Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 2
2 1. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík-
ur hefur úrskurðað Björgólf Guð-
mundsson gjaldþrota. Björgólfur
fór sjálfur fram á að bú hans yrði
tekið til gjaldþrotaskipta, vegna
þess að hann telur sig ekki færan
um að greiða eigin skuldir.
Björgólfur er annar íslenski
auðmaðurinn sem úrskurðaður er
gjaldþrota eftir bankahrunið. Sá
fyrsti var fyrrverandi viðskiptafé-
lagi Björgólfs, Magnús Þorsteins-
son. Gjaldþrot Magnúsar nam um
930 milljónum króna og var þá
stærsta gjaldþrot einstaklings í
Íslandssögunni. Gjaldþrot Björgólfs
er ríflega hundrað sinnum stærra.
Björgólfur segir í yfirlýsingu
að eignir hans og fyrirtækja sem
hann átti verulegan hlut í hafi verið
minnst 143 milljarðar króna í árs-
byrjun 2008. Þar af hafi 81 millj-
arður verið í Landsbankanum, 28
milljarðar í Straumi-Burðarási,
sextán milljarðar í Eimskipafélag-
inu og fimmtán milljarðar í knatt-
spyrnufélaginu West Ham.
Eftir hrunið átti Björgólfur
sama og ekkert eftir. Ríkið yfir-
tók Landsbankann, og skömmu
áður hafði hlutafé Fjárfestingar-
félagsins Grettis í Icelandic Group
verið afskrifað. Auk þess var hluta-
fé í Eimskipafélaginu fært niður í
samræmi við fallandi markaðs-
gengi. Ríkið tók einnig yfir Straum-
Burðarás og hlutafé í Árvakri var
afskrifað. Þá var West Ham tekið
yfir af félagi í eigu Straums-Burða-
ráss.
„Eignir mínar og félaga mér
tengdum hafa því rýrnað um nærri
143.000.000.000 kr. frá því í byrjun
árs 2008,“ segir í yfirlýsingunni.
Björgólfur var í persónulegri
ábyrgð fyrir miklar skuldir, sem
alls nema um 96 milljörðum króna.
Endanleg upphæð þessara persónu-
legu ábyrgða veltur á því hversu
mikið greiðist upp í kröfur félaga
sem eru í gjaldþrotameðferð.
Einhverjar skuldir Björgólfs
eldri falla á son hans, Björgólf Thor
Björgólfsson, við gjaldþrotið vegna
sameiginlegrar ábyrgðar þeirra.
Meðal þeirra er um sex milljarða
skuld þeirra við Kaupþing vegna
kaupa á Landsbankanum á sínum
tíma. Ásgeir Friðgeirsson, talsmað-
ur feðganna, sagðist í samtali við
Fréttablaðið ekki vita hversu mikið
félli á Björgólf Thor, en það væri þó
ekki stór hluti skulda Björgólfs.
stigur@frettabladid.is
Jóhann, söngstu ekki bara
Don‘t Try to Fool Me? fyrir
Bylgjumennina?
„Nei, ég efast um að það hefði
komist í gegn. Það hefði líklega
þurft marga fundi.“
Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmaður
segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum
við Bylgjuna, því nýja lagið hans, Taktu
þér tíma, verður ekki sett í spilun á stöð-
inni. Jóhann samdi einnig lagið Don‘t Try
to Fool Me, eitt vinsælasta lag íslenskrar
dægurlagasögu.
EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin hefur
samþykkt áætlun um afnám gjald-
eyrishafta í áföngum. Í upphafi
verður höftum af öllu innstreymi
erlends gjaldeyris vegna nýrrar
fjárfestingar aflétt.
Ingólfur Bender, forstöðumaður
greiningardeildar Íslandsbanka,
segir þetta jákvætt skref. „Það er
óljóst hve margir aðilar munu bíða
eftir því að komast inn í hagkerfi
sem ekki er hægt að komast út úr.“
Ingólfur er hæfilega bjartsýnn á
að mikið fjármagn muni koma inn
til landsins eftir að innstreymi
fjármagns verður leyft. „Það mun
ekkert flóð af fjármagni streyma
til landsins við þessa ráðstöfun.“
Hann segir þetta þó jákvætt skref
enda geti höft ekki haldið til lengri
tíma.
