Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 46
30 1. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 2-2.
2 Framsóknarflokksins.
3 Þorsteinn Már Baldvinsson.
PERSÓNAN
LÁRÉTT 2. teikniblek, 6. líka, 8. að, 9.
kvk nafn, 11. bókstafur, 12. galsi, 14.
klingja glösum, 16. hola, 17. fúadý,
18. pípa, 20. þys, 21. fullnægja.
LÓÐRÉTT 1. nef, 3. innan, 4. eyja í
Miðjarðarhafi, 5. slagbrandur, 7. fugl,
10. þrá, 13. þukl, 15. gegna, 16. hey-
skaparamboð, 19. holskrúfa.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. túss, 6. og, 8. til, 9. gró,
11. ká, 12. gáski, 14. skála, 16. op, 17.
fen, 18. rör, 20. ys, 21. fróa.
LÓÐRÉTT: 1. gogg, 3. út, 4. sikiley, 5.
slá, 7. gráspör, 10. ósk, 13. káf, 15.
ansa, 16. orf, 19. ró.
„Já, ég er einlægur aðdáandi
Skriðjökla – allt frá því að þeir
voru að byrja. Þeir eru gamlir í
hettunni. Ég heyrði fyrst í þeim í
Sjallanum – á heimavelli þeirra,“
segir Gunnar I. Birgisson, fyrr-
verandi bæjarstjóri í Kópavogi.
Fyrir dyrum stendur verslunar-
mannahelgi í Kópavogi. Á nýjum
skemmtistað sem heitir Spot.
Þar koma fram hljómsveitirnar
Hunang, Í svörtum fötum, dúett-
inn Þú og ég – og sjálfir Skrið-
jöklarnir koma saman af þessu
tilefni. Gunnar fagnar því og
segir aðspurður gott að djamma
í Kópavogi. „Já, það er allt gott í
Kópavogi. Þar er gott að búa og
allt saman. En þetta eru frískir
og hressir drengir sem kunna að
halda uppi stuðinu,“ segir Gunn-
ar og er helst á að hestalag þeirra
Jökla sé þeirra besta framlag
til íslenskrar dægurlagatónlist-
ar. Og honum lýst vel á hátíðina.
„Þetta eru alvöru bönd sem verða
þarna, sé ég. Ég ætla í sumarbú-
staðinn yfir helgina en það getur
þó vel verið að maður kíki. Ann-
ars er maður orðinn hálf latur við
að fara þetta.“
Skriðjöklarnir eru annálað-
ir landsbyggðarjaxlar frá Akur-
eyri en nú kveður við annan tón.
„Fólk getur sparað sér dýrmæt-
an tíma, peninga og fyrirhöfn við
að leggjast í löng, óþægileg ferða-
lög,“ segir Raggi „Sót“ Gunnars-
son, forsöngvari Skriðjöklanna.
- jbg
Það er gott að djamma í Kópavogi
GUNNAR OG JÖKLARNIR Akureyringarnir Karl Örvarsson í Hunangi, Jöklarnir Raggi
og Jakob ásamt þeirra helsta aðdáanda, Gunnari I. Birgissyni, sem fagnar því að
Skriðjöklar séu nú að koma saman á nýjan leik. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Svona bók hefur vantað og er
ætluð mönnum á aldrinum 15 til
35 ára. Fátt er sorglegra en menn
sem ekki kunna sig og verða sér
til skammar,“ segir líkamsræktar-
frömuðurinn og rithöfundurinn
Egill Einarsson sem flestir þekkja
betur sem Gillz eða Þykka eins og
hann kallar sig nú.
