Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 16
16 1. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
Nú finn ég
fiðringinn …
Þeir eru fáir Íslendingarnir sem ekki hafa brugðið sér á einhvers konar úti-
samkomu um verslunarmannahelgina á lífsleiðinni. Kjartan Guðmundsson
leit á nokkrar myndir af liðnum ferðahelgum og ferðaðist aftur í tímann.
SPILAÐ OG SUNGIÐ Árni Johnsen er órjúfanlegur hluti Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum ár hvert. Hér tekur hann lagið ásamt
aðstoðarmönnum sumarið 1994.
GLERHARÐIR GÆJAR Starfsfólk lögregluembætta um allt land hefur nóg að gera um
mestu ferðahelgi ársins, til dæmis við að hella niður áfengi. Af myndinni að dæma
hafa eigendur guðaveiganna á Úlfljótsvatni árið 1978 blandað í Coca-Cola – í eins
lítra glerflöskum.
TÍMANNA TÁKN Sumarið 1987 voru risavaxin kassettutæki með því flottara sem
heimurinn hafði augum litið. Líklega hefur veðrið leikið við þessa sumarlegu ungu
menn sem skelltu sér í Húsafell um verslunarmannahelgina.
UPP MEÐ HENDUR, NIÐUR MEÐ BRÆKUR Í gegnum tíðina hefur verið vinsælt hjá ungu fólki að hafa með
sér á útisamkomur torkennilega hluti til að grínast með. Þessum vaska hópi, sem skemmti sér á Þjóðhátíð í
Vestmannaeyjum sumarið 1997, þótti greinilega óborganlegt að hafa klámblað og platbyssu meðferðis.
TÁP OG FJÖR OG SVALIR MENN Þessir tveir töffarar virðast ekki hafa dreypt á neinu sterkara en Panda
Lemonade, breskum gosdrykk, á útihátíðinni Rauðhettu sem haldin var að Úlfljótsvatni sumarið 1978.
UNGT OG LEIKUR SÉR Húfuklædd ungmenni bregða á leik á bindindismótinu í
Galtalæk árið 1989.
MEÐ LOPA SKAL LAND BYGGJA Vinsældir og áhrif hinnar rammíslensku lopapeysu sjást glögglega á þessum gestum útisamkomu
í Húsafelli sumarið 1976.
M
YN
D
IR
/LJÓ
SM
YN
D
A
SA
FN
R
EYK
JA
VÍKU
R