Ingólfur reiknar ekki með mikl-
um áhrifum á gengi krónunnar og
það kæmi honum á óvart ef svo
yrði. Óljóst sé hins vegar fyrir-
fram hvaða áhrif afnám haftanna
muni hafa, enda eigi eftir að greina
nánar frá því með hvaða móti þau
verða afnumin.
Samkvæmt tilkynningu frá
Seðlabanka Íslands segir að skil-
yrði þess að heimilt verði að flytja
fjármunina til landsins sé að fjár-
festingin sé skráð hjá Seðlabanka
Íslands. Áætlað er að áhrif þessa
fyrsta áfanga á gjaldeyrisforðann
verði jákvæð eða lítil. Miðviku-
daginn 5. ágúst mun Seðlabank-
inn kynna nánar einstaka áfanga
áætlunarinnar. - bþa
Höft á innstreymi fjármagns afnumin samkvæmt áætlun Seðlabanka Íslands:
Ekkert fjármagnsflóð á leiðinni
AFNÁM GJALDEYRISHAFTA
Ingólfur Bender telur ólíklegt að afnám
á innstreymi fjármagns hafi mikil áhrif á
gengi krónunnar.
EFNAHAGSMÁL „Ég óttast að þetta
fæli kröfuhafana frá því að verða
eigendur að bönkunum. Það er erf-
itt að ætla að verða eigandi banka
þegar þú veist ekki hver aðkoma
stjórnvalda er að bankakerfinu,“
segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti
ASÍ, um frestun Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins (AGS) á lánveitingu til
Íslands.
AGS mun ekki taka endurskoð-
un efnahagsáætlunar Íslands fyrir
áður en hann fer í tveggja vikna frí
7. ágúst. Ljúka á endurfjármögnun
bankanna fyrir 14. ágúst og gefa
kröfuhöfum Glitnis og Kaupþings
kost á að eignast þá.
„Það er ekki hægt að ganga frá
endurfjármögnun bankanna á
meðan þetta er svona. Þetta er hið
versta mál og ég hef þungar áhyggj-
ur af þessu,“ segir Gylfi. Nú eru um
16 þúsund manns atvinnulausir og
óttast Gylfi að fyrirtæki þurfi að
fækka starfsmönnum enn frekar.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, vonar að frestunin hafi ekki
neikvæð áhrif á afstöðu kröfuhafa.
„Ef AGS hefði klárað málið hefðu
það verið jákvæðar fréttir og hver
góð frétt eykur líkurnar á þeirri
næstu.“
Margt hangir saman til þess að
hægt sé að koma af stað eðlilegu
fjárflæði milli Íslands og annarra
landa og hækka þar með gengi
krónunnar, að mati Vilhjálms.
Styrkja þarf lánshæfismat lands-
ins og Landsvirkjunar og orku-
fyrirtækjanna. Einnig afnám gjald-
eyrishafta. - vsp
Forystumenn atvinnulífsins hafa áhyggjur af frestun fyrirtöku AGS:
Gæti fælt kröfuhafa frá bönkunum
VILHJÁLMUR
EGILSSON
GYLFI
ARNBJÖRNSSON
VERSLUN „Salan hjá okkur í vik-
unni hefur líklega verið ívið
minni en á sama tíma í fyrra,
en þar munar ekki miklu,“ segir
Sigrún Ósk Sigurðardóttir,
aðstoðar-forstjóri ÁTVR. Mikið
var að gera í verslunum ÁTVR í
gær eins og endranær á föstu-
degi fyrir verlunarmannahelgi.
Sigrún segir minni sölu
vikunnar að öllum líkindum
skýrast af því að í fyrra var 31.
júlí á fimmtudegi, en á föstu-
degi í ár.
Á síðasta ári seldust tæp-
lega 800 þúsund lítrar af áfengi
í ÁTVR á föstudeginum fyrir
mestu ferðahelgi ársins. - kg
Sala ÁTVR fyrir ferðahelgi:
Ívið minni sala
en á síðasta ári
Hundrað milljarða
gjaldþrot Björgólfs
Björgólfur Guðmundsson hefur verið úrskurðaður gjaldþrota að eigin ósk. Hann
skuldar persónulega 96 milljarða króna. Eignir hans rýrnuðu um 143 milljarða
frá ársbyrjun 2008. Ég horfi fram á nær algeran tekjumissi, segir Björgólfur.
