Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 46
34 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR Kvikmyndabiblían Variety fer lofsamlegum orðum um íslensku kvikmyndina Heiðina sem leik- stýrt er af Einari Þór Gunnlaugs- syni. Myndin fór nánast með veggj- um í kvikmyndahúsum hér á landi en gagnrýnandinn Derek Elley telur hana hafa allt til brunns að bera til að geta gert góða hluti á kvikmyndahátíðum úti í heimi. Með helstu hlutverk í myndinni fara þeir Gunnar Eyjólfsson, Gísli Pétur Hinriksson og Jóhann Sig- urðarson. „Leikstjórinn Einar fer mildari höndum um fáránleika eyjunnar sem hann er frá en margir for- verar hans í starfi,“ skrifar Elley meðal annars og bætir því við að myndin sé umvafin einhverri nálægð og hlýju, eiginleikum sem ættu að heilla kvikmyndagesti á kvikmyndahátíðum um alla Evrópu. Heiðin hefur farið ansi víða með leikstjóra sínum. Nú síðast var hún í Kína þar sem hún stóðst ritskoðun þarlendra stjórnvalda en meðal annarra hátíða má nefna kvikmyndahá- tíðir í Noregi, Þýska- landi og Eistlandi. Einar er nú á fullu við að undirbúa heim- ildarmynd sem vafa- lítið á eftir að vekja mikla athygli en þar safnar hann saman myndskeiðum frá íbúum á Vest- fjörðum frá árunum 1960 til dags- ins í dag. Myndin er unnin í sam- vinnu við Kvikmyndamiðstöð Íslands og RÚV. Þá kemur fram á heimasíðu Passportfilms, kvik- myndafyrirtækis Einars, að í undirbúningi sé spennu- myndin Vista og heimild- armyndin La Colonia. - fgg NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 16 L L L L L 10 10 L THE HURT LOCKER kl. 8 - 10.45 THE HURT LOCKER LÚXUS kl. 8 - 10.45 ICE AGE 3 3D ENSKT TAL ÁN TEXTA kl. 8 - 10.10 D ÍSÖLD 3 3D ÍSLENSKT TAL kl. 3.30 - 5.45 D ICE AGE 3 ENSKT TAL M/ÍSL. TEXTA kl. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.10 ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 3.30 - 5.45 TRANSFORMERS 2 kl. 5 - 8 -11 TRANSFORMERS 2 LÚXUS kl. 5 GULLBRÁ kl. 3.30 SÍMI 462 3500 ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 6 ICE AGE 3 ENSKT TAL M/ÍSL. TEXTA kl. 6 - 8 - 10 MY SISTERS KEEPER kl. 8 - 10 L L 12 12 L 7 7 L 14 MY SISTERS KEEPER kl. 5.40 - 8 - 10.20 ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 5.50 - 8 YEAR ONE kl. 10.10 GHOSTS OF A GIRLFRIEND PAST kl. 8 - 10.15 GULLBRÁ kl. 6 ANGELS & DEMONS kl. 6 - 9 SÍMI 530 1919 16 L 7 7 16 THE HURT LOCKER kl. 5.30 - 8 - 10.35 ICE AGE 3 ENSKT TAL M/ÍSL. TEXTA kl. 5.50 - 8 - 10.10 GHOSTS OF A GIRLFRIEND PAST kl. 5.45 - 8 - 10.15 YEAR ONE kl. 5.45 - 8 TERMINATOR kl. 10.15 600kr. fyrir börn 750kr. fyrir fullorðna SÍMI 551 9000 750 KR. FULLORÐNIR 600 KR. BÖRN 750 KR. FULLORÐNIR 600 KR. BÖRN - Ó.H.T. , Rás 2 - S.V. , MBL MISSIÐ EKKIAF STÆRSTU OGSKEMMTILEGUSTUTEIKNIMYNDÁRSINS! OG NÚNALÍKA Í 3-D Áhrifarík og átakanleg mynd sem skilur engan eftir ósnortinn. Byggð á metsölubók Jodi Picault sem farið hefur sigurför um heiminn. HEIMS SNARKLIKKUÐUSTU FYNDNUSTU MYND FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS STÆRSTA GAMANMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI KYNNTU ÞÉR SÝNINGARTÍMA Á SELFOSSI OG Í KEFLAVÍK Á WWW.SAMBIO.IS BRUNO kl. 2 - 4 - 6 - 8D - 8:30 - 10:10D - 10:30 14 BRUNO kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 VIP TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5:30 - 8 - 10:50 10 ÍSÖLD 3 m/ísl.tali kl. 1:30(3D) - 3:40(3D) - 5:50(3D) L ÍSÖLD 3 m/ísl.tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L HANGOVER 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 8:30 - 10:20 - 10:50 12 BRUNO kl. 4 - 6 - 8 - 9 - 10 - 11 - 12 14 TRANSFORMERS 2 kl. 6D 10 THE HANGOVER kl. 4 - 6 - 8 - 10:20 12 BRUNO kl. 8 - 