Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 4
4 1. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Hluthafafundur boðaður 12. ágúst 2009 Að kröfu Rekstrarfélags Nýja Kaupþings banka hf. vegna sjóðanna Kaupthing ÍS-5, Kaupþing ÍS-15 og ICEQ verðbréfasjóðs, Gildis lífeyrissjóðs, Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs boðar stjórn Alfesca hf. til hluthafafundar á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 12. ágúst kl. 17:00. Á dagskrá fundarins verða tekin fyrir eftirtalin mál: 1. Yfi rtökutilboð Lur Berri Iceland ehf. til hluthafa Alfesca hf., dagsett 25. júní 2009 og fyrirhuguð afskráning hlutabréfa Alfesca hf. af aðallista NASDAQ OMX Iceland hf. 2. Önnur mál, löglega framborin. Fundurinn fer fram á ensku. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á hluthafafundi skulu komnar í hendur stjórnar eigi síðar en 7 sólahringum fyrir fund til þess að þær verði teknar til umræðu. Fundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir hluthafafund. Endanleg dagskrá fundarins verður birt á heimasíðu Alfesca hf., http://www.alfesca.is, og liggur einnig fyrir á skrifstofu félagsins, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, viku fyrir boðaðan fund. 31. júlí 2009 Stjórn Alfesca hf. GENGIÐ 31.07.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,7495 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,75 128,35 211,41 212,43 180,31 181,31 24,212 24,354 20,617 20,739 17,416 17,518 1,3354 1,3432 198,25 199,43 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR EFNAHAGSMÁL „Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn hefur aldrei verið með hótanir í mín eyru,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir á blaða- mannafundi í gær spurð hvort AGS hafi haft í hótunum við íslensk stjórnvöld um að fyrir- taka sjóðsins myndi frestast ef ekki yrði gengið frá Icesave. AGS hefur ákveðið að taka ekki fyrir endurskoðun efnahags- áætlunar Íslands áður en hann fer í tveggja vikna sumarleyfi 7. ágúst. Taka átti endurskoðun- ina fyrir næsta mánudag en hún er forsenda frekari lánveitinga frá AGS. Ástæða þessa er að lán frá Norðurlöndunum hafa ekki verið tryggð. Þetta var íslenskum stjórnvöldum kynnt munnlega á fimmtudagskvöldið. Steingrímur J. Sigfússon segir að forsenda lánveitinga frá Norðurlöndum hafi verið að Ice- save-frumvarpið verði samþykkt. „Í greinargerð sænska þingsins vegna lánsins er gert ráð fyrir því að Icesave verði samþykkt,“ segir Steingrímur. Ef Norður- löndin hefðu veitt lánin er ljóst að Bretar og Hollendingar, sem augljóslega voru á móti fyrirtöku Íslands vegna Icesave, hefðu ekki getað stöðvað hana einir og sér, að mati Steingríms. En eru Norðurlöndin að kúga Ísland? „Nei, það er ekki mitt mat. Við verðum að sýna þeim skilning þar sem þau eru stærstu fjármögnunaraðilar þessarar hjálpar,“ segir Steingrímur. Hins vegar er ljóst, að mati Steingríms, að Svíar eru í miklum samskipt- um við Breta og Hollendinga þar sem þeir fara með forsæti í ESB. Norðurlöndin hafa lofað 2,5 milljarða dala láni á meðan AGS hefur lofað 2,1 milljarði dala til að styrkja gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans. „Gjaldeyrisvaraforðinn er sterkur og ég trúi og treysti á að þetta hafi ekki áhrif á lánshæfis- mat íslenska ríkisins og lækkun stýrivaxta,“ segir Jóhanna og telur þetta lítil áhrif hafa á geng- ið sem sé mjög lágt um þessar mundir. Frestunin hefur ekki áhrif á endurreisn bankanna eða stöðug- leikasáttmálann, að mati Stein- gríms og Jóhönnu. Þó geti þetta haft áhrif ef fyrirtakan dregst mikið lengur en til loka ágúst. „Öll markmið sem Ísland átti að upp- fylla hafa stjórnvöld staðið við,“ segir Jóhanna og finnst bagalegt að svona hafi farið. Vonir standa til þess að endurskoðun fari fram í lok ágúst. Engin loforð eru þó um slíkt af hálfu AGS. Steingrímur segir að frestunin hafi ekki áhrif á samstarf Íslands og AGS. Þau haldi því ótrauð áfram. AGS hafi verið viljugur að taka fyrir málefni Íslands. „Póli- tíkin réði þessu að lokum,“ segir Steingrímur. vidir@frettabladid.is Pólitíkin réði AGS fyrirtöku að lokum Frestun á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS er vegna þess að Norðurlandalán voru ekki tryggð. Forsendan var að Icesave yrði samþykkt. Frestunin hefur ekki teljandi áhrif á efnahagslífið, að mati forsætisráðherra. BLAÐAMANNAFUNDUR Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir ræddu við blaðamenn um frestun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fundi í stjórnarráðinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL „Ég held að AGS hefði aldrei getað sagt að hann myndi ekki veita okkur lánið út af Ice-save af því að þá hefði verið ljóst að verið væri að mis- beita sjóðnum,“ segir Birg- itta Jónsdóttir, þingflokksfor- maður Borgara- hreyfingar, um frestun endur- skoðunar AGS á málefnum Íslands. Henni finnst sjóðurinn óbeint vera að kúga okkur til þess að taka við skuldbindingum sem við getum ekki staðið undir eins og stendur. „Það er kominn tími til