Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 8
8 1. ágúst 2009 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL Þrír menn, sem ákærð- ir eru fyrir að kveikja í húsi við Kleppsveg í júní og stofna lífi manns sem var þar inni í hættu, neita því allir og benda hver á annan. Þetta kom fram við aðal- meðferð málsins í gær. Mönnunum þremur ber ekki saman um það hvers vegna þeir óku á ofsahraða, drukknir og í fíkniefnavímu, að húsinu að morgni 6. júní frá súlustaðnum Goldfinger, sem er í eigu föður eins sakborn- ingsins, Jóns Kristins Ásgeirsson- ar. Jón Kristinn, 23 ára, segist hafa ætlað að nálgast upplýsingar um annan mann hjá húsráðanda, sem er góðvinur föður hans. Annar, Ríkharð Júlíus Ríkharðs- son, 30 ára, segist hafa átt óupp- gerðar sakir við húsráðanda vegna hótana í garð hans og fjölskyldu hans og sá þriðji, Karl Halldór Hafsteinsson, 28 ára, segist hafa verið dreginn með í ferðina og ekk- ert vitað. Með í för var systir Jóns Kristins, en hún segist hafa verið hálfsofandi í bílnum mestallan tím- ann. Hún er ekki ákærð. Þegar að húsinu kom fóru þre- menningarnir út úr bílnum, Rík- harð tók að banka á hurð hússins og þegar enginn kom til dyra hellti einhver þeirra bensíni á hurðina og síðan var kveikt í því. Mönnunum ber ekki saman um hver hellti bensíninu og hver kveikti í og vísa hver á annan. Karl segir Jón Kristin hafa hótað sér og beðið sig um að taka á sig sökina. Þá geta vitni úr nálægum húsum ekki sagt til um það hver var að verki. Þeir segja hins vegar allir að sér hafi brugðið mjög þegar eld- urinn blossaði upp eftir sprengingu innandyra og þeir hafi allir ætlað að slökkva eldinn, en slökkvitæki sem þeir voru með hafi ekki virk- að. Húsráðandanum tókst að forða sér út úr húsinu á nærbuxunum með óvirkt slökkvitæki í höndun- um. Hann kom fyrir dóminn og sagðist ekki hafa talið sig í bráðri hættu innandyra. Þessu er verk- fræðingur sem lögregla fékk til að meta aðstæður ósammála. Eini fullnægjandi útgangurinn úr hús- inu hafi logað og húsið hefði getað brunnið mjög hratt. Það var stór- skemmt á eftir. stigur@frettabladid.is SPILLING INNAN ESB 1 Hvernig fór knattspyrnuleikur KR og Basel í fyrrakvöld? 2 Stuðningsmenn hvaða stjórn- málaflokks óttast svínaflensuna mest? 3 Hver er skattakóngur Íslands? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 Enginn brennumannanna játar að hafa kveikt eldinn Þrír meintir brennuvargar neita allir sök og benda hver á annan. Þeir segjast allir hafa reynt að aðstoða við slökkvistarfið. Einn þeirra játar að hafa ekið í vímu á mann á Hummer-jeppa og skaðað hann alvarlega. Einn sakborninganna, Jón Kristinn Ásgeirsson, er jafnframt ákærður fyrir að hafa ekið Hummer-jeppa á mann á Laugavegi í janúar, með þeim afleiðing- um að maðurinn hlaut mikinn skaða af og nær sér hugsanlega aldrei aftur. Jón Kristinn hefur játað að hafa ekið á manninn undir áhrifum fíkniefna, með of marga farþega í bílnum og ökuréttindalaus, og síðan keyrt af vettvangi. Hann sagðist hafa orðið hræddur og því keyrt burt. Hann er nú hættur óreglu og sækir AA-fundi. Fórnarlambið gerir kröfu um tvær milljónir í skaðabætur. JÁTAR AÐ HAFA EKIÐ HUMMER Á MANN LÖGREGLUMÁL Lögreglufélag Reykjavíkur (LR) skorar á dóms- málaráðherra að fresta breyt- ingu á vaktaskipulagi lögreglunn- ar þar til ákvörðun liggur fyrir um skipulagsbreytingar sem fyrirhugaðar eru á lögreglunni á landsvísu. Rætt hefur verið um að gera lögregluna að einu lög- regluumdæmi. Þetta var samþykkt á félags- fundi LR á fimmtudagskvöld. Á fundinum kom fram skýr vilji vaktavinnumanna hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu að núverandi