Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 1. ágúst 2009 Langar þig til að syngja í karlakór sem hefur mikinn metnað? Þá er hér tækifæri sem þú ættir að hugleiða. Karlakórinn Fóstbræður vill bæta við sig söngmönnum í allar raddir fyrir næsta starfsár (2009-2010) sem hefst í september nk. Þú þarft að hafa góða söngrödd og tónheyrn. Byrjendur fá þjálfun í raddbeitingu, samhljómi og að lesa/styðjast við nótur. Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur V. Snævarr í síma 898 7050, gsnaevarr@simnet.is. Fóstbræður er ein elsta tónlistarstofnun landsins og hefur starfað óslitið í hart nær hundrað ár. Kórinn hefur frá upphafi flutt metnaðarfull verkefni og sem dæmi komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í viðamiklum verkefnum. Fóstbræður hafa frumflutt ýmis stærri verk fyrir karlakóra og líka slegið á létta strengi t.d. sungið með Stuðmönnum og á sínum tíma voru 14 Fóstbræður mjög vinsælir. Fóstbræður hafa unnið til verðlauna í erlendum söngkeppnum og síðast hlaut kórinn gullverðlaun á tónlistarhátíð Musica Sacra í Pag. Í júlí 2008 sungu Fóstbræður á sumarlistahátíð í Vilnius með hinni þekktu Christophers Chamber Orchestra og aftur á Reykholtshátíð í júlí sl. Kórinn fer reglulega í söngferðir innanlands sem utan. STYRKIR VERÐA VEITTIR TIL BARNA Á ALDRINUM 6–16 ÁRA Ferðasjóður Vildarbarna er sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina félagsins til að gera langveikum börnum og fjölskyldum þeirra, og börnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna veikinda, kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna hefur gert yfir 200 börnum og fjölskyldum þeirra mögulegt að fara í ógleymanlega og uppbyggjandi fjölskylduferð. Verndari Vildarbarna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Umsóknarfresturinn er til 1. september 2009. Úthlutað verður úr sjóðnum fyrsta vetrardag 24. október 2009. Þeir umsækjendur sem ekki hafa fengið úthlutað úr sjóðnum áður ganga fyrir. + Umsóknareyðublöð eru á www.vildarborn.is UMSÓKNIR UM FERÐASTYRKI VILDARBARNA ICELANDAIR Í S L E N S K A S IA .I S I C E 4 10 16 02 /2 00 8 ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 68 99 0 8/ 09 M AD RID BARCELO NA PARÍS LONDON MANCHESTER GLASGOW MILAN AMSTERDAM MUNICH DÜSSELDORF FRANKFURT BERLIN COPENHAGEN STAVANGER OSLO STOCKHOLM HELSINKI HA LIF AX NE W Y OR K ORL AND O MINNE APOLIS – ST. PAUL SEAT TLE TORO NTO BO STO N BERGEN REYKJAVIK ICELAND Vildarbörn Icelandair HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 01. ágúst 2009 ➜ Tónleikar 19.00 Opnunarhátíð Hljóms FTN verður haldin á gamla Oddvitanum við Strandgötu á Akureyri. Fram koma hljómsveitirnar Dr. Spock, Disturbing boner, Buxnaskjónar, Akureyri! og Sui- cide Coffe. 21.00 Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari flytja verk eftir m.a. J.S. Bach, Lieber- mann og Atla Heimi Sveinsson á tón- leikum í Reykjahlíðarkirkju við Mývatn. 