Samvinnan - 01.03.1944, Side 8
SAMVINNAN 3. HEFTI
Steypið steina — byggið góða bæi
Eftir ÞÓKI B ALDVINSS O'IV
í síðasta hefti Samvinnunnar birtist grein eftir
Klemenz Kristjánsson, kornræktarfræðing á Sáms-
stöðum, undir nafninu Steypum steina, byggjum bæi.
Ég geri ráð fyrir, að margir lesendur hafi veitt grein
þessari eftirtekt. Klemenz Kristjánsson er einn af
okkar fáu vísindamönnum. Starf hans er engin akta-
skrift. Hann er þrautreyndur í því að fylgjast af vís-
indalegri nákvæmni með hverju því starfi, sem hann
vinnur eða lætur vinna. Orð hans eru því ekki fleipur.
Þau eru byggð á staðreyndum, sem óhætt er að
treysta. Steypum steina, byggjum bæi, segir Klem-
enz á Sámsstöðum.
Það hefur tekið íslendinga langan tíma að komast
upp á það að hlaða veggi úr steinum, gerðum af
manna höndum. Við vorum vanir að hlaða veggi úr
torfi og grjóti, en þegar hætt var að nota þau bygg-
ingaefni, virðist eðlilegt, að skyldar aðferðir um
veggjagerð hefðu tekið við, úr því að þeirra var völ.
Svo varð þó ekki, enda var munurinn meiri en í fljótu
bragði mætti virðast. Þegar býggður var torf- og
grjótveggur, voru hnausarnir oft stungnir á bygg-
ingarstaðnum jafnóðum og hlaðið var, en grjót ekki
ósjaldan við hendina í gömlum veggjarústum. Hér
þurfti því litla fyrirhyggju, og kom það sér vel, því að
fyrirhyggjan hefur aldrei verið okkar sterka hlið,
hvorki til sjós né lands. Það er hins vegar of seint að
ræmi, sem hann afmáði, þegar gamli torfbærinn var
rifinn, en í fullkomnari mynd eftir kröfum tímans,
með auknum þægindum og hentugra fyrirkomulagi.
Eins verður kaupstaðarbúinn jafnan að minnast þess,
um leið og hann byggir sér íveruhús í þéttbýlinu,
að hvert slíkt hús er steinsteyptur minnisvarði um
menningarstig og þroska hinnar ungu íslenzku kaup-
staðamenningar, en hvort tveggja á að bera samtíð-
inni vitni, er aldir líða. H. B.
steypa steinana, þegar tími er kominn til að hlaða
vegginn.
Klemenz Kristjánsson skýrir frá því, hvernig hann
steypir steina í afgangsstundum frá öðrum störfum.
Hann bendir á, að jafnvel einyrkinn hafi að jafnaði
dálítinn tíma afgangs á vetrum. Þessar stundir getur
hann notað til steinasteypu, ef hann kemur sér upp
torfkofa með þykkum veggjum og hlýju torfþaki, þar
sem hann getur unnið að þessari framleiðslu, án þess
að hún eyðileggist af frosti fyrsta sólarhringinn,
sem steinarnir eru að harðna.
Fjöldi húsa er nú reistur árlega úr hlöðnum steini.
Stórvirkar verksmiðjur, sumar með mjög fullkomn-
um vélum, framleiða steina þessa í tugþúsundatali.
Þess háttar framleiðsla hæfir vel bæjum og miklu
þéttbýli. En í dreifbýli sveitanna verður flutnings-
kostnaður þessa varnings óþarflega mikill og bæja-
framleiðslan of dýr. Þar verður sjálfs höndin hollust.
Þar hentar aðferð hins góða bónda og vísindamanns,
Klemenz á Sámsstöðum.
Hér á landi er aðallega um þrjár tegundir st’eyptra
veggjasteina að ræða. Eru það einfaldir steinar úr
venjulegri steinsteypu, R-steinar úr sama efni og hol-
steinar úr vikursteypu. Hinir síðast töldu eru mest
notaðir og hafa ýmislegt sér til ágætis. En þeir hafa
einnig sínar veiku hliðar, og gæta verður vissra ör-
yggisráðstafana, ef vel á að fara. Því miður verða
oft mistök í þessum efnum, og eru því mörg þessara
húsa köld og rakasöm.
Til þess að vikurhús geti lánast, er það fyrsta skil-
yrðið, að vikurinn, sem notaður er í steinana, sé nægi-
lega traustur, en vikur er mjög misjafnt efni af nátt-
úrunnar hálfu. Ef vikurinn er mjög smágjör, verður
að nota meira sement, svo að steypan verði nægilega
sterk. Aukið sement rýrir hins vegar einangrunar-
hæfni steinsins, og er því betra, að vikurinn sé ekki
76