Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 14
14 1. ágúst 2009 LAUGARDAGUR J æja, séra Önundur. Eru helgarnar annasamar hjá sveitapresti? „Æ, ekki spyrja mig um þetta. Það kemur fyrir að verkefni safnast að manni þannig að maður kemst varla milli staða en þess á milli er rólegra.“ Eru Fljótshlíðarbúar kirkju- ræknir? „Um hábjargræðistímann getur verið býsna snúið að manna kór- ana í sveitakirkjum sem eðlilegt er. Einu sinni þegar ég var að koma frá messu í brakandi þerri mætti ég góðum bónda sem gjarn- an mætti og hafði orð á því að hann hefði vantað í kirkju þann daginn. Hann þagði stutta stund og sagði svo: „Ég var í smá vandræðum með þetta og velti því fyrir mér í morgun þegar ég varð veðurs vís- ari hvort færi nú betur á því að ég sæti í kirkjunni og hugsaði um heyskapinn eða sinnti heyskapnum og hugsaði um Guð.“ Svona fallega svara náttúrlega ekki nema snill- ingar sem hafa oft mætt í kirkju og lært af prestinum sínum. Dag- legu störfin og skyldurnar eru líka þjónusta við Guð þótt í öðru formi sé.“ Ertu oft með kirkjulegar athafn- ir utan dyra? „Allt helgihald þarf að auglýsa með fyrirvara og enginn rær á örugg mið í íslensku veðurfari en ég reyni að vera með eina úti- messu á sumri. Það eru hesta- mannamessur hér á Breiðabólstað og fólk kemur gjarnan ríðandi víðs vegar að úr héraðinu. Þá er setið í brekkunni fyrir neðan bæinn og ef ekki viðrar til þess eru hæg heima- tökin að flýja í kirkju. Það er vel mætt í þessar guðsþjónustur enda er gjarnan grillað á eftir og jafn- vel sungið. Menn leita eftir lifandi stundum sem eðlilegt er. Þetta er í fyrsta skipti sem ég messa í Þor- steinslundi en þar var vel mætt miðað við að það mígrigndi um morguninn. Minn organisti, Guð- jón Halldór Óskarsson, kom með ferðaharmóníum Þorgerðar Jónu Guðmundsdóttur tónlistarkennara, tengdamóður sinnar, og þetta varð ljómandi stund.“ Notarðu hjólið mikið til að fara á milli? „Nei, en mér þótti vel við hæfi að gera það þennan dag. Ég var reyndar á góðri leið með að valda umferðaröngþveiti í Hlíðinni því þegar menn sáu til mín leituðu bíl- arnir út um allan veg. Það var þó ekki ætlun mín.“ En þú hefur ekki farið á hjólinu inn í Mörk? „Nei, enda yfir vötn að fara og þá tók ég fjallajeppann til kostanna. Ég var að gifta danskt par sem pantaði athöfnina með tveggja mánaða fyrirvara. Pilturinn hafði verið á Kjartansstöðum í Flóa við tamningar í tæp tvö ár og eftir því sem brúðurin sagði sá hann ekkert nema Ísland fyrir sér sem brúðkaupsstað. Þetta fólk ræktar og temur íslenska hesta úti í Dan- mörku núna og gengur vel.“ Talaðir þú dönsku yfir þeim? „Já, já. Það voru um 30 danskir ættingjar þeirra og vinir viðstadd- ir og þeir fóru með faðirvorið með mér.“ Var veisla á eftir? „Það held ég að hljóti að vera. Ég var ekki þar því ég þurfti að hverfa til annarra verka. En þú mátt mjög gjarnan koma því að hvað ég var að segja í Þorsteins- lundi. Ég lagði út af Mattheusi 6: „Enginn getur þjónað tveimur herrum því annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og Mammon.“ Ég vitnaði líka til Lúthers þar sem hann segir Guð ráðleggja okkur að hafa ekki áhyggjur af því hvað við fáum og hvað við eigum að gera, heldur láta sig um áhyggjurnar. Hann muni veita okkur það sem við þörfnumst. Þannig er áhyggju- leysið manninum í blóð borið. Mað- urinn treystir náttúrunni fyrir gróandanum og Guði fyrir góðri uppskeru en um leið og uppsker- an er komin í hús og peningarnir á bankareikning þá varpar maður- inn umhyggju Guðs fyrir róða og hugsar: Nú verð ég að passa allt og þar með hefur Mammon stungið klóm áhyggna í manninn.“ Voru einhverjar sérstakar ástæður fyrir þessari predikun? „Efnahagsástandið gefur okkur fullt tilefni til að ræða málin á þessum nótum.“ Nú ert þú á frægum söguslóðum. Leggur þú út af Njálu í predikun- um þínum? „Ég nota stundum tilvitnanir í sög- una í útfararræður í sveitinni en predikanirnar leita í annan farveg. Þær eru meira samræður staðar og stundar. Kirkjunnar erindi á að vera við fólkið, um Guð og sköpun- arverkið og um lífið í þeim heimi sem við störfum og lifum í.“ Laugardagur í lífi sveitaprests Séra Önundur Björnsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð er klerkur sem setur lit á lífið. Síðasta laugardag sást til hans í hempunni á mótorhjóli á leið til guðsþjónustu í Þorsteinslundi og stuttu síðar að gifta í Álfakirkjunni í Þórsmörk. Hann lýsti gleði og amstri dagsins fyrir Gunnþóru Gunnarsdóttur, meðal annars umferðaröngþveitinu sem hann skapaði í Hlíðinni. VIÐ STYTTU SKÁLDSINS Séra Önundur tónar hina drottinlegu blessun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það er vel mætt í þessar guðs- þjónustur enda er gjarnan grillað á eftir og jafnvel sungið. Menn leita eftir lifandi stundum sem eðlilegt er. Á VEGAFÁKI Klerkurinn á þeysireið til messu. DANSKT BRÚÐKAUP Í ÁLFAKIRKJU Pilturinn sá ekkert nema Ísland fyrir sér sem brúðkaupsstað. Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferðir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.