Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 1. ágúst 2009 25
19 ÁRA LANDSLIÐIÐ 2009
Kristófer Guðmundsson Aftureldingu
19 ára og 189 cm markvörður
Svavar Ólafsson Stjörnunni
20 ára og 195 cm markvörður
Arnór Stefánsson ÍR
19 ára og 191 cm markvörður
Þorgrímur Ólafsson ÍR
20 ára og 191 cm leikstjórnandi
Benedikt Reynir Kristinsson FH
20 ára og 181 cm vinstri hornamaður
Aron Pálmarsson Kiel
20 ára og 192 cm leikstjórnandi
Heimir Óli Heimisson Haukum
20 ára og 200 cm línumaður
Tjörvi Þorgeirsson Haukum
20 ára og 188 cm vinstri skytta
Róbert Aron Hostert Fram
19 ára og 191 cm vinstri skytta
Halldór Guðjónsson FH
20 ára og 192 cm hægri hornamaður
Guðmundur Árni Ólafsson Haukum
20 ára og 180 cm hægri hornamaður
Stefán Sigurmannsson Haukum
20 ára og 197 cm vinstri hornamaður
Ólafur Guðmundsson FH
20 ára og 193 cm vinstri skytta
Oddur Gretarsson Akureyri
20 ára og 181 cm vinstri hornamaður
Örn Ingi Bjarkason FH
20 ára og 191 cm leikstjórnandi
Ragnar Jóhannsson Selfossi
20 ára og 190 cm hægri skytta
Þjálfarar eru Einar Guðmundsson og
Einar Andri Einarsson.
ÚRSLIT LEIKJA Á HM
Ísland-Púertó Ríkó 35-23
Ísland-Frakkland 29-24
Ísland-Brasilía 37-31
Ísland-Noregur 43-37
Ísland-Túnis 33-31
Ísland-Króatía 40-35
LÍNUMAÐURINN Heimir Óli Heimisson
MYND/IHF/MICHAEL HEUBERGER
HANDBOLTI Strákunum í 19 ára
landsliðinu tókst ekki að vinna
fyrsta gull Íslands á heimsmeist-
aramóti þegar liðið mætti gríðar-
lega öflugu króatísku liðið í úrslita-
leiknum á Heimsmeistaramóti 19
ára landsliða í Túnis í gærkvöldi.
Króatar unnu að lokum fimm
marka sigur, 35-40.
Íslenska liðið komst lítið áleiðis
gegn líkamlega sterkri vörn Króat-
anna og það var aðeins þegar hraða-
upphlaupin fóru að ganga um tíma
í fyrri hálfleik þar sem íslenska
liðið náði að bíta eitthvað frá sér.
Slæm byrjun í seinni hálfleik braut
íslenska liðið sem átti ekki mikla
möguleika eftir að hafa lent aftur
sex mörkum undir í upphafi seinni
hálfleiks. Bensínið var hreinlega
búið og niðurstaðan var því mikil
vonbrigði.
Íslenska liðið byrjaði leikinn
ekki vel, stressið leyndi sér ekki í
sóknarleiknum og í vörninni réðu
þeir ekkert við línumanninn Mari-
no Maric sem skoraði 5 af fyrstu 6
mörkum Króata í leiknum.
Króatar komust mest sex mörk-
um yfir, 2-8, þegar 12 mínútur
voru liðnar en það fór að ganga
betur þegar íslenska liðið breytti í
5:1 vörn. Með þessu tókst að loka
á línuna og um leið og strákarnir
fóru að stoppa króatana fóru þeir
að fá hraðaupphlaup sem gáfu mörg
mörk á næstu mínútum.
Íslenska liðið skoraði fjögur mörk
í röð og minnkaði forskot Króata
niður í eitt mark, 8-9 og á næstu
mínútum skiptist forkskot þeirra á
að vera eitt eða tvö mörk. Íslenska
liðið skoraði fimm af sex mörkum
sínum úr hraðaupphlaupum á þess-
um kafla og virtist vera komið í
gang.
Lokakaflinn í fyrri hálfleik var
hins vegar ekki nægilega góður,
íslenska liðið missti mann út af
sem Króatar nýttu sér vel og náðu
aftur fimm marka mun en íslenska
liðið skoraði lokamark hálfleiks og
minnkaði muninn í 15-19.
Króatar byrjuðu seinni hálfleik-
inn, skoruðu tvö fyrstu mörkin og
voru komnir í lykilstöðu í leiknum.
Það var eins og íslenska liðið brotn-
aði við þetta mótlæti því eftirleikur-
inn var auðveldur fyrir Króatana.
Íslensku strákarnir lentu mest tíu
mörkum undir en náðu að minnka
muninn aðeins í lokin.
Þetta er í þriðja sinn sem íslenskt
unglingalandslið vinnur verðlaun á
stórmóti. 1984-landsliðið vann gull
á Evrópumeistaramótinu í Slóvakíu
2003 og 1972-landsliðið vann brons
á heimsmeistaramótinu í Egypta-
landi 1993.
Einar Guðmundsson og Einar
Andri Einarsson hafa unnið mark-
visst með þetta lið í fjögur ár en það
er að einhverjum hluta skipað leik-
mönnum sem þeir hafa þjálfað hjá
FH og Selfossi frá því að þeir voru
bara stráklingar.
Þetta sama lið komst í undanúrslit
á EM 18 ára liða í fyrra en tapaði þá
28-33 fyrir Þjóðverjum og svo 35-42
á móti Svíum í leiknum um 3. sætið.
Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar
eftir sigur á Dönum í úrslitaleik en
Króatar lentu þar í 5. sæti.
Ólafur Guðmundsson skoraði átta
mörk í leiknum í gær og varð þriðji
markahæsti leikmaður mótsins með
48 mörk í sjö leikjum.
Svíar unnu bronsið eftir 30-27
sigur á Túnis í leiknum um 3. sætið
en Svíar voru 16-15 yfir í hálfleik.
ooj@frettabladid.is
Króatarnir voru bara alltof sterkir
Íslenska 19 ára landsliðið varð að sætta sig við silfrið eftir fimm marka tap í úrslitaleiknum á móti Króatíu
á HM í Túnis í gær. Þetta er besti árangur íslensk liðs á heimsmeistaramóti frá upphafi.
FRÁBÆR ÁRANGUR Íslenska 19 ára landsliðið tapaði í gær en náði sögulegum árangri. MYND/MICHAEL HEUBERGER
ÍSLAND-KRÓATÍA 35-40
Mörk Íslands: Ólafur Guðmundsson
8, Guðmundur Árni Ólafsson 7/3,
Örn Ingi Bjarkason 5, Oddur Grét-
arsson 5, Aron Pálmarsson 4, Ragn-
ar Jóhannsson 4, , Heimir Heimsson
2, Stefán Sigurmannsson 1.
Varin skot: Arnór Stefánsson 10,
Kristófer Guðmundsson 4/1.