að hætta þessum pólitíska leik og leggja spilin á borðið. Við þolum ekki meira af þessu sem þjóð. Ef ríkis- stjórninni var svona mikið í mun að samþykkja Icesave-samninginn þá skil ég ekki af hverju þau frest- uðu þingfundum í næstu viku og létu þetta hanga í lausu lofti,“ segir Birgitta. - vsp Birgitta Jónsdóttir: Óbein kúgun EFNAHAGSMÁL „Það hefur nú komið á daginn að það er bein tenging á milli áætlunar AGS og Icesave eins og við í stjórnarandstöðu höfum haldið fram,“ segir Birkir J. Jónsson. Hann segir forystumenn ríkis- stjórnarinnar hafa neitað þessu og haldið því fram að Icesave sé eyland og sé hvorki háð ESB né AGS. „Þessi seinkun er alvarleg fyrir íslenskt þjóðarbú og sérstak- lega með tilliti til gengis íslensku krónunnar. Síðan finnst mér þessi viðbrögð Norðurlandanna ekki bera mikinn vott um vinarþel á erfiðum tímum,“ segir Birkir. - vsp Birkir J. Jónsson: Alvarlegt fyrir þjóðarbúið BIRGITTA JÓNSDÓTTIR LONDON, AP Hæstiréttur Bretlands neitaði í gær beiðni einhverfs manns sem vildi komast hjá því að vera framseldur til Bandaríkj- anna vegna tölvuglæpa. Maður- inn hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn í tölvukerfi banda- rískra herstofnana. Hinn 43 ára gamli Gary McKinnon, sem heldur því fram að hann hafi verið að leita upp- lýsinga um fljúgandi furðuhluti, hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn í tölvukerfi banda- rísku geimvísindastofnunarinn- ar, varnarmálaráðuneytisins og fleiri stofnana skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar í New York árið 2001. Lögfræðingar McKinnons halda því fram að skjólstæðingur sinn sé „sérstakur en meinlaus“. - kg Beiðni Breta neitað: Einhverfur kærður fyrir tölvuglæpi INDLAND, AP Mannréttindasinnar í Indlandi mótmæltu í gær þeirri ákvörðun valdhafa að leyfa athöfn, þar sem hundruðum ung- barna var sleppt af þaki mosku einnar og þau gripin í rúmlak, í Vestur-Indlandi. Athöfnin er talin boða góða heilsu og vel- megun fyrir fjölskyldur barn- anna. Athöfnin hefur verið við lýði í nærri sjö hundruð ár. Árlega taka hundruð hindúa og múslima þátt í athöfninni. Börnunum er sleppt úr fimmtán metra hæð áður en þau eru gripin. Í indverskum fjölmiðlum var sagt frá því að ekki hefði verið tilkynnt um nein slys á börnum við athöfnina. - kg Indverskri athöfn mótmælt: Börnum sleppt af háu þaki EFNAHAGSMÁL „Stærstu mistök- in voru að skrifa undir Icesave- samninginn vegna þeirra galla sem á honum eru. Miklu betra hefði verið að hafa deiluna opna og samninginn óundirritaðan,“ segir Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, um frestun AGS á endurskoðuninni. „Við megum síst af öllu beygja okkur undir einhverja afarkosti þrátt fyrir að við glímum við tímabundna erfiðleika,“ segir Bjarni. Áhrifin á atvinnulífið eru ekki gríðarleg, að mati Bjarna. Segir hann hins vegar bagalegt ef frestunin tefði endurfjármögn- un bankanna. - vsp Bjarni Benediktsson: Icesave stærstu mistökin EFNAHAGSMÁL Það eru fyrst og fremst Svíar sem standa harð- ir á því að Íslendingar gangi frá Icesave-samningnum áður en lánið verður veitt. Í skilmál- um vegna lánsins, sem lagðir voru fyrir sænska þingið 2. júlí, kemur skýrt fram að Svíar ganga út frá því að Íslendingar standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Norrænu lánveitendurnir leggi á það áherslu að „skilyrði fyrir útborgun er að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, einnig að því sem lýtur að Tryggingasjóði innstæðueigenda og að þau lönd, sem helst eru háð ábyrgð Íslendinga á innistæðum, séu með í að lána til Íslands“ eins og segir í skilmálunum. Svíar leggja einnig ríka áherslu á að Íslendingar leggi fram efna- hagsáætlun. Nánari skilmálar fyrir láninu voru unnir af nefnd norrænna embættismanna, sem voru í samskiptum við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. Norðurlöndin vilja tryggja að búið sé að ganga frá lánasamningi vegna Icesave við Breta og Hollendinga áður en þau greiða sín lán út. Þannig geti þau verið fullviss um að þeirra lán verði ekki notuð til að mæta skuldbindingum vegna Icesave, heldur verði nýtt í að efla gjald- eyrisforðann. - kóp Svíar standa harðastir á því að Íslendingar gangi frá Icesave-samningnum: Lánið verði ekki notað í Icesave FREDRIK REINFELDT Forsætisráðherra Íslands og Svíþjóðar stinga saman nefjum, kannski til að ræða lánasamn- inginn. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN VEÐURSPÁ Alicante Bassel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 32° 33° 28° 22° 25° 29° 31° 22° 22° 27° 19° 32° 31° 34° 20° 26° 19° 20° Á MORGUN Hæg breytileg átt um allt land. MÁNUDAGUR 4-10 m/s hvassast á Vestfjörðum 12 9 9 10 12 11 13 12 10 12 7 4 5 5 2 2 4 5 5 4 6 5 14 13 12 12 16 16 14 10 16 14 BEST SV-LANDS Í dag verður hæg breytileg átt um allt land, rigning á Vestfjörðum en norðan og austantil verður lítilsháttar rigning með köfl - um eða skúrir. Á morgun og mánu- daginn verður öllu betra veður, minni úrkoma og heldur hlýrra. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.