Jónas Sigurgeirsson útgefandi
er með ýmsar bækur um hrunið á
teikniborðinu – en áhugasvið hans
er breiðara. Hann ætlar að gefa
út bók fyrir næstu jól eftir Þykka
sem þegar hefur haslað sér völl
á rithöfundasviðinu með bókinni
„Biblía fallega fólksins“ sem kom
út árið 2006 – alhliða bók fyrir
alvöru karlmenn þar sem lagðar
voru línurnar fyrir metrómann-
inn. Þykki er að verða gjaldgeng-
ur í rithöfundasambandið. Í nýju
bókinni fer Þykki yfir það hvern-
ig menn eiga að haga sér og bregð-
ast við ýmsum aðstæðum í köfl-
um sem heita til dæmis: „Hvernig
áttu að haga þér þegar þú færð
nudd“, „Hvað gerir þú ef að pabbi
þinn byrjar að reyna við kærust-
una þína“, „Hvernig rakarðu á þér
punginn án þess að skera þig“,
„Hvenær á að gefa þjórfé“, „Hvern-
ig áttu að haga þér þegar þú hittir
frægan einstakling“, „Hvað áttu að
gera ef þú ert að verða sköllóttur“
og svo framvegis. „Tilgangurinn
er að efla kynbræður mína í lífs-
leikni, auka lífsgleði þeirra og gera
þá að heimsborgurum. Allt frá því
að ég gaf út Biblíu fallega fólksins
hef ég verið með þessa bók í huga.
Þetta er bók sem ég tel að eigi vera
til á hverju menningarheimili.“
Þykki bendir á að heimur manna-
siðanna geti orðið flókinn. Það sem
í sumum löndum þykir dónaskapur
er kurteisi í öðrum löndum. „Gott
dæmi er ef þú mætir of seint í
bíó. Hvort áttu að snúa pungnum
eða rassinum í liðið þegar þú ská-
skýtur þér á milli sætaraðanna? Í
Bandaríkjunum er talin kurteisi að
snúa pungnum að fólkinu - á meðan
í Evrópu er því öfugt farið.“ Og
Þykki segir þetta ekki „hvernig á
að leggja á borð“ bók heldur miklu
frekar: „Hvernig á að leggja kerl-
ingar“ bók. Þá á ég auðvitað við
að kurteisir menn sem kunna sig
– þeir laða að sér konurnar.“
Þykka finnst hrikalega gaman
að koma heim, skella trance tón-
list í græjurnar og skrifa eftir erf-
iðan dag í ræktinni. Og því verður
þessi bók bara númer 2 af mörg-
um. Víst er að menningarvitar sjá
fátt sammerkt með líkamsræktar-
mönnum og rithöfundum. Þykki
segir þetta algenga glámskyggni.
„Flestir menningarvitar eru hálf-
vitar og með kleinuhringjalagað
miðsvæði. Sjáið bara Egil Helga-
son. En þetta eru risaeðlur sem eru
að deyja út.“ Þykki hefur dálæti á
ýmsum rithöfundum, svo sem Lax-
ness, sem hann hefur lesið allan og
eru bækurnar Salka Valka, Sjálf-
stætt fólk, Íslandsklukkan og
Paradísarheimt í sérstöku uppá-
haldi. „Mér hefur alltaf líkað vel
við Laxness. Og barnabarnið hans,
rapphlunkurinn Dóri DNA, er líka
persónulegur félagi minn.“
jakob@frettabladid.is
EGILL EINARSSON: FÁTT SORGLEGRA EN MENN SEM EKKI KUNNA SIG
Ný mannasiðabók eftir Gillz
SÆKIR SÉR INNBLÁSTUR Á GLJÚFRASTEINI Vitjar heimilis kollega síns að Gljúfrasteini en með nýrri bók vill Þykki gera íslenska
kynbræður sína að heimsborgurum - nokkuð sem Laxness leitaðist svo mjög við að gera með skrifum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Kvikmynd leikstjórans Dags Kára
Péturssonar, The Good Heart, verð-
ur heimsfrumsýnd á Toronto-kvik-
myndahátíðinni hinn 11. september
næstkomandi. Myndin verður sýnd
í flokki sem nefnist Special Present-
ation þar sem hún keppir til verð-
launa. Margir þekktir leikstjórar
keppa í sama flokki og má þar nefna
menn á borð við Coen-bræður, Pedró
Almodóvar og Werner Herzog.
Kvikmynd Dags Kára fjallar í
stuttu máli um hjartveikan bareig-
anda sem ákveður að taka ungan,
heimilislausan mann undir sinn
verndarvæng með það að markmiði
að hann taki við rekstri barsins. Með
aðalhlutverkin fara þau Brian Cox,
Paul Dano og Isild Le Besco.
„Ég er mjög spenntur og hlakka
mikið til að frumsýna loksins mynd-
ina, það er búið að taka sex ár að
undirbúa hana og framleiða. Ég hef
lítið verið að fókusera á þessi verð-
laun heldur skiptir mestu máli að
kvikmyndin nái að fanga athygli
dreifiaðila, en það væri frábært að
standa uppi sem sigurvegari líka,“
segir Dagur Kári. Aðspurður segist
hann vona að aðalleikararnir verði
viðstaddir frumsýninguna en hann
viti enn ekki hvort þeir verði upp-
teknir í öðrum verkefnum á þeim
tíma. The Good Heart verður vænt-
anlega frumsýnd hér á landi í kjöl-
far Toronto-hátíðarinnar, „Það er
ekki búið að negla niður endanlega
dagsetningu, við erum að skoða það
þessa dagana.“
Þegar hann er inntur eftir því
hvort önnur kvikmynd sé í bígerð
svarar hann því neitandi. „Ég ákvað
að taka mér frí í sumar og ganga svo
til vinnu með haustinu, þannig ég er
ekki með neitt á prjónunum enn sem
komið er. Það tók svo mikinn tíma
og orku að gera The Good Heart að
ég gleymdi að gera ráð fyrir fram-
haldi eftir þá mynd.“
- sm
Í flokki með goðsögnum
HLAKKAR TIL Dagur Kári segist hlakka til
að frumsýna myndina sem tók hann sex
ár að klára. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Hulda Lind Kristinsdóttir
Aldur: 22 ára.
Starf: Frá starfi
vegna Miss
Tourism Queen-
keppninnar.
Stjörnumerki:
Fiskur.
Fjölskylda:
Foreldrar mínir
heita Ragn-
hildur Guðrún
Ragnarsdóttir og
Kristinn Ólafsson. Svo á ég bróður
sem heitir Ragnar og systur sem
heitir Berglind.
Búseta: Ég flakka á milli Reykja-
víkur og Suðurnesjanna þar sem
foreldrar mínir búa.
Hulda Lind keppir í fegurðarsamkeppn-
inni Miss Tourism Queen sem haldin er í
Kína 7. til 30. ágúst.
Landsmenn rýna sig nú rauðeyga
í tekjublöðin og sjá margir að
þeir eru á alltof lágum launum í
öllum samanburði. Sigurður Þ.
Ragnarsson hlýtur til að mynda að
velta því fyrir sér, sjálfur veðurmað-
ur Íslands, hvernig á því standi að
vinnuveitandi hans geri ekki betur
við hann en svo að greiða honum,
samkvæmt tekjublaði Mannlífs,
aðeins 175 þúsund í mánaðarlaun.
Sigurður er með umfangsmikinn
rekstur, tvo bíla, einbýlishús, hús
á Spáni og áfram má telja en hætt
er við að Sigmundur Ernir
Rúnarsson og félagarnir í
jeppaklúbbi NFS verði að
splæsa einni pylsu
eða svo á
formann sinn
– í leiðangr-
inum sem nú
stendur yfir á
Suðurlandi
í grennd
við Ara-
tungu.
Starfsmenn Vínbúðarinnar á Ísafirði
furða sig á því hversu lítið er að
gera miðað við sama tíma fyrir ári.
Ísfirðingar ætla annað hvort að fara
hægt í sakirnar eða bíða með að
kaupa verslunarmannahelgarbúsið
fram á síðustu stundu. Berlind
Hlynsdóttir í Vínbúðinni segist
þó verða vör við mýrarboltafólk,
atburður fyrir vestan sem vakið
hefur mikla athygli fjölmiða, sem
drullusokkurinn Jóhann Bæring
Gunnarsson sér um. Það er bb.is
sem greinir frá þessu.
Gunnar Björn Guðmundsson
mun takast á hendur hið krefjandi
verkefni að leikstýra
Áramótaskaupi
Ríkissjónvarpsins. Þá
hefur verið gengið frá
því að Ari Eldjárn og
Ottó Geir Borg komi
að handritsgerð. Það
er Morgunblaðið
sem greinir frá
þessu.
- jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI