Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 34
18 1. ágúst 2009 LAUGARDAGUR STEFÁN STEFÁNSSON SKÓLAMEIST- ARI VAR FÆDDUR ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1863. „Vinnumaðurinn og ráðherr- ann eru jafn virðingarverðir ef þeir standa vel og trúlega í stöðu sinni.“ Stefán var þingmaður Skagfirð- inga og skólameistari Gagn- fræðaskólans á Akureyri. Einnig var hann náttúrufræðingur og hvatamaður að stofnun hins Ís- lenska náttúrufræðifélags. Rit- aði m.a. Flóru Íslands, fyrstu bókina um íslenskar plöntur. Opnað var talsímasamband við útlönd þennan dag árið 1935 en frá 1906 hafði einung- is verið ritsímasam- band. Fyrsta símtalið var samtal Kristjáns kon- ungs tíunda í Dan- mörku og Hermanns Jónassonar forsætis- ráðherra. Fyrstur tal- aði konungur nokk- ur orð og Hermann svaraði honum með stuttri ræðu bæði á dönsku og íslensku. Síðan hélt Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra stutta ræðu á dönsku en Friis-Skotte, samgönguráð- herra Dana, svaraði honum. Því næst talaði Guðmundur Hlíðdal landssímastjóri og Wilhelmsen, settur póst-og síma- málastjóri, svaraði honum. Að þessari athöfn lokinni var opnað talsamband við London með því að G.C. Tryon, póst- og símamálastjóri Bretlands, hélt ræðu sem Eysteinn Jóns- son svaraði. Síðan talaði Stanhope jarl alllengi fyrir hönd utanríkisráð- herra Bretlands og Hermann Jónasson svaraði ræðu hans. Heimild/Öldin okkar ÞETTA GERÐIST: 1. ÁGÚST 1935 Talsamband við útlönd Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru, Málfríðar Rannveigar Oktavíu Einarsdóttir frá Lækjarbakka, Tálknafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu v/Kleppsveg og séra Bjarna Karlssonar. Herbert Guðbrandsson Olga Herbertsdóttir Ásgeir Kristinsson Jón Herbertsson Sævar Herbertsson Dagný Bjarkadóttir Einar Herbertsson Freyja Benediktsdóttir Ómar Herbertsson Margrét Hermannsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Þorbjargar Eggertsdóttur frá Neðri-Dal, V-Eyjafjöllum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kirkjuhvols fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ingvar Ingólfsson Helga Fjóla Guðnadóttir Lilja Ingólfsdóttir Viggó Pálsson Þórhallur Guðjónsson Tryggvi Ingólfsson Elísabet Andrésdóttir Ásta Gréta Björnsdóttir Kjell Arne Alvestad barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Áslaug Árnadóttir frá Brekku, Dýrafirði, síðast til heimilis að Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum laugardaginn 18. júlí sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Ásrún Sólveig Leifsdóttir Einar Gunnarsson Þorbergur Steinn Leifsson Auðbjörg Ingvarsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær föðursystir okkar, Emilía Guðmundsdóttir frá Gnýstöðum, áður til heimilis að Snorrabraut 73, verður jarðsungin frá Digraneskirkju í Kópavogi mið- vikudaginn 5. ágúst kl. 13.00. Fyrir hönd ættingja, Sólveig Árnadóttir Aðalheiður Jóhannesdóttir Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jónas Guðlaugsson fv. rafveitustjóri, frá Guðnastöðum Austur-Landeyjum, Reykjavíkurvegi 52 b, Hafnarfirði, andaðist á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 30. júlí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 7. ágúst kl. 13.00. Dóróthea Stefánsdóttir Stefán Jónasson Sigurlaug Guðmundsdóttir Guðlaugur Jónasson Erla Bragadóttir Guðmundur Jónasson Ágústa Ólafsdóttir og barnabörn. Gömul verbúð í Ingólfsfirði á Strönd- um breytist í sýningarskála þessa helgi er átta listakonur setja þar upp sýninguna Lýðveldið við fjörðinn. Ein þeirra er Hlíf Ásgrímsdóttir sem var innt frétta af uppátækinu. „Hugsjón okkar vinkvennanna er sú að sýna á óhefðbundnum stöðum og því pass- aði Ingólfsfjörður vel. Hann var lengi einangraður en nú fær öllum bílum. Fyrsta sýningin okkar var í gömlu ullarverksmiðjunni á Álafossi 2004 í tilefni af 60 ára afmæli íslenska lýð- veldisins. Í vor sýndum við í heyhlöðu í Mývatnssveit og nú í verbúð sem reist var á síldarárunum þannig að allir tengjast staðirnir íslensku þjóð- lífi.