Samvinnan - 01.03.1944, Blaðsíða 26
SAMVINNAN
3. HEFTI
Milli fjalls og fjöru
Um nokkra mánuði hafa verið
auglýstar fjárgróðaútgáfur af
tveim frægum fornritum, Heims-
kringlu og Flateyjarbók. Það er
þjóðarminnkun að þessar bækur
og mörg fleiri fornrit skuli ekki
vera til á hverju heimili. Rándýr-
ar útgáfur bæta ekki úr þeirri
vöntun. Það kaupa ekki aðrir en
peningamenn eða bókasafnendur
bækur sem kosta 200—400 kr.
Um Heimskringlu er það að segja,
að fornritaútgáfan hefur gefið út
fyrsta bindið af þrem, og heldur
því verki áfram. Er það að öllu
leyti hin eigulegasta útgáfa. Þá
hefur verið mjög umtalað, að
menntamálaráð gæfi Heims-
kringlu út í heimilisútgáfu, og
verður það væntanlega þrauta-
lendingin.
*
Þessa dagana er að koma á
markaðinn á vegum Menningar-
sjóðs og Þjóðvinafélagsins Njála
og Saga íslendinga í Vesturheimi,
annað bindi. Njála er í fyrsta
sinn í íslenzkri útgáfu prýdd lands-
uppdráttum og myndum af sögu-
stöðum. Er bókin hin eigulegasta.
Áformað er að viðskiptamenn
þjóðarútgáfunnar fái eitt bindi af
íslendingasögum árlega um nokk-
ur ár, þar til íslendingasögur eru
á hverju heimili.
*
Frágangur og stafsetning Njálu
frá hendi Magnúsar Finnbogason-
ar og Björns Guðfinnssonar er
nú þegar orðinn til eftirbreytni
fyrir aðra útgefendur fornrita.
Jónas Sveinsson gefur út Flat-
eyjarbók undir yfirumsjón Sigurð-
ar Nordal, en Ragnar Jónsson for-
stöðumaður í smjörlíkisgerðinni
Smári Heimskringlu, hvorttveggja
mjög dýrar útgáfur. Er fullyrt, að
þessi tvö dýru verk byggi á þeim
grundvelli, sem lagður er í Njálu.
Halldór Kiljan Laxness mun hafa
lagt áherzlu á við Ragnar Jónsson,
að höfð yrði á Heimskringlu sama
stafsetning og útgáfuform eins og
þeir félagar höfðu áður á Lax-
dælu og Hrafnkötlu. En Ragnar
mun hafa svarað því, að það borg-
aði sig ekki fjárhagslega að halda
lengur áfram þeirra fyrri tilraun.
*
Sigurgeir biskup Sigurðsson
hefur farið mikla frægðarför til
Ameríku. Var hann fyrst fulltrúi
íslands á Þjóðræknisþingi íslend-
inga í Winnipeg og fór síðan um
flestar meiriháttar byggðir landa
vestanhafs, þar á meðal eftir allri
strönd Bandaríkjanna við Kyrra-
hafið.
í Bandaríkjunum var honum
vel fagnað og veittur margháttað-
ur sómi. Er sú sæmd að verulegu
leyti sýnd íslenzku þjóðinni, vegna
góðra kynna á undangengnum ár-
um. Ferð biskups mun væntanlega
fá sérstaka þýðingu, með því að
tengja íslenzku kirkjuna og söfn-
uði íslendinga vestan hafs nánari
kynningarböndum heldur en áður.
*
Mikil breyting stendur til á hér-
aðsskólunum, þegar unt verður að
koma á fót rúmgóðum vinnustof-
um fyrir pilta og stúlkur, eftir að
friður kemst á í heiminum. Var
sett löggjöf um þetta efni 1939, en
ekki verið unt að koma henni i
framkvæmd nema að litlu leyti.
Er þá svo ráð fyrir gert, að náms-
tíma verði skipt milli vinnu-
kennslu, bóknáms og íþrótta. Gert
er ráð fyrir eins konar framhalds-
námi í bóklegum fræðum fyrir
nemendur, sem eru rnjög vel að sér
í móðurmálinu, málfræði og bók-
menntum, þannig, að það nám
verði brú yfir til annarra og erfið-
ari bóknámsstofnana.
*
Einkennilegt atvik kom fyrir í
brúðkaupsveizlu í einum af stærri
kaupstöðum landsins. Embættis-
maður var að mæla fyrir minni
brúðarinnar og dró ekki úr hrós-
yrðunum. Komst hann svo að orði,
að sér hefði jafnan þótt foreldrar
og frændfólk brúðarinnar standa
einna fremst meðal „almúga-
fólks“ í bænum. Brúðhjónunum
og fólki þeirra öllu þótti þetta
grálega mælt. Vissi, að þetta orð
var eitt af algengustu niðrunar-
heitum, sem dönsku selstöðukaup-
mennirnir beittu við íslendinga.
Þóttust menn, er í boðinu voru,
tæplega hafa heyrt þetta óvirðu-
lega orð haft um hönd síðan er-
lendi verzlunarlýðurinn hvarf úr
landi. Þótti boðsgestum þessi orð-
ræða bera vott um óvenjulega
grómtekna og grófa sál ræðu-
manns, og takmarkalausa fyrir-
litningu í garð borgaranna í land-
inu.
Nokkur önnur orð eru enn til í
málinu, sem þörf er á að endur-
fæða, í því skyni, að þau verði ekki
til óþarfra leiðinda í landinu.
Sums staðar vantar heppileg orð
algerlega, t. d. um roskna ógifta
stúlku. Þá eru orð eins og vinnu-
kona og fjósamaður, sem heimskir
menn hafa gert að niðrunarorðum,
svo að ekki verður úr bætt, nema
með nýju heiti. Nýlega hefur kom-
ið fram í blaði bending um að
nefna allar konur frúr, hvort sem
þær eru giftar eða ógiftar, eins
og allir karlmenn bera sama á-
varpsheiti. Sú beiskja, sem lögð
hefur verið í orðin vinnumaður,
vinnukona og fjósamaður, hefur
að miklu leyti eyðilagt þessar
gagnlegu stéttir. í síðustu heims-
styrjöld tóku Danir upp þann sið
Framh. á bls. 97
94