Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Þetta eru nýjustu uppáhaldsföt- in mín,“ segir Oddur Sturluson barþjónn spurður um fötin sem hann klæðist. „Ég var úti í Berlín nýlega og keypti bolinn, peysuna og jakkann þar. Buxurnar keypti ég á Íslandi fyrir nokkrum mán- uðum og hafa þjónað mér vel hing- að til. Skórnir eru úr Belleville og ég fékk þá fyrir tveimur árum.“ Oddur segist nýta fötin sín lengi og fara vel með þau. „Sérstaklega nota ég skó lengi. Ég á tannbursta og sérsápu til að passa upp á skóna mína vegna þess að ég trúi frek- ar á það að kaupa dýra vöru sem er góð,“ segir Oddur en bætir við að hann kaupi sér ekki eingöngu dýra merkjavöru. „Ég kaupi mér frekar eina áberandi flík sem fullkomnar stílinn og svo fylli ég upp í með einföldum fötum. Ég vil vera virðulegur en ekki upp- strekktur í merkjavöru.“ Oddur segist hafa fengið áhuga á tísku þegar hann var mun yngri. „Ég var svolítið nörd og hafði mikinn áhuga á skóm, ekki bara strigaskóm heldur alls konar skóm og hafði gaman af því að þeir væru vel gerðir, frá flottum merkjum með skemmtilega sögu. Svo leiddi þetta út í áhuga á ann- arri tísku líka.“ Þegar Oddur er beðinn að lýsa sínum persónulega stíl segir hann það fara eftir skapi sínu hvern dag. „Ef ég sé föt í bíómynd sem mörgum finnast fáránleg þá klæð- ist ég þeim. Mér þarf samt að líða vel og fötin þurfa að virka vel,“ útskýrir Oddur. „Ég skoða mikið tísku en finn ekki beint innblástur frá hönn- uðum,“ segir Oddur og heldur áfram: „Ég fæ til dæmis frekar innblástur þegar ég er að lesa bók um Þýskaland á átjándu öld og sé jakka sem hermennirnir voru í. Þá fer ég að finna þannig samsetningu í staðinn fyrir að láta Karl Lagerfeld segja mér í hverju ég á að ganga.“ martaf@frettabladid.is Skóáhugi frá unga aldri Oddur Sturluson hefur mikinn áhuga á tísku og segist hafa verið nörd sem hafði áhuga á skóm þegar hann var yngri. Hann finnur ekki beint innblástur hjá hönnuðum en gengur þó í merkjavöru inn á milli. Oddur Sturluson klæðist nýjustu uppáhaldsfötunum sem hann fékk að stærstum hluta til í Berlín fyrir stuttu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MICHELLE OBAMA hefur unnið hug og hjörtu Rússa með heillandi framkomu. Hún hefur ekki síður sýnt og sannað að hún er með tískuna alveg á hreinu og hefur skartað hverri glæsilegu flíkinni á fætur annarri í heimsókn sinni í Rússlandi. Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is ÚTSÖLULOK Á morgun föstudag 3 fyrir 2 Kaupir 2 fl íkur. Og færð eina fría með (ódýrasta fl íkin fylgir frítt með) Mikið úrval af eldri fatnaði á 1.000, 2.000 og 3.000 kr. Opið 1100-1800 mánud. til föstud. • • • • • •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.