Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 09.07.2009, Blaðsíða 42
30 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Svo virðist sem nýjasta tískan í Hollywood séu kvikmyndir og sjón- varpsþættir frá níunda áratugnum. Nýlega var tilkynnt að gera ætti kvikmynd eftir sjónvarpsþáttunum The A-Team og í vikunni varð ljóst að lögregluhetjan T.J. Hooker myndi rata á hvíta tjaldið. Aðdáendur Strandvarðanna eða Bay-watch ættu síðan að halda niðri í sér andanum því Paramount- kvikmyndaverið hefur fengið handritshöfundinn Jer- emy Garelick til að skrifa handrit eftir sjónvarpsþátt- unum þar sem fáklæddir og stæltir strandverðir trylltu karl- og kvenþjóð heims með hægum hlaupaatriðum eftir strandlengjunni í rauð- um sundfötum, svo ekki sé minnst á björg- unarhringina góðu. Garelick þessi hefur náð nokkrum frama í kvikmyndaborginni enda er hann maður- inn á bak við handritið að kvikmyndinni The Hangover sem nú hefur skilað nokkr- um milljörðum dala í gróða. Forstjóri Paramount, Adam Goodman, er síðan mik- ill aðdáandi Baywatch og tók verkefnið með sér frá Dream Works. Hann vildi ólmur nýta sér krafta Garelicks til að koma hugmyndinni á koppinn og því gætu nýjar Pamelur, Yasmine Bleeth og Tracy Bingham litið dagsins ljós áður en langt um líður, svo ekki sé talað um nýjan David Hasselhoff, enda ólíklegt að sá gamli fái að endurtaka hlutverk sitt. Garelick hefur hins vegar viðurkennt í sam- tölum við fjölmiðla að hann hafi ekki séð einn einasta Baywatch-þátt, og mönnum þykir það nokkuð djörf yfirlýsing. „Þarna er hins vegar komið tækifæri til að heiðra mitt eftirlætisgrín; Police Academy og Stripes,“ sagði Garelick. við Variety. Grín og gaman fékk algjör- lega nýja ásjónu með kvik- myndinni Borat þar sem Sacha Baron Cohen brá sér í líki sjónvarpsmannsins frá Kasakstan. Sacha Baron er mættur aftur en nú sem austurríska tískugúrúið Brüno. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahús- um um helgina. Söguþráðurinn í Brüno er ósköp einfaldur. Tískugúrúið heldur því fram, fullum fetum, að hann sé vinsælasti sjónvarpsmaðurinn í hinum þýskumælandi heimi, það er að segja fyrir utan Þýskaland. Hann á sér stóra drauma, meðal annars að verða frægasti Austur- ríkismaðurinn síðan Adolf Hitler var og hét og í þeim erindagjörð- um heldur hann í mikinn leiðangur til að sigra heiminn. Sacha Baron byrjaði að þróa þennan húmor í kringum The Ali G Show þar sem bæði Borat og Brüno birtust í fyrsta skipti. Þætt- irnir voru sýndir á RÚV og virðast hafa haft töluverð áhrif sem birt- ist hvað skýrast á Skjá einum þar sem persónur á borð við Frímann Gunnarsson, Johnny National og Silvíu Nótt fóru á kostum. Þegar sjónvarpsformið hafði gengið sér til húðar hjá Sacha snéri hann sér að hvíta tjaldinu. Fyrst- ur á dagskránni var höfuðpaurinn Ali G. Myndin náði ekki tilætluð- um hæðum þrátt fyrir miklar vin- sældir sjónvarpsþáttarins en hún reyndist ágætis æfing fyrir kvik- myndina Borat. Sacha sýndi þar að hann hafði náð nokkuð góðum tökum á formi sem kallast mocku- mentary. Honum fórst verkefnið svo vel úr hendi að viðmælendur hans grunaði aldrei að Borat væri grínari frá Bretlandi heldur trúðu þeir því, heitt og innilega, að hann væri fáfróður útlendingur frá van- þróuðu landi. Viðtökurnar við Brüno hafa verið nokkuð góðar þótt hugmynd- in sé sú sama og bak við Ali G og Borat; að koma fólki inn í aðstæð- ur sem það hefði aldrei komið sér út í af fúsum og frjálsum vilja og kalla fram viðbrögð sem það myndi aldrei sýna á venjulegum degi. Sacha virðist hins vegar hafa náð fullkomnu valdi á þessari list þótt sú fullkomnun krefjist þess að hann sé í hlutverkinu allan sólar- hringinn, nánast samfleytt í þrjá mánuði, og hafi á stundum stofnað lífi sínu í mikla hættu. Það er þó ekki eintómur hallel- úja-kór í kringum Sacha Baron. Sumir halda því fram að hann hafi gengið einum of langt í Brüno. Samtök samkynhneigðra í Bandaríkjunum hafa þannig lýst því yfir að kvikmyndin geti sett strik í áralanga baráttu homma. Hún stuðli að því að hommar verði aftur að einhverjum