VIÐSKIPTAVELDIÐ FARIÐ Björgólfur Guðmundsson segir í yfirlýsingunni að ljóst
megi vera að eignir hans hafi ekki aðeins rýrnað heldur horfi hann fram á nær
algeran tekjumissi enda starfi hann ekki lengur hjá félögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Björgólfur hefur verið afar umsvifa-
mikill í íslensku viðskiptalífi síðan
hann kom heim frá Rússlandi um
aldamót og keypti ráðandi hlut í
Landsbankanum ásamt syni sínum
og Magnúsi Þorsteinssyni. Eftirtalin
félög eru meðal þeirra sem hann
hefur átt stóran hluta í:
■ Landsbankinn
■ Eimskipafélagið
■ Árvakur
■ Edda útgáfa
■ Icelandic Group (áður
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna)
■ Straumur-Burðarás
■ Knattspyrnufélagið West Ham
UMSVIFAMIKILL AUÐJÖFUR
ALÞINGI Þingfundum á Alþingi
hefur verið frestað til mánudags-
ins 10. ágúst.
Áður hafði verið áætlað að
þingfundur hæfist á ný eftir
verslunarmannahelgi. Þess í stað
verður fundað í nefndum í næstu
viku.
Meginástæða frestunarinnar
er álit Hagfræðistofnunar vegna
Icesave-samkomulagsins, en álit-
ið mun ekki berast fjárlaganefnd
fyrr en á þriðjudag. Líklegt er
því að nefndarálit verði ekki til-
búin fyrr en í lok næstu viku.
Vonast er til þess að hægt verði
að hefja umræðu um Icesave
mánudaginn 10. ágúst. - þeb
Nefndarfundir í næstu viku:
Þingfundi
frestað um viku
MENNING Handrit Árna Magnús-
sonar eru meðal 35 rita og rit-
safna sem var í gær bætt á
varðveisluskrá UNESCO, menn-
ingarmálastofnunar Sameinuðu
þjóðanna.
Handritin eru sögð vera ómetan-
leg heimild um sögu og menningu
Norðurlandanna og stórs hluta
Evrópulandanna á miðöldum,
endurreisnartímanum og byrjun
nýaldar. Þá er sagt að í safninu sé
að finna mörg dæmi um hina ein-
stöku íslensku sagnahefð.
Meðal annarra rita sem bætt
var á skrána í gær eru dagbækur
Önnu Frank og Magna Carta. - þeb
Handrit Árna Magnússonar:
Á varðveislu-
skrá UNESCO
VIÐSKIPTI Hægt er að nálgast upp-
lýsingar um stærstu lánþega
Kaupþings í september 2008 á
vefsíðunni www.wikileaks.org.
Frá þessu var greint í kvöldfrétt-
um Ríkissjónvarpsins.
Á vefsíðunni má jafnframt sjá
tölvupóst frá skilanefnd Kaup-
þings þar sem forsvarsmönnum
vefsíðunnar er hótað málsókn
fjarlægi þeir gögnin ekki af vef-
síðunni. Þeir hafa ekki orðið við
ósk skilanefndarinnar.
Samkvæmt lánabókinni var
Exista stærsti lánþegi bankans
með um 627 milljónir evrur í lán.
Lán til Bakkabræðra Holding,
félags Lýðs og Ágústs Guðmunds-
sonar, nam 252 milljónum evra.
-bþa
Upplýsingar um lán á netinu:
Lánabók Kaup-
þings lekið
FÓLK Mikill fjöldi fólks er nú
samankominn á þjóðhátíð í Vest-
mannaeyjum. Stöðugur straumur
fólks hefur verið í Heimaey síð-
ustu daga. Hátíðin var sett í gær í
blíðskaparveðri.
Að sögn lögreglu hefur hátíðin
farið vel fram að mestu leyti.
Nokkuð hefur verið um smávægi-
lega pústra og ölvun og ein
líkamsárás hafði verið kærð í
gærkvöldi. - þeb
Fjöldi fólks í Eyjum:
Þjóðhátíð sett í
blíðskaparveðri
Umferð hefur gengið vel
Talsverð umferð var úr höfuðborginni
í gær. Umferðin þyngdist þegar líða
tók á daginn en minnkaði aftur um
kvöldmatarleyti. Mun meiri umferð
var í suðurátt en vesturátt.
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÞJÓÐHÁTÍÐ SETT Þjóðhátíðin var sett í
Herjólfsdal í gærdag í blíðskaparveðri.
MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
SPURNING DAGSINS