“ Eins og fyrri sýningar hópsins er þessi hugsuð til að vekja fólk til um- hugsunar um lýðveldið Ísland að sögn Hlífar. „Á öllum sýningunum notum við liti íslenska fánans að einhverju leyti og atvinnuvegirnir koma við sögu ásamt umgengni okkar við landið. Við erum ekkert með hnefann á lofti en horfum samt gagnrýnum augum á ýmislegt,“ segir Hlíf og telur að þegar sjálfstæðisbaráttan hafi staðið sem hæst hafi listir og listamenn gegnt mikilvægu hlutverki við að efla sjálfs- ímynd þjóðarinnar. „Á 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins árið 2004 var hið séríslenska og þjóðlega hins vegar ekki áberandi í íslenskri myndlist, það var ekki í tísku. Svo kom hrunið og þá varð allt sem íslenskt er miklu meira á vörum fólks, en við höfðum verið að vinna með þetta þema í fjögur ár, hver á sinn hátt.“ Sem dæmi um lista- verk af fyrstu sýningunni nefnir Hlíf mynd af Austurvelli og frelsishetjunni Jóni Sigurðssyni. „Slík mynd minnir okkur á nýafstaðna búsáhaldabyltingu þannig að nú getur maður allt í einu vitnað í gamlar sýningar eins og ein- hver spámaður,“ segir hún hlæjandi. Sum listaverkin vinnur hópurinn út frá staðnum sem sýnt er á, að sögn Hlífar. En Ingólfsfjörður er í eyði mestan part ársins og á enda vegar. Því er hún spurð að lokum hvort hún eigi von á fjölmenni. „Ja, mér skilst að það sé fullt af ferðafólki að koma í Ingólfsfjörð,“ segir hún. Ég vona að það líti inn, ásamt fólkinu úr næstu sveitum.“ gun@frettabladid.is ÁTTA LISTAKONUR: OPNA SÝNINGU Í INGÓLFSFIRÐI Á STRÖNDUM Lýðveldið Ísland í aðalhlut- verki, umhverfið og sagan HLÍF ÁSGEIRSDÓTTIR „Á 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins árið 2004 var hið séríslenska og þjóðlega ekki áberandi í íslenskri myndlist, það var ekki í tísku. Svo kom hrunið og þá varð allt sem íslenskt er miklu meira á vörum fólks,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í INGÓLFSFIRÐI Verbúðin var reist þegar athafnalíf blómstraði við fjörðinn. timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs sambýlismanns míns, föður okkar, tengda- föður, stjúpföður, uppeldisföður, afa og langafa, Svavars Ottesen prentara og fyrrverandi bókaútgefanda. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Akureyrar og starfsfólki Kristnesspítala fyrir góða umönnun í veikindum hans. Sóley Halldórsdóttir Sölvi H. Matthíasson Ásta Ottesen Páll H. Jónsson Gunnlaug Ottesen Friðrik Diego Þórhallur Ottesen Margrét Jóhannsdóttir Kristín Ottesen Sigmundur Ásgeirsson Vilhelm Ottesen Jón Vilberg Harðarson Angkhana Sribang Rannveig Harðardóttir Guðbjörn Guðjónsson Ottó Hörður Guðmundsson Birna Jónsdóttir Sóley Magnúsdóttir Sævar Örn Þorsteinsson Halldór Magnússon Ása Huldrún Magnúsdóttir Gunnar Arason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Bergsteinn Georgsson lögmaður varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 30. júlí síðastliðinn. Fyrir hönd aðstandenda, Unnur Sverrisdóttir Sverrir Bergsteinsson Díanna Dúa Helgadóttir Unnur Ásta Bergsteinsdóttir Viktor Steinn Sverrisson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.