steríó-týpum í augum almennings. Sacha Baron hefur ekki getað svarað fyrir þær ásakanir enda er hann enn fast- ur í hlutverki Brüno og verður það eitthvað fram eftir ári. Hann hefur reyndar haft það til siðs að tjá sig ekki um kvikmyndir sínar þegar þær hafa verið frumsýnd- ar enda hafi hann lítið með mynd- irnar að gera; þær séu verk Ali G, Borats eða Brüno. Brjálæðið í kringum Brüno Framhaldsmyndin Transformers: Revenge of the Fallen stóðst áhlaup frá bæði risaeðlum og Dilling- er. Myndin hefur nú verið á toppi vinsældalistans í Bandaríkjunum í þrjá vikur, þrátt fyrir að aðsókn- in hefði hrapað um 62 prósent á milli vikna. Hvort gáfulegar deilur Michaels Bay og Megan Fox hafi haft eitthvað um málið að segja er allsendis óvíst en Fox sendi leikstjóranum tóninn fyrir að láta leiklist- ina víkja fyrir tæknibrellum. Bay svaraði fyrir sig og bað Fox um að þroskast, hún skyldi þar að auki átta sig á því að hann ætti heiðurinn af ferli hennar. Í öðru sæti listans í Bandaríkjunum er síðan Ice Age: Dawn of the Dinosaurs en fyrri myndirnar tvær nutu gríðarlegra vinsælda. Myndin var frum- sýnd í síðustu viku en fíllinn Manny hafði ekki roð í Optimus Prime. Það hafði heldur ekki John Dillinger eða Johnny Depp í Public Enemies sem leikstýrt er af Michael Mann. Kannski var hugsunin heldur aldrei að ná toppsætinu þótt varla sé þverfótað fyrir stjörnum í myndinni og slíkt hefur alltaf þótt líklegt til vin- sælda. Depp hefur fengið prýðilega dóma fyrir frammistöðu sína í myndinni og gagnrýnendur hafa tekið þessu verki Manns opnum örmum. Enda hefur leikstjórinn alltaf verið í hávegum hafður á þeim bænum. The Proposal með Söndru Bullock hirti fjórða sætið en í því fimmta er The Hangover, einhver óvæntasti grínsmellur síðari ára. Transformers stóðst áhlaupið EKKERT SKÁKAR FOX Transformers sitja enn á toppnum í Bandaríkjunum þrátt fyrir að aðsóknin hafi hrunið um 62 prósent á milli vikna. Samkvæmt vef kvikmyndatímaritsins Empire er George Clooney sagður vera áhugasamur um að taka að sér hlutverk leyniþjónustumannsins Jack Ryan. Ryan þessi er þekktasta per- sóna bandaríska rithöfundarins Tom Clancy og hefur svo sem áður birst á hvíta tjaldinu í líki Alecs Baldwin, Harrisons Ford og nú síðast Bens Affleck í Sum of All Fears. Clooney hefur komið áhuga sínum á framfæri við Paramount- kvikmyndaverið en kvikmynda- áhugamenn hafa verið nokkuð undr- andi á því af hverju ekki hafi verið gerðar fleiri kvikmyndir um Ryan í ljósi vinsælda fyrirrennaranna. Þá skrifar blaðamaður Empire að Para- mount-menn ættu að hysja upp um sig buxurnar, fá mann til að skrifa handrit- ið og hefjast handa sem fyrst með Cloon- ey innanborðs enda sé hann tilvalinn í hlutverkið. Paramount ku þó hafa verið á höttun- um eftir yngri leikara til að reyna sig við Ryan en sú leit hefur engan árangur borið. Aðkoma Clooney gæti reynst gulls ígildi enda hefur leikarinn sýnt og sann- að að hann er nokkuð örugg fjárfesting þegar kemur að því að telja krónurn- ar í kassanum. Clooney orðaður við Jack Ryan Í FÓTSPOR FORD George Cloon- ey hefur lýst yfir áhuga sínum á að leika Jack Ryan, eina þekkt- ustu persónu Tom Clancy. > DRAUMABYRJUN Rupert Saunders, fremur óþekktur leikstjóri, gæti fengið draumabyrj- un á ferli sínum því Leonardo DiCaprio og Ridley Scott hafa áhuga á að fá hann til að leik- stýra kvikmyndinni The Low Dweller sem þeir eru að vinna að saman. Saunders hefur getið sér gott orð fyrir auglýs- ingar sínar en ætlar að reyna fyrir sér á stóra sviðinu með engum smá köppum. Skriður kominn á Baywatch-myndina OF LANGT GENGIÐ? Mörgum þótti Borat vera á mörkum þess að vera fyndið eða hreinlega móðgandi og fordóma- fullt. Sennilega var það þess vegna sem svo margir sprungu úr hlátri. Brüno þykir ganga enn lengra og einhverjir óttast að myndin setji jafnvel strik í áralanga ímyndar- baráttu homma í Bandaríkjunum. Á HVÍTA TJALDIÐ David Hasselhoff og vinir í Bayw- atch verða loks að kvikmynd. Handritshöfundurinn Jeremy Garelick mun leikstýra kvikmyndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.