Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 6
6 1. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
ÍÞRÓTTIR „Þetta hefur verið ein allsherjar gargandi
snilld frá upphafi til enda. Við erum litla liðið sem
allir elska hérna í Kaupmannahöfn,“ segir Jón Þór
Þorleifsson, stjórnarmaður í Styrmi, íþróttafélagi
samkynhneigðra, og sundkappi. Íslenska sundliðið
sem lauk keppni á Outgames, eins konar Ólympíu-
leikum samkynhneigðra, í gær vann samtals átján
gullverðlaun, auk tvennra silfurverðlauna og
tvennra bronsverðlauna. Knattspyrnulið Styrmis
komst í átta liða úrslit mótsins.
Jón Þór er að vonum sáttur við árangurinn. „Við
erum mjög ánægð. Þetta sýnir fólki að samkyn-
hneigðir hafa á mörgu hæfileikaríku íþróttafólki
að skipa, og ekki síst á Íslandi. Árangurinn er líka
merkilegur í ljósi þess að við byrjuðum að æfa í
september á síðasta ári, og höfum því einungis haft
tíu mánuði til undirbúnings.“
Síðasti keppnisdagur Outgames var í gær. Gleð-
inni lýkur svo með lokaathöfn í dag, á Gay Pride-
degi Kaupmannahafnarbúa. „Við höfum beðið
nokkuð lengi með að djamma og því verður tekið
vel á því í kvöld,“ segir Jón Þór Þorleifsson.
- kg
Samkynhneigðir Íslendingar sáttir við árangurinn á Outgames í Kaupmannahöfn:
Erum litla liðið sem allir elska
MEÐ MEDALÍURNAR Sundlið Styrmis með verðlaunin, frá
vinstri: Julio César Leon Verdugo, Jón Þór Þorleifsson, Hafdís
Erla Hafsteinsdóttir, Jón Örvar Gestsson, Baldur Snær Jónsson.
VIÐSKIPTI Vöruskiptajöfnuður
var jákvæður um 33 milljarða á
fyrstu sex mánuðum ársins. Á
sama tíma árið 2008 var hann
neikvæður um 37,8 milljarða.
Er því bæting um 70,8 milljarða
milli ára.
Í júní voru vöruskiptin hagstæð
um 8,7 milljarða króna en á sama
tíma voru þau óhagstæð um 3,4
milljarða króna.
Sjávarafurðir voru 44,8 pró-
sent alls útflutnings og iðnaðar-
vörur voru um 48,4 prósent.
Þrátt fyrir viðskiptaafgang,
öfugt við viðskiptahalla undan-
farinna ára, hefur verðmæti
útfluttra vara rýrnað. Rýrnun
verðmætis sjávarafurða er 17,1
prósent og 30,2 prósent í iðnaðar-
vörum. Mestur samdráttur var í
áli. - vsp
Vöruskiptajöfnuður jákvæður:
Samdráttur
mestur í álinu
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.IS
/O
R
K
4
63
11
0
7/
09
• Orkuveitan niðurgreiðir vatn til sundlauganna í Reykjavík. www.or.is
Ganga
um Hengils-
svæðið
Mánudaginn 3. ágúst verður farin
gönguferð um Engidal á Hengilssvæðinu.
Rifjaðar verða upp sögur af útilegumönn-
um á þessu svæði. Gangan er létt og
tekur u.þ.b. fjórar klukkustundir. Mæting í Hellisheiðarvirkjun klukkan
13:00. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Leiðsögumaður er Hans
Benjamínsson, kynningarfulltrúi Hellisheiðarvirkjunar. Upplýsingar um
gönguleiðir á Hengilssvæðinu eru á vef OR, www.or.is/ganga.
Óska eftir að kaupa
íslensk enskt lingapon
tungumála námskeið.
Sem er útgefi ð árið 1977 eða síðar.
En útgáfuárið er auðfundið í bókum sem fylgja.
Upplýsingar í síma 865 7013.
Ég borga 25.000 kr. fyrir námskeiðið
SJÁVARÚTVEGUR Til eflingar
sjávarbyggðum verður 3.885
tonnum úthlutað til byggðakvóta.
Byggðakvótinn verður því ekki
skertur að hluta eins og ráð var
gert fyrir. Þetta kemur fram í
reglugerð sem Jón Bjarnason
sjávarútvegsráðherra undirritaði
á fimmtudag.
Ráðherrann undirritaði tvær
aðrar reglugerðir fyrir næsta
fiskveiðiár. Í annarri er mælt
fyrir um að úthlutun til skel- og
rækjubáta verði óbreytt á næsta
fiskveiðiári en sú grein hefur
orðið fyrir talsverðri skerðingu
undanfarið. Í hinni reglugerð-
inni er mælt fyrir um að 500
tonnum af ýsu verði ráðstafað
til línuívilnunar umfram síðasta
ár. Samtals nema heimildirnar
10.473 þorskígildislestum. - vsp
Reglugerðir fyrir næsta ár:
Byggðakvótinn
ekki skertur
PARÍS, AP Um sextíu manna áhöfn
á bandarísku farþegaskipi sem
siglir um Karíbahafið hefur
verið greind með svínaflensu.
Þeim er haldið í klefum sínum á
meðan skipið liggur við franska
höfn.
Þetta kom fram í máli Gerald-
ine Souiler, talsmanns yfirvalda
í héraðinu Villefranche-sur-
Mer, þar sem skipið liggur við
bryggju. Talið er að allt að sjötíu
aðrir starfsmenn skipsins hafi
einkenni svínaflensunnar.
