Samvinnan - 01.03.1944, Side 17
3. HEFTI
SAMVINNAN
ekki svo lengi, því að hann tekur sér kaffidrykkju frá
af þeim tíma.
Skrifstofumaðurinn telur þetta of langan vinnudag
fyrir sig og fær hann víða styttan.
Barnakennarinn þarf að lögum ekki að kenna, nema
5—6 stundir á dag.
En barnið er látið vera í skólanum 5—6 stundir á
dag suma vetur skölaskyldunnar, og þar að auki eru
því sett fyrir heimaverkefni, sem geta orðið því jafn-
vel þriggja tíma starf á dag til viðbótar.
Sé áður nefndur vinnudagur fullorðna mannsins
hæfilega langur, —- eða jafnvel helzt til langur eins
og sumir halda fram, — hvaða vit er þá í því að leggja
þetta á barnið?
Reynslan mun líka vera sú, að aðeins óvenjulega
glaðar og góðar námsgáfur barna — samfara líkam-
legri hreysti — þola þessa meðferð í langsetuskólum.
Eftir 7 ára skólaskyldu, í 9 mánuði á ári sum árin,
er svo komið hjá alltof miklum hluta barnanna, að
námsgleði þeirra er dauð, námsáhuginn liðinn undir
lok, en námsleiðinn kominn í staðinn. Og þessu fylg-
ir svo, á mismunandi háu stigi að vísu, það sem skáld-
ið nefnir „voða vatnssýki í minni og visnun á skynj-
un.“ —
Ég skal taka annað dæmi:
Mér skilst, að frá því hafi meira og meira verið horf-
ið í skólunum upp á síðkastið að hlýða hverju og einu
barni yfir. Aftur á móti er hópurinn allur spurður,
þegar spurt er. Eða þeir nemendur, sem telja sig geta
svarað, látnir gefa merki og einhver þeirra svarar.
Með þessu fyrirkomulagi verður handleiðsla kenn-
arans ekki fyrir einstaklinginn svo sem skyldi. Máttar-
minni og gálausari nemendur missa af hendi hans.
t>eir verða aftur úr. Tækifæri er gefið til undan-
bragða frá því, að nemendur fylgist með. Hinn veiki
barnsvilji fær ekki þann stuðning, sem hann þarfn-
ast og lærifaðirinn á að geta veitt honum. Skólinn
leyfir einstaklingnum að hverfa í skugga hópsins —
eða lætur hann gera það, — og þar verður hann
skuggaplanta gul og guggin.
Hvað verður um fræ samviskuseminnar og sjálfs-
viröingarinnar í sálum bamanna, sem lenda í skugga
hópsins?
Hvernig þroskast persónuleiki þeirra?
Hvers virði er langt skólauppeldi fyrir þau? ■— og
fyrir þjóðfélagið, sem elur þau á þennan hátt upp
handa sér?
Ég ætla ekki að þessu sinni að nefna fleiri dæmi
eða taka fleiri atriði skólanna til umræðu. Þessi tvö
dæmi sýna, að mínu áliti, tvö megin-„glappaskot,“
sem gerð eru, og valda miklu um það, að ekki tekst
Síökur
eftir Pál á Hjálmsstöðum
LOFTUR STÝRIMAÐUR.
Sœr þá spillist, lœrist Loft
lipurð snillihanda.
Stýrir Gylli œrið oft
öruggt milli landa.
Skúm þótt breiði á borðin
dröfn,
og bylgjur freyði háar,
ratar skeiðin rétt í höfn
Ránarleiðir bláar.
FLUGVÉLAR í LOFTI.
Heyrist gnýr í háloftum,
hljóðið skýrist mesta.
Flokkur nýr af flugvélum
fœlir kýr og hesta.
Þœr eru að gœgjast
geimnum á
að glœpahrœfuglunum.
Þœr eru að bœgja þjóðum frá
þýzku sœuglunum.
Sindrar um stafna sólin gljá,
seigur og jafn er gangur.
Nœr mun safnast Fróni frá
fjandans hrafnaslangur?
vel fyrir barnaskólunum að annast uppeldið að því
leyti, sem þeir hafa verið látnir taka það að sér.
Börnunum er ofboðið með of löngum námstima.
Það er of litil rœkt lögð við einstaklinginn.
Þannig er „máttur og megin úr menningu dregin.“
Þeta er svo alvarlegt, að um það má segja, að
barnssálin sé borin út á klakann.
85