21.00 Ljótu hálfvitarnir verða í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum. ➜ Tónlistarhátíð Jack Live Summer festival á Dillon Rokkbar að Laugavegi 30. Í kvöld koma fram: Sing for me Sandra, Nögl, Bróðir Svartúlfs, Cosmic Call, Sólstafir og Brain Police. Nánari upplýsingar á www. dillon.is. Tónlistarhátíðin „Innipúkinn“ á Sódómu Reykjavík og Batteríinu við Tryggvagötu, 31. júlí - 2. ágúst. Nánari upplýsingar á www.midi.is. ➜ Dansleikir Hljómsveitin Buff verður á Players við Bæjarlind 4 í Kópavogi. Á móti Sól verður í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. ➜ Gjörningar 13.00 Listvinafélagið og gjörninga- hópurinn Sultan Eldmóður verður með gjörning við rætur Esjunnar í Kjalarnesi. Sunnudagur 02. ágúst 2009 ➜ Tónleikar 17.00 Eyþór Ingi Jónsson organisti heldur tónleika í Hallgrímskirkju við Skólavörðuholt. 21.30 Hvanndalsbræður halda tón- leika á Borgarfirði eystri. 21.30 Ljótu hálfvitarnir verða á Rósen- berg við Klapparstíg. ➜ Tónlistarhátíð Jack Live Summer festival á Dillon Rokkbar að Laugavegi 30. Í kvöld koma fram: Bárujárn, Vicky, Ten Steps Away, Deep Purple coverband, Agent Fresco og Noice. Nánari upplýsingar á www.dillon.is. Tónlistarhátiðin „Innipúkinn“ á Sódómu Reykjavík og Batteríinu við Tryggvagötu, 31. júlí-2. águst. Nánari upplýsingar á www.midi.is ➜ Sýningar Opið er í Sveinshúsi í Krísuvík þar sem sýning á verkum Sveins Björnssonar undir yfirskriftinni „Huldufólk og talandi steinar“ stendur yfir. Sýningin er opin fyrsta sunnudag í mánuði kl. 13-17.30. ➜ Dansleikir Papar verða á Players við Bæjarlind 4 í Kópavogi. Sálin hans Jóns míns verður á Sjallan- um við Geislagötu á Akureyri. Í Svörtum fötum verða á Spot við Bæj- arlind 6 í Kópavogi. Mánudagur 03. ágúst 2009 ➜ Markaðir Markaður með handverk, listmuni og matvöru verður haldinn í Gamla bænum í Laufási í Eyjafirði og verður opinn kl. 14-17. ➜ Leikrit 20.30 Ferðaleikhúsið / Light Nights sýnir verkið „Visions from the Past“ eftir Kristínu G. Magnús í Iðnó við Vonar- stræti. Flutningur fer fram á ensku. Nán- ari upplýsingar á www. lightnights.com. ➜ Tónleikar 22.00 K tríó flytur djasstónlist á Cafe Cultura við Hverfisgötu 18. „Þetta er tónlistarverkefni sem hefur verið í vinnslu síðastliðin tvö ár og er í raun samvinnuverkefni milli mín og japanska tónskáldsins Stomu Yamash‘ta, sem er hálfgerð goðsögn í heimalandi sínu,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Guð- jónsson, um tónverkið The Void, eða Tómið eins og það kallast á íslensku. Von er á Yamash‘ta hing- að til lands um helgina og munu hann og Sverrir vinna áfram að verkinu, en ætlunin er að frum- flytja verkið í St. Eustach krikjunni í París í byrjun nóvember. Franskt kvikmyndatökulið mun fylgja tón- listarmönnunum eftir, en franska sjónvarpsstöðin Arte TV vinnur að heimildarmynd um verkefnið. „Við Stomu kynntumst fyrir nokkrum árum og höfðum báðir áhuga á að vinna þetta verkefni saman, þessi fransk-líbanski leik- stjóri hafði áhuga á að gera þessa heimildarmynd og þannig fór bolt- inn að rúlla,“ segir Sverrir. Sverrir og Yamash‘ta munu taka sér stutt frí frá vinnu til að snæða kvöldverð á veitingastaðnum Þrem Frökkum í boði japanska sendi- ráðsins og vonar Sverrir að hval- kjöt verði á boðstólum. „Ég smakk- aði hvalkjöt í fyrsta sinn um daginn og mér fannst það frábært, eigin- lega betra en venjulegt kjöt,“ segir söngvarinn og hlær. - sm Vinna að Tóminu BRÚ MILLI LANDA Sverrir og Stomu segja verkið vera brú milli Íslands og Japans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.