Nokkrir úr áhöfninni sýndu
einkenni flensunnar áður en
skipið lagði úr höfn frá Barce-
lona á Spáni fyrr í vikunni. - kg
Sextíu starfsmenn sýktir:
Svínaflensa á
farþegaskipi
NOREGUR Verulegt magn af olíu
hefur lekið úr kínverska flutn-
ingaskipinu Full City, sem
strandaði við suðurströnd Nor-
egs snemma í fyrrinótt. Síðar um
nóttina sökk norskt flutningaskip
við suðvesturströnd Svíþjóðar og
er sex manna úr áhöfn þess sakn-
að.
Óttast er að olíulekinn úr kín-
verska skipinu valdi miklum
skaða á lífríkinu við ströndina, en
skipið strandaði við Langasund.
Fuglalíf á þessum slóðum er í
hættu og fljótlega fundust marg-
ir fuglar fastir í olíunni. Áhöfn
skipsins vann að því ásamt björg-
unarfólki að hreinsa olíu úr sjón-
um, en ekki var ljóst í gær hve vel
myndi takast til með það.
Almenningur var beðinn um að
forðast ströndina þar til ljóst verð-
ur hve skaðinn er mikill. „Tími
strandbaða er liðinn í Krókshöfn
og Steinvík þetta árið,“ hafði
norska dagblaðið Aftenposten
eftir Jon Pieter Flølo, talsmanni
Þelamerkursýslu, á vefsíðum
sínum í gær.
Tuttugu og þriggja manna
áhöfn skipsins slapp heilu og
höldnu. Skipið er skráð í Panama
en í eigu Kínverja og áhöfnin er að
mestu skipuð Kínverjum. Meira
en þúsund tonn af olíu voru í elds-
neytistönkum skipsins en ekki er
ljóst hve stór hluti hennar lak út
í hafið.
Á vefsíðum norska dagblaðsins
Aftenposten er fullyrt að á tíma-
bili hafi hreinlega rignt olíu við
ströndina, því hvassviðrið hafi
þeytt henni á loft langar leiðir.
Norska skipið Langeland sökk
í Kosterfirði við Svíþjóð, skammt
frá landamærum Noregs. Bæði
sjóslysin urðu því á svipuðum
slóðum með fárra klukkustunda
millibili, en mikið hvassviðri
geisaði þarna í fyrrinótt.
Áhöfnin er að mestu rússnesk
og var í gær gerð mikil leit að sex
manns úr áhöfninni sem taldir
voru af. Sex björgunarvesti, fleki
og brak úr skipinu fannst á floti
í hafinu.
Skipið er 2.500 tonn að þyngd og
70 metra langt. Það var á leiðinni
frá Karlshöfn í Svíþjóð til Moss
í Noregi og sendi frá sér neyðar-
merki klukkan sex í gærmorgun.
Á þessu svæði er dýptin til
botns á bilinu 50 til 200 metrar,
en það þótti of mikið dýpi til að
hægt væri með góðu móti að kafa
niður að skipinu til að kanna hvort
mennirnir sex hafi hugsanlega
verið á lífi í loftrými einhvers
staðar í skipinu.
gudsteinn@frettabladid.is
Mikill olíuleki við
suðurströnd Noregs
Tvö sjóslys urðu í hvassviðri í fyrrinótt suður af Oslóarfirði. Kínverskt flutninga-
skip strandaði við Langasund í Noregi og nokkru síðar sökk norskt flutninga-
skip í Kosterfirði við Svíþjóð. Sex manns úr áhöfn norska skipsins er saknað.
Á STRANDSTAÐ KÍNVERSKA SKIPSINS Flutningaskipið Full City sigldi í strand í hvass-
viðrinu og hefur verulegt magn af olíu lekið úr eldsneytistönkum þess.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
EFNAHAGSMÁL Algjör viðsnúning-
ur varð í rekstri ríkissjóðs á árinu
2008. Viðlíka hrun í afkomu ríkis-
sjóðs á sér tæpast hliðstæðu. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu frá
fjármálaráðuneytinu.
Tap af rekstri hins opinbera nam
216 milljörðum árið 2008 saman-
borið við 89 milljarða afgang árið
áður. Tekjur drógust saman um
14 prósent að raungildi og námu
472 milljörðum króna samanbor-
ið við 486 árið 2007. Gjöld ríkisins
hækkuðu um 290 milljarða úr 398
milljörðum árið 2007 í 688 millj-
arða árið 2008. Aukningin nemur
54 prósentum að raungildi.
Töluverðan hluta af hækkun
gjalda ríkisins má rekja til kostn-
aðar vegna hruns bankakerfisins. Í
desember yfirtók ríkissjóður veð-
lán fjármálafyrirtækja af Seðla-
banka Íslands og afskrifaði í kjöl-
farið umtalsverðan hluta þeirra.
Jafnframt afskrifaði ríkissjóð-
ur hluta af tryggingabréfum sem
útgefin höfðu verið af viðskipta-
bönkunum þremur Samanlögð
afskrift gjalda vegna bankahruns-
ins nam 237 milljörðum króna á
árinu 2008.
Heildarlántökur ríkisins námu
868 milljörðum króna, þar af 114
milljarðar erlendis. Afborganir af
teknum lánum námu 232 milljörð-
um. - bþa
Tap af rekstri ríkissjóðs nam 216 milljörðum árið 2008:
Alger viðsnúningur ríkissjóðs
GJÖLD AUKAST UM HELMING Tekjur
hins opinbera drógust saman um 14
milljarða á meðan gjöld jukust um 290
milljarða á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Tími strandbaða er liðinn
í Krókshöfn og Steinvík
þetta árið.
JON PIETER FLØLO
TALSMAÐUR ÞELAMERKURSÝSLU
Hefur þú verið handtekin(n)?
Já 24,6%
Nei 75,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur þú lagt fé í viðbótar-
lífeyrissparnað?
Segðu þína skoðun á vísir.is
KJÖRKASSINN