10 14 HANGOVER kl. 8 12 S O STRAN F RMER 2 0kl. 1 12 DIGITAL - bara lúxus Sími: 553 2075 MY SISTER´S KEEPER kl. 5.50, 8 og 10.10 12 ÍSÖLD 3 - 3D - Íslenskt tal kl. 4 L ÍSÖLD 3 - Íslenskt tal kl. 4 og 6 L TRANSFORMERS 2 kl. 7 og 10.10 10 YEAR ONE kl. 8 og 10 7 GULLBRÁ kl. 4 L SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS Tökur kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson standa nú yfir og í gær mátti sjá tökulið festa það á filmu þegar Ólafur Ragnar kemur færandi hendi – með kína- mat fyrir hetjurnar sínar FM-hnakkana. „Ég er að koma með mat handa strákunum á FM,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon skemmti- kraftur og leikari í hlutverki Ólafs Ragnars. Heljarinnar mikið tökulið var í gær mætt utan við húsakynni útvarpssviðs 365. Var verið að taka upp atriði fyrir kvikmyndina Bjarn- freðarson sem bygg- ir á þeim persónum og söguheimi sem landsmenn þekkja frá sjónvarpsseríun- um Nætur-, Dag- og Fangavakt. Mikil leynd ríkir um efni myndarinnar og er leikstjórinn Ragn- ar Bragason alla jafna afar þögull ef hann er inntur eftir því hvað drífi á daga þeirra Ólafs Ragnars og Georgs Bjarnfreðar- sonar í kvikmyndinni. En í gær mátti sjá þegar tökuvélar festu það á filmu þegar Ólafur Ragnar kemur gangandi að útvarpsstöðinni FM með kínverskan „take- away“ mat. Og ber vel í veiði því það eru einmitt FM-hnakkarnir svoköll- uðu, útvarpsmennirn- ir á FM 957, sem eru uppspretta hins sérstæða tungu- taks sem ein- kennir Ólaf Ragnar. Eða eigum við að ræða það eitt- hvað? jakob@frettabladid.is Ólafur Ragnar færir FM- hnökkum kínverskan mat Tónlistarverslunin og netsam- félagið gokoyoko.com er komið í gagnið. Til að byrja með sitja Íslendingar einir að síðunni, en fleiri lönd fylgja brátt í kjölfarið. Gogoyoko gengur út á það að tónlistarmenn geti selt tónlist sína á netinu milliliðalaust. Síðan er því bæði fyrir tónlistarmenn og aðdáendur. Tónlistarmenn ákveða sjálfir hvað þeir rukka fyrir lög eða plötur og er vefsvæðið hugsað bæði fyrir listamenn á samningi sem og ósamningsbundna. Gogo- yoko tekur ekki skerf af tónlistar- sölunni, ef frá eru talin gjöld sem tengjast rétthafagjöldum og greiðslugáttakerfi. Listamenn fá þá 40 prósenta hlut af auglýsinga- tekjum síðunnar, í samræmi við spilun á tónlist þeirra. Þá renna 10 prósent til góðgerðarmála, restin til Gogoyoko. Haukur Magnússon, einn stofn- endanna segir þessa hugmynda- fræði skilja vefinn frá öðrum tónlistarsíðum líkt og iTunes og tónlist.is. Hver er munurinn fyrir notendur? „Upplifunin fyrir not- endur á sínu heimasvæði er þeir geta raðað lögum í spilarann sinn. Eins samfélagslegi hluti síðunn- ar. Það er rosalega gaman að fá að vera með frá byrjun og taka þátt í þróun síðunnar og samfé- lagsins. Við höfum haldið nokkr- um einkennum frá þekktum vef- samfélögum en það sem á eftir að bætast við eru nýjungar og annað sem saman munu mynda ákveðna upplifun.“ Gogoyoko komin í gagnið ÓLAFUR RAGNAR PAPPARASSAÐUR Að vinna við kvikmyndatökur gengur mest megnis út á að bíða, laga hár og klippa einstaka nefhár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MAKINDALEGUR LEIKSTJÓRI Ragnar Bragason var mak- indalegur á tökustað og fékk sér smók enda þarf þetta að hafa sinn gang og þýðir lítt að vera með æsing. ELDAR ÁSTÞÓRSSON Variety hrósar Heiðinni VARIETY HRIFIÐ Kvikmyndabiblían Variety hrósar íslensku myndinni Heiðinni sem leik- stýrt er af Einari Þór Gunnlaugssyni. BESTI Í SÍNUM BESTA HAM Kvikmyndatökumaðurinn Bergsteinn Björgólfsson – Besti – fyrir miðju í hópi kvikmyndatöku- liðsins er einhver sá reyndasti í bransanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.