Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 8
8 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR 1 Hversu margar húsleitir voru gerðar á vegum sérstaks saksóknara á þriðjudag? 2 Hvaða athafnamaður hefur stefnt breska ríkinu fyrir mistök í meiðyrðamáli? 3 Við hvaða útgáfufyrirtæki hefur Jóhanna Guðrún Jóns- dóttir gert samning? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 - Lifið heil www.lyfja.is Lyfja lækkar verðið 20% afsláttur af öllum Scholl vörum í verslunum Lyfju í júlí. 4 10 4 0 0 0 | l an ds ba nk in n. is AUKAKRÓNUR 2685 mínútur á ári fyrir Aukakrónur A-kortin Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig Þú getur talað í 2685 mínútur á ári hjá TALI fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða fengið þér eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is * M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum. Sjá nánar á www.aukakronur.is. * SVEITARSTJÓRNARMÁL Rekstrarniður- staða sveitarfélaganna fyrir árið 2008 sýnir að viðsnúningurinn frá árinu á undan er neikvæður um 68 milljarða króna. Afkoman er lökust hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu utan Reykja- víkur og á svokölluðum vaxtar- svæðum. Bráðabirgðaniðurstöður úr árs- reikningum sveitarfélaga sem hafa rúm 88 prósent íbúanna hafa borist Sambandi íslenskra sveitar- félaga (SÍS). Ljóst liggur fyrir að verðbólgan og efnahagshrunið hafa haft mikil áhrif á rekstur og efnahag sveitarfélaganna. Tekjur sveitarfélaganna dragast saman á sama tíma og útgjöld fara vax- andi. Lán hækka vegna verðbólgu og hruns krónunnar. Það þýðir að fjármagnsliðir munu taka meira til sín á komandi árum en hingað til. Það mun að óbreyttu þýða að sveitarfélögin verða að leita allra leiða sem færar eru til að láta enda ná saman í rekstri sínum og að forgangsröðun verði önnur. Halldór Halldórsson, formað- ur SÍS og bæjarstjóri á Ísafirði, hefur fyrir hönd sambands- ins reynt að vinna svokallaðri fimm prósenta leið brautar- gengi. Hann segir að mörg sveit- arfélög hafi gripið til víðtækra sparnaðaraðgerða nú þegar. Eins segir hann að staða nokkurra sveitarfélaga sé svo alvarleg að líklega þurfi að beita sérstökum aðgerðum til að hjálpa þeim yfir erfiðasta hjallann. Rekstrarniðurstaða ársins 2008 er neikvæð um 19,6 milljarða en árið 2007 var hún jákvæð um 48,6 milljarða. Viðsnúningurinn er 68 milljarðar. Afkoman er lökust hjá sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu utan Reykjavíkur og á vaxtarsvæðum. Áhrif hruns krónunnar og mik- illar verðbólgu koma glöggt fram í efnahagsreikningi í hækkun áhvíl- andi lána. Skammtímaskuldir hækkuðu úr 40,1 milljarði á árinu 2007 upp í 46,4 milljarða á árinu 2008. Á sama tíma hækkuðu lang- tímaskuldir úr 58 milljörðum á árinu 2007 upp í 106 milljarða á árinu 2008. Það er hækkun um 83 prósent. Hrun krónunnar og mikil verð- bólga hafa mikil áhrif á fjár- magnsliði. Á árinu 2007 var útkoma úr fjármagnsliðum jákvæð um fjóra milljarða en á árinu 2008 var hún neikvæð um tæpa sautján milljarða. Verulegur hluti þessa er áhrif af breytingum á lánum sem eru í erlendri mynt. Meðan gengisvísitala íslensku krónunnar er svo há sem raun ber vitni gengur þessi breyting ekki til baka, eins og segir í fréttabréfi SÍS. svavar@frettabladid.is Hrikalegar tölur úr rekstri sveitarfélaga Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaganna á milli áranna 2007 og 2008 var 68 milljarðar króna. Langtímaskuldir hækkuðu um 86 prósent á milli ára. Sveitar- félög þurfa að grípa til yfirgripsmikilla aðgerða til að rétta úr kútnum. FRÁ VATNSENDA Sveitarfélög höfðu miklar tekjur af sölu byggingaréttar árið 2007. Árið 2008 kom bakslag og sveitarfélög þurftu að endurgreiða háar fjárhæðir vegna lóðaskila. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNSÝSLA „Við veltum vöngum yfir hvernig þetta mál þróaðist,“ segir Ragnar Lárus Kristjánsson, forstöðumaður hjá verðbréfafyrir- tækinu Virðingu, sem Reykjavíkur- borg hafi falið að útvega fimm milljarða króna lánsfé gegn veði í fasteignum borgarinnar. „Við vorum tilbúnir með þetta fjármagn samkvæmt þeim skil- yrðum sem lagt var upp með en síðan breyttust forsendur á síðustu stundu hjá borginni og þeir ákváðu að fara aðra leið,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu heldur minnihlutinn í borgarráði því fram að Virðing hafi getað selt borginni fyrir 17,5 milljónir króna sömu þjónustu og MB banki tók síðan 42,5 milljóna umsýsluþóknun fyrir. Fjármála- stjóri borgarinnar, Birgir Björn Sigurjónsson, segir hins vegar að Virðing hafi ekki getað selt samtals fimm milljarða króna skuldabréf á 4,4 prósenta vöxtum án þess að veð yrðu tekin í eignum borgarinnar. Ragnar segir að haft hafi verið samband við Virðingu rétt fyrir borgarráðsfund og spurt hvort þeir lífeyrissjóðir sem fyrirtæk- ið hafði útvegað sem lánveitendur myndu samþykkja að fá ekki veð í eignum borgarinnar. Því hafi sjóð- irnir hafnað. „Síðan var ekkert haft samband við okkur aftur. Við töld- um okkur vera að vinna að þessu verkefni og finnst óeðlilegt hvern- ig það þróaðist á síðustu stundu,“ segir Ragnar Lárus Kristjánsson. - gar Virðing segir Reykjavíkurborg hafa hætt við tilbúinn lánapakka á síðustu stundu: Óeðlilegt hvernig lántakan þróaðist RÁÐHÚSIÐ Í REYKJAVÍK Forstöðumaður hjá Virðingu segir fyrirtækið hafa verið tilbúið með umbeðið lánsfé en borgar- yfirvöld hafi þá tekið nýja stefnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UMHVERFISMÁL Fyrirtækið Egils- son hf. á Köllunarklettsvegi hlaut umhverfisverðlaun Faxaflóa- hafna sem bera nafnið Fjöru- steinninn. Fjörusteinninn er veittur þeim fyrirtækjum sem þykja skara fram úr við frágang umhverf- isins og hafa haft metnað til að byggja falleg hús á hafnarsvæð- inu. Fyrsta fyrirtækið sem hlaut Fjörusteininn var Danól hf., síðan fékk Eimskipafélagið viður- kenninguna og í fyrra þótti Nath- an og Olsen best að verðlaunun- um komið. - shá Umhverfisverðlaun: Egilsson hlaut Fjörusteininn VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.