Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 18
18 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Langlundargeði Sigrúnar Elfu var misboðið eftir að hún heimsótti Espresso-barinn á Lækjartorgi. Hún skrifar: „Ég keypti kaffi og djús og súkkulaði- kökusneið handa barnabarninu og kostaði þessi kökusneið 790 krónur. Hún var í minni kantinum. Ég áttaði mig ekki á verðinu fyrr en ég var búin að borga. Daginn eftir átti ég leið í Sandholtsbakarí á Laugaveginum og þar sá ég nákvæmlega eins súkkulaðiköku. Ég spurði hvað sneiðin kostaði þar og er hún seld á 520 krónur. Ég gat ekki orða bundist við afgreiðslumanninn í bakaríinu og sagði frá hvað sneiðin hefði kostað á Espresso-barnum. Afgreiðslumaðurinn sagði mér að þeir keyptu súkkulaðikökurnar hjá þeim. Ég bara hreinlega skil ekki þessa verðlagningu. Það er greinilega svona dýr flutningskostnaðurinn frá Sandholts- bakaríi á Laugaveginum og niður á Lækjartorg!“ Í framhaldi af þessu bréfi gerði ég súkkulaðiköku- sneiðarverðkönnun. Niðurstöðurnar eru eftirfar- andi, en þess ber að geta að um ýmsar tegundir súkkulaðikaka er að ræða. Verð á súkkulaðikökusneið: Ikea (terta dagsins) 215 kr. Kaffi Hljómalind 400 kr. Bláa kannan, Akureyri 590 kr. Babalú 650 kr. Café Loki 650 kr. Kaffi París (frönsk) 690 kr. Café Bleu (djöflaterta) 740 kr. Hressó 750 kr. Súfistinn 770 kr. Kaffi Mílanó (Sacher) 930 kr. Neytendur: Misdýrar súkkulaðikökusneiðar Gaga súkkulaðikaka Verslun með veiðivörur hefur rokið upp síðustu mánuði. Fréttablaðið kann- aði málið og komst að því að vörur í ódýrari kantinum njóta síaukinna vinsælda. „Ég kýs að orða þetta þannig að við séum komin aftur í ástandið sem við þekktum áður. Síðustu þrjú árin, með þessum öfgum sem ríktu í veiði, bílum, fatnaði, úrum og nánast hverju sem var, það partý er bara búið,“ segir Ólafur Vigfússon, verslunarmað- ur í Veiðihorninu. Veruleg veltu- aukning hefur orðið í verslun- inni síðustu mánuði, og að sögn Ólafs skiptir þar mestu aukinn fjöldi fjölskyldufólks, sem kalla má „venjulegt fólk“, sem leitar í veiðibúnað í ódýrari kantinum. Að sama skapi segir Ólafur nokk- urn samdrátt hafa orðið í sölu á dýrari búnaði. „Við seljum ekki jafn mikið af 100.000 króna vöðl- um nú eins og var, þótt þær seljist alltaf af og til. En meginástæðan fyrir þessari auknu alhliða sölu er að Íslendingar ferðast síður til útlanda í sumarfríinu sínu. Hing- að koma heilu fjölskyldurnar sem vilja eyða sumarfríinu saman í sínu tjaldi, kasta fyrir fisk og njóta náttúrunnar. Þetta er aðal- skýringin.“ Ólafur segir veiðimennsku mjög ódýrt áhugamál, þvert á það sem margir halda. „Fréttir um veiði í fjölmiðlum fjalla yfir- leitt allar um forstjóra og banka- stjóra í laxveiði og allt bruðlið í kringum það, sem er vissulega til, en það er ekkert talað um norm- ið sem er og hefur alltaf verið til staðar. Ég býst við að þetta norm sé að taka við aftur,“ segir Ólaf- ur Vigfússon. Guðmundur Guðmundsson, starfsmaður í veiðideild Elling- sen, segir nýliðinn júnímánuð með þeim stærstu sem starfs- menn muni eftir. „Við höfum lent í því að lagerinn á ýmsum vörum, sem við höfðum áætlað að myndi duga fram undir versl- unarmannahelgi, kláraðist strax í júní. Sem betur fer er ekki allt stopp alls staðar. Núna gengur til að mynda vel í ferðaþjónustu, og við erum hluti af því batteríi,“ segir Guðmundur Guðmundsson. kjartan@frettabladid.is Öfgarnar láta undan síga ÓDÝRT