Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
Tónlistin tekur öll völd hjá Vali
Frey Halldórssyni um helgina, en
hann mun fara víða með hljóm-
sveit sinni Hvanndalsbræðrum.
„Við bræður skiljum fjölskyldurn-
ar eftir heima eins og vanalega um
verslunarmannahelgina en mark-
miðið er að skemmta útihátíðar-
gestum vítt og breitt og fylgja eftir
nýju lagi sem kom út í vikunni,“
segir hann.
Lagið heitir Vinkona og er
hresst og sumarlegt eins og LaLa-
lag þeirra bræðra sem hefur notið
mikilla vinsælda í sumar og trón-
ir ofarlega á vinsældarlistum.
„Þetta er líka svona heilaklessa
sem fellur vonandi í kramið. Við
erum í fyrsta skipti að nota blást-
urshljóðfæri sem kemur vel út og
erum bara orðnir nokkuð þéttir,“
segir Valur Freyr, en hingað til
hafa Hvanndalsbræður síst stært
sig af hágæða tónlistarflutningi.
Þeir byrjuðu helgina á Græna
hattinum á Akureyri á fimmtu-
dag en færðu sig svo yfir á Mæli-
fell á Sauðárkróki á föstudag.
„Í dag höfum við svo fallist á að
bregða okkur í ABBA-búninga og
skemmta gestum í miðbæ Akur-
eyrar en það hélt ég að myndi
aldrei gerast. Þetta kom nú þannig
til að Margrét Blöndal, verkefna-
stjóri Einnar með öllu á Akur-
eyri, plataði okkur í þetta bak-
sviðs eftir tónleika en við höfðum
þá tekið ABBA-lag með íslensk-
um texta sem henni þótti fyndið.
Við erum því búnir að vera að æfa
nokkur ABBA-lög þannig að þetta
verður voða gaman, í það minnsta
hjá Möggu,“ segir Valur og hlær.
Á sunnudag er svo stefnan tekin
á Álfaborgarséns á Borgarfirði
eystri en það er sannkölluð fjöl-
skylduhátíð.
Valur segir svo nóg að gera fram
undan og að þeir félagar reyni að
púsla tónlistarferlinum saman við
fjölskyldulíf og fulla vinnu. „Þetta
er óttalegt bras en gengur, enda
eigum við óþolandi skilningsríkar
fjölskyldur.“ vera@frettabladid.is
Skemmtir með heila-
klessum um helgina
Valur Freyr Halldórsson mun fara víða um helgina til að fylgja eftir nýju sumarlagi Hvanndalsbræðra. Þá
mun hann bregða sér í ABBA-gervi sem hann bjóst ekki við að ætti fyrir honum að liggja.
Valur Freyr gegnir að öllu jöfnu starfi aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliði Akureyrar en bregður þess á milli á leik með Hvanndals-
bræðrum. MYND/ÚR EINKASAFNI
SUNDGLAÐIR REYKVÍKINGAR þurfa ekki að
örvænta þótt verslunarmannahelgin sé runnin upp og
þeir staddir í borginni, því opið verður í sundlaugum
höfuðborgarsvæðisins alla helgina.
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Mörkinni 6 • Sími 588 5518
Opnunartímar:
mán.-föstud. 10-18
laugardaga 10-16