Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Dr. Gunna Í dag er fimmtudagurinn 9. júlí 2009, 190. dagur ársins. 3.24 13.33 23.39 2.32 13.18 0.00 Ég skal vera jákvæði gæinn í dag. Ekki veitir af. ALVEG er það nú magnað hvað Ísland er stórkostlegt land. Það er ekki glæta að ég skammist mín fyrir að vera héðan þó að nokkrir apar hafi fengið of lengi að henda skít úr búrunum sínum. Ég er búinn að þvælast dálítið um undanfarnar vikur og velta fyrir mér í hverju aðdráttaraflið felst. Í FYRSTA lagi er það auðvitað landið sjálft, landslagið. Að dorma í lyngbrekku við fuglasöng og stór- fenglegt útsýni, eins og til dæmis í Þórsmörk, einum alfallegasta bletti heimsins, er engu líkt. Sú upplifun verður aldrei metin til jafn ómerki- legs fyrirbæris og fjár. Andstæð- urnar og fjölbreytnin hér finnast eiginlega hvergi annars staðar á hnettinum. VIÐ BÚUM í konfektkassa og sitj- um ofan á matarkistu. Hér er allt vaðandi í frábæru hráefni sem mætti nýta miklu betur. Af hverju er til dæmis engin fiskbúð á Akur- eyri? Í hvaða smábúð sem er á Spáni er betra kjöt- og fiskborð en í búðum hér. Hvar eru búðirnar sem selja vörur beint frá bændum? HVERGI fær maður betri ís en á Íslandi. Heimagerðan ís beint af beljunni má nú fá á þremur bæjum á landinu, á Erpsstöðum við Búðar- dal, Brunnhóli við Hornafjörð en lengst er Holtasels-ísinn í Eyjafirði kominn í vöruþróuninni. Það líður varla sá dagur að ég hugsi ekki slef- andi um bláberjaskyrísinn sem ég fékk þar. Á ÍSLANDI eru bestu sundlaugar í heimi. Sú nýjasta er á Álftanesi og er enn ein snilldarlaugin á land- inu. Hvað þarf meira en að komast í sund og borða ís? Og liggja í kon- fektkassanáttúru þess á milli? VEÐRIÐ já. Ég gleymdi því. Í vondu veðri kemur fjórða aðdráttaraflið sterkt inn: Skrítið fólk. Sem betur fer er fullt af skrítnu fólki á Íslandi til að brjóta upp gráa meðalmennsk- una. „Venjulegt“ fólk fer langar leiðir til að upplifa „öðruvísi“ fólk. Við Arnarfjörð lokkar Selárdalur með sína gengnu furðufugla, Gísla og Samúel. Á Bíldudal er frábært tónlistarsafn meistara Jóns Kr. Á Patreksfirði eru eldhugar að drífa upp hið frábæra Sjóræningjasafn. Í Eyjafirði er smámunasafn Sverr- is Hermannssonar og Safnasafnið með sínum ótal afbrigðum af sér- visku. ÞETTA mun rífa okkur upp úr þynnkunni. Það getur ekki klikk- að. Aðdráttarafl Íslands Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Hvar er þín auglýsing? 34% 74% H E I L S U R Ú M FJÖLSTILLANLEG HÁGÆÐA AMERÍSK HEILSURÚM Á 30% AFSLÆTTI! S-CAPE Fjölstillanlegt amerískt heilsurúm með hágæða heilsudýnu (2x97x203) Verð frá 821.114 kr. Verð nú frá 574.480 kr. WALLHUGGER Fjölstillanlegt amerískt heilsurúm með hágæða heilsudýnu (2x97x203) Verð frá 676.114 kr. Verð nú frá 473.279 kr. ÞRÝSTIJÖFNUNAR-SVAMPSRÚM (Queen size 153x203) Verð frá 165.500 kr. Verð nú frá 115.850 kr. Rekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 30% AFSLÁTTUR! ÞRÝSTIJÖFNUNAR A R G H ! 0 6 0 9 SVAMPSRÚM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.