Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1944, Qupperneq 16

Samvinnan - 01.03.1944, Qupperneq 16
SAMVINNAN 3. HEFTI KARL UlMST.I Í\SSO\: Er barnssálin borin út á klakann ? Veturinn 1908—1909 hófst framkvæmd hinnar al- mennu skólaskyldu hér á landi, og síðan hafa skól- arnir meira og meira verið látnir taka að sér andlegt uppeldi og fræðslu barnanna. Þetta hefur í fljótu bragði sýnzt vera æskilegt. Heimilin hafa losnað við að leggja fram vinnu, sem barnakennsla heima hefði krafizt. Börnunum hefur verið tryggð uppfræðsla hjá mönnum, sem sérmenntazt hafa til þess að kenna. Og öll hafa börnin, — bæði snauð börn og rík — haft sömu skyldu og þá um leið sama rétt til skólanna, þar sem þau hafa verið búsett. En þrátt fyrir þetta er eitthvað mjög alvarlegt að í þessum efnum. Eitthvað varnar góðum þrifum á þessum vettvangi þjóðlífsins. Menning barnanna virð- ista ekki vaxa því meira sem skólaskyldan hefur ver- ið aukin, en til þess hefur að sjálfsögðu verið ætlazt. Fastir barnaskólar þéttbýlisins virðast gefa hlutfalls- lega lakari raun en farskólar dreifbýlisins. Það verð- ur ekki séð, að árangur barnaskólahaldsins í landinu vaxi í samræmi við aukinn tilkostnað ár frá ári af þjóðfélagsins hálfu. Kennaramenntunin er aukin og kennurum fjölgað. Kennsluáhöld eru fengin full- komnari og fleiri. Húsakynni skólanna eru gerð hent- ugri og betri. Hvað er að? Árið 1905 orti Stephan G. Stephansson vestur í Ameríku eftirfarandi stökur um barnaskóla: Hér er andrúmsloft óholt. Hér er uppfræðslan þó stolt. Hér er máttur og megin úr menningu dregin. Hér í hugunum inni er heilbrigðissynjun, voða vatnssýki í minni og visnun í skynjun. Munu ei glappaskot gera — spyr mín stuttorða stakan — þeir, sem barnsvitið bera út á kenningaklakann? Skyldu ekki þessar snjöllu og sterku stökur geta að einhverju leyti átt við um barnaskólana hér eins og þeir eru orðnir nú? Mikil ástæða er til að hugleiða það. Ég skal nefna eitt dæmi: Almennur, fullþroska verkamaður vill nú orðið ekki vinna nema 8 klukkustundir á dag, — og þó raunar Gróður og sandfok. Jónas Hallgrímsson orti Móðurást: „Hver er hin grátna, sem gengur um hjarn, götunnar leitar, og sofandi barn hylur í faðmi og frostinu ver, fögur í tárum? En mátturinn þver, — hún orkar ei áfram að halda“. Jónas Hallgrímsson þýddi kvæði eftir Schiller, sem ekki væri úr vegi að lesa til samanburðar við ungfrú Maríu Farrar — Brecht — Laxness. Kvæðið heitir á þýzku Die Kindesmörderin — þ. e. Stúlkan, sem barn- ið myrti. Jónas kallaði kvæðið Dagrúnarharm. Þeir Kristinsliðar hafa löngum viljað telja sig arftaka Fjölnismanna í íslenzkum bókmenntum og yfirleitt menningarmálum, og ef til vill hefur það einmitt vakað fyrir Halldóri Kiljan, þá er hann þýddi hið sér- stæða Maríukvæði, að feta sem allra nákvæmast í fótspor Jónasar Hallgrímssonar. Varla munu þeir komast að raun um það, þeir sem lesa bæði ljóðin, Dagrúnarharminn og Maríukvæðið, að klumbufótur hafi farið í för skáldsins frá Hrauni í Öxnadal! í Kaþólsk viðhorf segir Halldór Kiljan í upphafi kaflans Bannskrá: „Eitt af því, sem Þórbergur Þórðarson finnur ka- þólsku kirkjunni til foráttu, er bann það, er hún legg- ur börnum sínum við lestri ýmsra rita. Þetta ætti þó sízt að vera Þórbergi undrunarefni, manni, sem bæði er kommúnisti og sósíaldemókrat, því Sóvét-Rúss- land, sem Þórbergur trúir á, gerir slíkt hið sama. Sameignarríkið rússneska bannar þegnum sínum lest- ur fjölda rita, þar á meðal biblíunnar, og þykir kurt- eisi. Ef einhver gjörist svo djarfur að víta háttalag Sóvéts eða ljósta upp glæpum þess, eru rit hans sett í bann eða hann ofsóttur, misþyrmt eða jafnvel drep- inn af kommúnistiskum lýð. (Ég leyfi mér að nota hér orðbragð Þórbergs sjálfs).“ 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.