vaktafyrirkomulag, svokallað fimm vakta-kerfi, haldi áfram með óbreyttu sniði. - vsp LR skorar á ráðherra: Vilja óbreytt vaktaskipulag Áskriftarverð hækkar Áskriftarverð Stöðvar 2 hækkar um 400 krónur 5. september næst- komandi. Þá hækkar verð Stöðvar 2 Fjölvarps um 300 til 400 krónur á mánuði, háð pakka. Ástæður verð- hækkana nú má meðal annars rekja til gengisfalls íslensku krónunnar um rúm 40 prósent á síðastliðnu ári. Þrátt fyrir veika stöðu krónunnar hefur að sögn stöðvarinnar tekist að halda verðhækkunum í lágmarki, meðal annars með endursamningum við erlenda birgja. SJÓNVARP FR ÉTTA B LA Ð IÐ / G VA VÍSA HVER Á ANNAN Jón Kristinn og Ríkharð huldu andlit sín í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. LÖGREGLAN „Þetta var einhver misskilningur sem búið er að ganga frá,“ segir Óskar Bjart- marz, yfirlögregluþjónn á Egils- stöðum um frétt í síðustu viku sem sagði frá pólskum ferða- mönnum sem höfðu svikist undan því að borga á tjaldstæði. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá lögreglu í síðustu viku hafði 30 manna ferða- mannahópur frá Póllandi, sem hafði komið með Norrænu þá vikuna, svikist undan að borga á tjaldsvæði á Borgarfirði eystri. Sagðist lögreglan vera að reyna að hafa upp á ferðahópnum. Nú hefur komið í ljós að um mis- skilning er að ræða og ferða- mennirnir hafa í raun borgað. - vsp Pólskir ferðamenn: Borguðu víst á tjaldsvæðið 50% Ódýrt úr nammibarnum á LAUGARDÖGUM Tilboðið gildir aðeins á laugardögum Tilboðið gildir aðeins á laugardögum SPÁNN, AP Mikill viðbúnaður er á Spáni vegna hálfrar aldar afmæl- is ETA, aðskilnaðarhreyfingar Baska. Tvær sprengjuárásir í vik- unni hafa minnt þjóðina illilega á harðsvíraða baráttu hreyfingar- innar undanfarna áratugi. Minningarathöfn var á Mallorca í gær um tvo þjóðvarðliða sem fór- ust af völdum sprengjuárásar þar á fimmtudag, en 60 manns særð- ust af völdum annarrar sprengju- árásar á norðanverðum Spáni á miðvikudag. Mikil leit var gerð að sex mönn- um á Mallorca í gær og var von- ast til að þeir hefðu ekki komist frá eyjunni. Innanríkisráðuneyt- ið dreifði myndum af mönnunum sex og bað almenning um aðstoð við leitina. Vitni sögðu mennina sex, sem eru ungir Baskar, hafa leigt sér íbúð í borginni Palma, en þeir hafi ekki sést eftir að árásirnar voru gerðar. Jose Louis Rodrigues Zapatero forsætisráðherra flaug til Mall- orca í gærmorgun til að taka þátt í útförinni. Jóhann Karl Spánar- konungur er síðan væntanlegur til eyjarinnar í næstu viku. Aðskilnaðarsamtökin ETA voru stofnuð 31. júlí árið 1959 og hófu vopnaða baráttu fyrir sjálfstæði Baskalands árið 1968. Barátta þeirra hefur kostað meira en 800 manns lífið. - gb Aðskilnaðarhreyfing Baska minnir á sig vegna fimmtíu ára afmælis: Viðbúnaður vegna árása ETA MINNINGARATHÖFN Á MALLORCA Varð- liðarnir tveir, sem fórust á fimmtudag, voru jarðsungnir í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Transparency International gefur árlega út tölur um spillingu í heiminum. Samkvæmt lista samtakanna eru Danmörk og Svíþjóð óspilltustu lönd Evrópu og fá bæði 9,3 í einkunn af tíu mögulegum. Ísland er í 7 sæti og fær 8,9 í einkunn. Árið 2007 var Ísland í sjötta sæti, en var í toppsætinu bæði árið 2005 og 2006. Á myndinni hér að ofan má sjá að spillingin er mest í suð- austur hluta Evrópu en minnst er hún hins vegar um norðan- verða heimsálfuna. Spilltustu lönd innan Evrópu eru Hvíta- Rússland og Rússland sem fá tvo í einkunn af tíu. Spilltustu lönd heimsins eru hins vegar Sómalía, Búrma og Írak. -bþa SPILLINGIN MEST Í SUÐRI Mikil lítil Spilling Lönd utan ESB VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.