TÓMSTUNDAGAMAN Veiðar þurfa ekki að kosta mikið, eins og þessir piltar lærðu á leikjanámskeiði í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Neytendasamtökin könnuðu verð á Livostin-augndropum í sjö apótekum. Droparnir eru notaðir við óþægindum í augum vegna frjókornaofnæmis. Munur á hæsta og lægsta verði er 34 prósent. Lægst er verðið í Apótekaranum og Skipholtsapóteki en hæst í Lyfju. Þetta kemur fram í niðurstöðu samtakanna sem birt var á mánudag. Verðið í Apótekaranum er 2.213 krónur en droparnir kosta 2.972 krónur í Lyfju. Athygli vekur hversu lítið framboð af vörum er á augn- dropamarkaðinum, samkvæmt könnuninni, því miðað við verðið á þessari vöru er eftir einhverju að slægjast. Aðeins ein tegund augn- dropa er seld í flöskum, Livostin, en einnig eru seldir dropar í litlum kapsúlum frá Zaditen. Er þá úrvalið upptalið. Á Norðurlöndunum eru mun fleiri tegundir augndropa á markaði og verðið jafnan mun hagstæðara. Fyrir ári var verð á sömu augndropum kannað í sex apótekum. Athyglisvert er að þrátt fyrir gríðarlega gengislækk- un hefur verðið á dropunum ekki hækkað mikið. Greinilegt er að apótekin hafa séð að sér og lækkað álagningu sína. ■ Verðmunur á augndropunum allt að 34 prósent Dýrustu augndroparnir eru í Lyfju Útgjöldin > Meðalverð á einu kílói af vínberjum í maí HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS „Verstu kaup sem ég hef gert eru klár- lega stigvél sem ég keypti til að bæta heilsuna. Hún var keypt fyrir heimilið og var aðeins einu sinni notuð að mig minnir,“ segir Jóhann R. Benediktsson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesj- um. Hann hefur frá því í haust starfað hjá fyrirtækinu HBT International, sem Kristjón, bróðir hans, stofnaði. „Einhvers staðar sá ég stig- vélina á tilboði og hélt að þetta væri hið mesta þarfaþing fyrir heimilið en svo reyndist svo sannarlega ekki vera,“ segir Jóhann. Bestu kaup Jóhanns, að hans sögn, eru þó heldur betur rómantískari. Árið 1996 keypti hann pitsu á veitingastaðnum Horninu sem endaði með hamingjusömu hjónabandi. „Þetta var fyrsta alvöru stefnumótið eftir að ég kynntist konunni sem síðar varð eiginkona mína. Á veitingastaðnum innsigluðum við formlega samband okkar og eftir þessa máltíð hefur þetta samband borið ríkulegan ávöxt,“ segir Jóhann, ánægður með pitsu- kaupin. Ári síðar kom svo hringurinn á fing- ur konunnar og þar með var sambandið innsiglað til eilífðar en þau hafa verið gift síðan þá. NEYTANDINN: JÓHANN R. BENEDIKTSSON, FYRRVERANDI LÖGREGLUSTJÓRI Bestu kaupin voru pitsa á Horninu500 400 300 200 100 0 2005 2006 2007 2008 2009 21 6 kr . 30 0 kr . 31 3 kr . 46 0 kr . 42 6 kr . „Amma mín sem ég bjó með kenndi mér mjög praktískt húsráð, sérstaklega fyrir mann eins og mig sem er mjög oft í skyrtum,“ segir Greipur. „Það er að þvo hvítar skyrtur með ljósbláum skyrtum í þvottavélinni. Þá verða hvítu skyrturn- ar ennþá hvítari, þær einhvern veginn hreinsast við það. Það mega samt ekki vera dökkbláar skyrtur og kannski er ekki sniðugt að gera þetta í fyrsta skipti sem skyrturnar eru þvegnar.“ Hvítari skyrtur eru þó ekki eini kostur húsráðsins því með því að þvo skyrt- urnar saman sparast nokkrar ferðir í þvottavélinni. GÓÐ HÚSRÁÐ ÞVÆR MISLITAR SKYRTUR ■ Greipur Gíslason, framleiðandi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar, þvær hvítar og ljósbláar skyrtur alltaf saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.