Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 30
● inni&úti
„Eftirspurnin fer mikið eftir veðri,“ segir ekillinn séra Arnaldur um hestvagnaferðirnar. MYND/ÚR EINKASAFNI
Það er eins og að detta inn í sögu
eftir Jane Austen að aka um í vel
búnum hestvagni sem gæti verið
frá nítjándu öld. Ekki spillir þegar
byggingar í sama stíl blasa við
sjónum. Þannig er það þó undir
brekkunni á Akureyri sumarið
2009. Hinn framtakssami prestur
Arnaldur Bárðarson hefur boðið
upp á hestvagnaferðir um miðbæ
Akureyrar á kvöldin og á milli
ferða lagt vagn-
inum við hið
fornfræga sam-
komuhús. En
hvernig hefur
gengið?
„Akst-
urinn hefur
gengið vel
og ég hef
fengið svolítið af farþegum í vagn-
inn, einkum Íslendinga. Fólk sem
sér mig á ferðinni vill þó aðallega
mynda mig og dást að hestunum en
er ekkert mikið að húkka far. Eftir-
spurnin fer líka mikið eftir veðri,“
segir Arnaldur sem hefur stundað
ekilsstarfið í hjáverkum þar til nú
að hann er kominn í sumarfrí frá
embættisverkum
innan kirkjunnar.
Þó góðir vagn-
hestar hafi verið algengir á nítj-
ándu öld þá gildir öðru máli í dag
en Arnaldur kveðst hafa átt þæga
hesta eftir að hafa verið með reið-
námskeið. Hann viðurkennir þó að
það hafi tekið smátíma að þjálfa þá
upp í vagndráttinn. „Þeir þurftu að
læra að bakka og þola umferðina
og áreitið. Svo mega þeir ekki vera
of latir og heldur ekki of viljugir
því þeir verða stundum að stoppa
og bíða.“ Vagninn kveðst Arnald-
ur hafa keypt af Netinu. Það er
antikvagn sem áður var búið að
flytja inn til landsins. Auk þess
á hann annan stærri sem hann
smíðaði sjálfur og hentar fyrir
stærri hópa.
Föstu ferðirnar hefjast
klukkan átta á kvöldin við
Upplýsingamiðstöð ferða-
mála að Hafnarstræti 82
og þar er tekið við pöntun-
um. Svo er hægt að stíga um
borð ef pláss er, án þess að eiga
bókað far. - gun
Eins og á nítjándu öld
● Afþreyingarmenningunni á Akureyri jókst enn ásmegin í sumar þegar hestvagnaferðir
um bæinn bættust við þá möguleika ferðafólks sem fyrir voru.
Hannyrðasýningin „Þá er það
frá ...“ í Safnahúsi Borgarfjarðar
hefur verið framlengd til 21. ágúst
en henni átti að ljúka um helgina. Á
sýningunni sýnir Katrín Jóhannes-
dóttir verk frá vetri sínum í Hús-
stjórnarskólanum á Hallormsstað
og fram til dagsins í dag.
„Sýningin er mjög blönduð.
Þarna er útsaumur, fatasaumur,
prjón, hekl og vefnaður. Að stærst-
um hluta er þetta þó fatalínan mín,
sem er prjónalína sem ég gerði
sem útskriftarverkefni frá skóla í
Danmörku,“ segir Katrín.
Mikil aðsókn hefur verið á sýn-
inguna, sem opnuð var þann 12.
júlí, og var Katrín því beðin um
að hafa hana opna lengur.
-mmf Sýningin er blönduð og á henni er meðal annars útsaumur, hekl og vefnaður.
Vinsæl sýning í Borgarnesi
● BORÐBÚNAÐUR Flora Danica borð-
búnaðurinn frá Royal Copenhagen hefur
löngum verið mikils metinn en hann á
rætur sínar að rekja til átjándu aldar þegar
Kristján VII. Danakonungur pantaði fyrsta
upplagið af hinu konunglega danska postulíni
Borðbúnaðinn prýða yfir 700 handmálaðar
plöntur úr danskri náttúruflóru og eru einstaka
hlutir taldir hafa mikið söfnunargildi. Hann er jafnmikils
metinn í dag og áður og þó að smekkur manna hafi breyst til
muna þá virðist hann eiga sérstakt erindi nú um stundir enda má segja
að ákveðið afturhvarf hafi orðið til náttúrunnar. - ve
klassískt
● ÁSTARVETTLING-
AR Hin undurfagra ágúst-
nótt getur verið svöl og gott er þá fyrir
elskendur að eiga vettlinga sem gerir
þeim kleift að leiðast með berum hönd-
um, án þess að vera kalt. Slíka snilldarvettlinga fyrir pör er
hægt að rekast á í hinum myndarlega Goðafossmarkaði að Foss-
hóli í Suður-Þingeyjarsýslu. Þeir eru prjónaðir af mikilli list af Guð-
rúnu Valgerði Ásgeirsdóttur.
M
YN
D
/Ú
R
EI
N
KA
SA
FN
I
Akstur í vel
búnum hest-
vagni sem
minnir á
sögur Jane
Austen.
1. ÁGÚST 2009 LAUGARDAGUR6