Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 10
10 1. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Stærsta athugunarefnið við endurskoðun stjórnar-skrárinnar er spurningin um hvort afnema eigi þing-
ræðisregluna. Hinn kosturinn er
að skilja að framkvæmdavaldið
og löggjafarvaldið líkt og gert er
í Bandaríkjunum.
Hvort tveggja skipulagið styðst
við gild lýðræðisleg rök. Í þing-
ræðisskipulagi sækir fram-
kvæmdavaldið umboð sitt til þjóð-
þingsins. Með aðskilnaði hlýtur
framkvæmdavaldið hins vegar
umboð beint frá kjósendum og
situr óháð afstöðu löggjafarþings-
ins.
Skipta þessar mismunandi
aðferðir einhverju máli? Vissu-
lega er það svo. Á hinn bóginn er
ekki einfalt að vega kosti og galla
annars kerfisins á móti hinu.
Framkvæmdin ræður einfaldlega
svo miklu þar um. Þar koma upp
spurningar um
pólitískar hefðir
og stjórnskipu-
legan aga.
Hvorugt kerf-
ið leysir vanda-
mál sem rekja
má til mannlegs
hverflyndis.
Spilling getur til
að mynda grafið
um sig í báðum
kerfum. Ætla má að jarðvegur
fyrir tveggja flokka kerfi sé frjó-
samari með sérstökum kosningum
um framkvæmdavaldið.
Kostur þingræðisreglunnar er
sá helstur að hún tryggir að jafn-
aði meiri skilvirkni. Framkvæmda-
valdið nýtur fyrirfram stuðnings
ákveðins meirihluta á löggjafar-
þinginu. Mál eiga þar af leiðandi að
vinnast hraðar. Í aðskildu kerfi þarf
framkvæmdavaldið í ríkari mæli að
semja um framgang mála á þingi.
Það getur verið tafsamara; ekki síst
ef ólíkar pólitískar fylkingar ráða
framkvæmdavaldinu annars vegar
og fara með meirihluta á löggjafar-
þinginu hins vegar.
Á hinn bóginn er líklegt að aðhald
löggjafarvaldsins geti verið virkara
í aðskildu kerfi með því að meiri-
hluti þingsins hefur ekki fyrirfram
axlað ábyrgð á framkvæmdavald-
inu. Sennilega er einnig auðveldara
að sníða stærð stjórnkerfisins betur
eftir vexti og þörfum hvers tíma. Í
þingræðiskerfinu hefur fjöldi ráð-
herra í vaxandi mæli ráðist af þörf
fyrir stuðning á þingi fremur en
stjórnskipulegum aðstæðum.
Allt eru þetta álitaefni sem
ástæða er til að skoða. En vissu-
lega þarf mikið til að rífa þing-
ræðiskerfið upp með rótum enda
liggja þær býsna djúpt í norrænni
menningarhefð.
Þingræði eða aðskilnaður?
Verði fullur aðskilnaður löggjafarvalds og fram-kvæmdavalds ákveð-inn leiðir af sjálfu sér að
embætti forsætisráðherra og for-
seta yrðu sameinuð í eitt. Það myndi
horfa til einföldunar á stjórnkerf-
inu.
Að óbreyttu þingræðisskipulagi
þarf hins vegar að huga að stjórn-
skipulegri stöðu forsetans. Núver-
andi forseti færði embættið í ríkum
mæli yfir í þjónustu við íslenska
fjárfesta á erlendum vettvangi.
Spurning er hins vegar hvort þessi
reynsla kalli ekki á nýja skoðun á
hlutverki þjóðhöfðingjans.
Stjórnarskrárákvæðin um forset-
ann taka mið af stöðu Danakonungs
á seinni hluta nítjándu aldar, áður
en þingræðið var viðurkennt þar í
landi. Þar er lýst formlegu valdi sem
síðan er tekið af með öðrum ákvæð-
um. Þetta er óskýrt. Stjórnskipulegt
hlutverk forsetans er að mestu leyti
táknrænt, en þó ekki alfarið. Rétt er
að spyrja hvort gefa eigi forsetanum
meira stjórnskipulegt vægi.
Til lengri tíma er vont að hafa
þjóðhöfðingjaembættið hangandi í
lausu lofti. Breytinga er því þörf.
Þær geta gengið misjafnlega langt.
Einn kostur er að fela forsetanum
sem þjóðkjörnum þjóðhöfðingja að
gegna jafnframt hlutverki forseta
Alþingis.
Forsetinn fengi þá stjórnskipu-
legt hlutverk án þess að vera hluti
af daglegum stjórnmálaátökum.
Alþingi fengi um leið forseta sem
hefði sjálfstæða stöðu gagnvart
meirihluta framkvæmdavalds-
ins og stjórnarandstöðu á hverjum
tíma. Við það ætti staða Alþingis að
styrkjast.
Stjórnskipulegt hlutverk forseta
Rök standa til þess að styrkja Alþingi verði þingræðisfyrirkomulagið áfram við lýði. Ýmis fleiri
ráð eru til þess en breytt staða for-
setans.
Vel má athuga að breyta því sem
kallað hefur verið synjunarvald for-
seta. Einn kostur í því efni væri að
færa tilteknum minnihluta þing-
manna rétt á að óska eftir því við
forseta að staðfesta ekki lög fyrr en
þau hafa verið borin undir þjóðarat-
kvæði. Slík breyting á þessu úrræði
er um margt rökrétt og myndi
styrkja stöðu þingsins.
Þær aðstæður að gjá mynd-
ist milli þings og þjóðar helgast
fyrst og fremst af stjórnmálaátök-
um. Í því ljósi er eðlilegt að pólit-
ísk ábyrgð liggi að baki ákvörðun
um þjóðaratkvæðagreiðslu af þeim
sökum. Þessi skipan mála styrkir
stöðu minnihluta á hverjum tíma
án þess að víkja pólitískri ábyrgð
til hliðar.
Annað atriði þessu skylt væri að
færa tilteknum minnihluta þing-
manna rétt á að biðja forseta að
óska eftir forúrskurði Hæstarétt-
ar ef ágreiningur er um hvort laga-
frumvarp samræmist stjórnar-skrá.
Þetta gæti styrkt þingið og um leið
leitt til vandaðri lagasetningar.
Þingrofsréttur forsætisráð-
herra var með óbeinum hætti tak-
markaður 1991. Ganga má lengra
í því efni og færa það vald alfar-
ið til þingsins sjálfs. Þetta getur
haft þýðingu, einkum í ótryggu
stjórnmálaástandi þegar óvissa
er um raunverulegan þingmeiri-
hluta að baki ríkisstjórn.
Loks myndi það styrkja Alþingi
og stöðu þess ef það sjálft tæki
á stjórnarskrármálinu nú í stað
þess að vísa því til ráðgefandi
stjórnarskrársamkomu. Aðstæð-
ur allar í þjóðfélaginu kalla á
festu en ekki lausung í stjórnar-
háttum.
Sterkara löggjafarvald
ÞORSTEINN
PÁLSSON
A
lþingismenn hafa lögmætar ástæður til að efast um
ýmis atriði í þeim samningi sem fyrir liggur um
greiðslur vegna Icesave. Ábyrgir og þjóðhollir menn
hljóta að vilja fara mörgum sinnum yfir röksemdir og
öll atvik málsins áður en ákvörðun er tekin. Það er því
eðlilegt að taka aukinn tíma til þessa mikilvæga máls á Alþingi.
Og úrslitin eru alls ekki augljós.
Að ýmsu leyti virðist ríkisstjórninni hafa mistekist að búa
málið til þinglegrar meðferðar. Aftur og aftur hafa ný og ný
skjöl og gögn komið í ljós eftir að umfjöllun þingsins var hafin.
Sjálfsagt hefur verið gert of mikið úr þessu, en það breytir því
ekki að þetta hefur sáð fræjum óvissu, uggs og tortryggni í huga
almennings. Efasemdir um undirbúning málsins af hálfu stjórn-
valdanna virðast óhjákvæmilegar.
En þessar efasemdir gefa ekki tilefni til þess að fara lítils-
virðingarorðum um nefndarmennina sem sömdu um málið fyrir
Íslands hönd. Engin ástæða er til að efa að þeir unnu verk sitt
af heilindum, samviskusemi og vitund um alvöru málsins. Sum
ummæli sem fallið hafa um samningamennina eru höfundum
sínum til skammar.
Og framvinda málsins gefur ekki heldur tilefni til að draga
athafnir fjármálaráðherra í efa sérstaklega. Allir vita hvernig
hann kom að þessu máli. Allir vita að aðrir en hann stóðu að þessu
og enn aðrir höfðu fjallað um þetta áður en hann tók á sig ábyrgð
á viðbrögðum. Steingrímur J. Sigfússon er eins og margir aðrir
að því leyti að áður hafði hann notað alltof stór orð um þetta mál.
En það breytir því ekki að hann hefur tekið á sig þungt verkefni
fyrir þjóðina, vaxið í starfi og á annað skilið en hnjóðsyrði fyrir
viðleitni sína í þessu máli.
Bent hefur verið á flókin lögfræðileg atriði í Icesave-samn-
ingnum sem þarfnast sérstakrar skoðunar. Menn efast um að
endurskoðunarákvæði samningsins séu nógu skýr. Dregið hefur
verið í efa að skilmálar sem Evrópusambandslöndin höfðu viður-
kennt hafi í raun mótað samninginn. Og vakin hefur verið athygli
á því að enn hefur forsætisráðherra ekki reynt til þrautar að
hnika málinu á hæsta stigi stjórnsýslu þjóðanna þriggja sem
málið snertir mest.
Miklar umræður hafa orðið um mat á framtíðarhorfum varð-
andi greiðslur vegna Icesave. Sumt í ummælum manna um þetta
vekur furðu. Vandaðar rökleiðslur opinberra stofnana um þetta
hafa orðið að skotspæni nokkurra gáfumanna. En sumir þeirra
hafa svert eigin málstað með tilhæfulausum stóryrðum og full-
yrðingum. Auðvitað er framtíðin óvissu háð – og þarf ekki heil
sjö ár til!
Icesave-málið er svo alvarlegt að menn ættu að forðast stóryrði
og ásakanir á hendur þeim sem vinna að samningum og úrlausn-
um. Menn eiga að sameinast í varúð og hófsemi í umfjöllun um
slíkt mál. Vonandi gleymast hrópyrðin og skammirnar fljótt svo
að menn geti sameinast um málefnalegar rökfærslur og óhjá-
kvæmilegar aðgerðir.
Efasemdir um Icesave virðast óhjákvæmilegar.
Varúð vegna
alvöru
JÓN SIGURÐSSON SKRIFAR
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki