20.00 Kammerkórinn Schola cant- orum heldur tónleika í Hallgrímskirkju við Skólavörðuholt. Á efnisskránni verða verk eftir Felix Mendelssohn-Bartholdy auk þess sem kórinn flytur ýmsar íslenskar og erlendar perlur a capella kórtónlistar. 20.00 Aarhus Universitetskór held- ur tónleika í Fella- og Hólakirkju við Hólaberg. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Perlur norðursins“ en á efnisskránni verða verk eftir norræn tónskáld. 21.00 Deep Purple tribute spila á Græna Hattinum við Hafnarstræti á Akureyri. Húsið verður opnað kl. 20. 21.30 Ingvi Rafn-quartet flytur eigið efni ásamt öðru í bland á tónleikum í Deiglunni við Kaupvangsstræti 23 á Akureyri. 22.00 Seinni útgáfutónleikar hljóm- sveitarinnar Leaves verða á Nasa við Austurvöll. 22.00 Coxbutterkvöld verður haldið á Jacobsen við Austurstræti. Fram koma Max & The Crackers, rapparinn 7Berg og Audio Improvemnet. Gangreen og Hypno munu sjá um stuðið á neðri hæðinni. Aðgangur er ókeypis. ➜ Opnanir 18.00 Soffía Gísladóttir og Elsa Björg Magnúsdóttir opna ljósmyndasýning- una „Ljósmyndir í lit“ á Thorvaldsen Bar við Austurstræti. Sýningin er opin alla daga kl. 10-01. 20.00 Í Gerðarsafni við Hamraborg 4 í Kópavogi verður opnuð sýning á verkum Gerðar Helgadóttur og Valtýs Péturs- sonar. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Aðgangur er ókeypis. ➜ Göngur 19.00 Gönguvika stendur yfir á Akureyri og í kvöld mun Frímann Guðmundsson leiða göngu um Hlíðar- fjall. Gangan tekur um 2-3 klst. og er við hæfi flestra. Aðgangur er ókeypis. Brottför verður frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar við Strandgötu 23. Nánari upplýsingar á www.visitakureyri.is. 20.00 Ljósmyndasafn Reykjavíkur stendur fyrir sögugöngu um gamla Vesturbæinn með Helga Þorlákssyni sagnfræðingi. Þátttaka er öllum heimil. Lagt verð- ur upp frá anddyri Borgarbókasafnsins í Tryggvagötu. ➜ Menningardagskrá 101 TOKYO, japönsk menningardagskrá 13 júní-13. júlí í Norræna húsinu við Sturlugötu. Aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar www.101tokyo.is 20.00 Leif Högfeldt Hansen arkitekt og prófessor við Arkitektaskólann í Árósum heldur fyrirlestur um áhrif hefð- bundinnar japanskrar byggingarlistar á verk Alvars Aalto. ➜ Leiðsögn 20.00 Alda Sigurðardóttir verður með leiðsögn um sýninguna „Ferjustaðir“ í Hellisskógi við Selfoss en þar sýna 11 myndlistarmenn verk á víð og dreif í skóginum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www. ferjustadur.is. ➜ Myndlist Jón Baldvinsson hefur opnað sýn- ingu í Perlunni við Öskjuhlíð þar sem hann sýnir fljúg- andi fyrirbæri og landslagsstemmn- ingar. Opið alla daga kl. 10-21. Á listasafni ASÍ við Freyjugötu 41 hefur verið opnuð sýning á verkum eftir listamennina Jón Stefánsson, Jóhannes S. Kjarval og Svavar Guðna- son. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13-17 og aðgangur er ókeypis. Stefanía Jörgensdóttir hefur opnað málverkasýningu í Turninum við Smára- torg í Kópavogi. Opið alla virka daga kl. 9-16. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is HJARTNÆM RÆÐA Paris Katherine Jackson flutti hjartnæma ræðu í Staples Center sem olli deilum innan Jackson-fjölskyldunnar. NORDIC PHOTOS/AFP Grunnt er á því góða hjá fjölskyldu Michaels Jackson. Hún hefur enn ekki komið sér saman um hvar grafa eigi poppgoðið og ekki voru allir sáttir við ræðu Paris Kather- ine Jackson. Paris er dóttir Michaels og Debb- ie Row og hún flutti hjartnæma ræðu á minningarathöfninni í Sta- ples Center á þriðjudaginn. Fjöl- miðlar vestan hafs eru flestir sam- mála um að ræðan hafi haft mikil áhrif á sjónvarpsáhorfendur og nærstadda enda hafi menn gert sér grein fyrir því að börn Jack- sons væru umfram allt í mikilli sorg eftir fráfall föður síns. „Ég vil bara segja eitt, að frá því að ég kom í heiminn hefur pabbi minn verið besti faðir í heimi,“ sagði Paris, rétt áður en hún brast í grát. Nærstadd- ir áttu einnig erfitt með að hemja táraflóðið en þetta var í fyrsta skipti sem börnin sjást síðan að faðir þeirra féll frá þann 25. júní. Fjölskylda Michaels var ekki á eitt sátt hvað varðar ræðuna. Janet, LaToya og Marlon studdu frænku sína af heilum hug en Randy og Jermaine voru ekki alveg jafn hrifnir. „Þeim fannst séra Lucious Smith ljúka athöfninni með mik- illi reisn og fannst algjör óþarfi að bæta þessari litlu tölu við,“ sagði náinn vinur fjölskyldunnar við Chi- cago Sun Times. Þetta litla atriði er þó ekki það eina sem hefur vald- ið sundrung innan fjölskyldunnar því að hún getur ómögulega komið sér saman um hvar eigi að grafa Michael. Jermaine hefur reynt að fá leyfi hjá yfirvöldum fyrir því að hann verði grafinn á Never- land-svæðinu en yfirvöld hafa ekki viljað fallast á óskir hans. Þá eru uppi hugmyndir um að Jack- son verði jafnvel brenndur og ösku hans dreift yfir Neverland-svæð- ið. Móðir Jacksons og hans helsti bandamaður í lifanda lífi, Kath- erine, hefur hins vegar lagst gegn öllum hugmyndum um að blanda Neverland í málið. „Hann var flutt- ur þaðan fyrir fullt og allt og ætlaði aldrei að snúa þangað aftur,“ hefur RadarOnline eftir heimildarmanni sínum. Loks er svo vert að geta þess að andlát Michaels Jackson virð- ist endanlega hafa tryggt hann í sessi sem vinsælustu poppstjörnu sögunnar; vefsíða E-entertain- ment greindi frá því í gær að plöt- ur hans hefðu selst í bílförmum í síðust viku; alls 800 þúsund eintök í Bandaríkjunum. Mest hefði selst af safnplötunni Number Ones og Thriller. Sundurleit fjölskylda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.