Samvinnan - 01.03.1944, Blaðsíða 27
3. HEFTI
SAMVINNAN
Viðtal
Tið llagBDi Finnb»(aion:
\jáls «»ga í nýrri útgáfn
Innan skamms munu á-
skrifendur að bókum Menn-
ingarsjóðs og Þjóðvinafélags-
ins fá í hendur nýja útgáfu
af Njáls sögu. Á útgáfa þessi
nokkuð óvenjúlega forsö'gu,
og er ekki laust við, að deilur
hafi staðið um hana. Það varð
hljóðbœrt fyrir rúmu ári, að
Halldór Kiljan hefði fengið
leyfi dómsmálaráðherra, Ein-
ars Arnórssonar til að gefa
Njálu út með svipuðum breyt-
ingum og hann hafði gert á
Laxdœlu og Hrafnkötlu. Þing-
menn Rangœinga, Sveinbjörn
Högnason og Helgi Jónasson,
báru þá fram á Alþingi til-
lögu þess efnis, að Njáls saga
skyldi gefin út í nýrri og
vandaðri útgáfu fyrir atbeina
ríkisins, en Menntamálaráði
og Þjóðvinafélaginu yrði fal-
in framkvæmdin.
Stofnanir þessar kusu þá
Boga Ólafsson, Þorkel Jó-
hannesson og Vilhjálm Þ.
Glslason í útgáfustjórn, en
þeir réðu Magnús magister
Finnbogason, menntaskóla-
kennara til að vinna að út-
gáfunni.
Samvinnan hefur beðið
Magnús að segja frá tilhög-
un útgáfunnar i aðalatriðum,
og fer frásögn hans hér á
eftir.
Til útgáfu þessarar hefur verið
vandað eftir föngum, og má óhætt
fullyrða, að þetta verða vandaðasta
útgáfa af Njáls sögu, sem alþýða
manna hér á landi hefur átt völ
á hingað til. í bókinni verða nærri
20 myndir af sögustöðum og 2 kort,
annað af landinu í heild með sögu-
stöðum Njálu, en hitt er sérkort af
Rangár- og Árness-þingum........
. .Texti sögunnar er tekinn eftir
útgáfu Finns Jónssonar (Saga
Bibliotek, Halle 1908), og aftan við
hann eru allýtarlegar skýringar á
vísum og talsvert af textaskýring-
um, einkum ætlaðar þeim, sem eru
óvanir að lesa fornrit. Hefði ég
fremur kosið að prenta skýring-
arnar neðanmáls, en útgefendum
þótti réttara að hafa þær aftan
við af sérstökum ástæðum, sem
ekki koma þessu máli við. Framan
við söguna er stuttur formáli eftir
Vilhjálm Þ. Gíslason.
Hvernig er stafsetning á þess-
ari bók?
Mér var í upphafi falið að gera
tillögur um stafsetningu, og féllst
útgáfustjórnin síðan á þær í einu
og öllu. En í stuttu máli að segja
er löggilt nútímastafsetning not-
uð (nema á tilvísunum), þótt hins
vegar sé haldið málsvip og máls-
einkennum 13. aldar, að svo miklu
leyti sem nútímastafsetning og
letur hennar leyfir. T. d. er haldið
fornum myndum viðtengingar-
háttar (ritað vér farim í stað vér
förum). Að sjálfsögðu er og hald-
ið k og t þar, sem það hefur breyzt
MAGNÚS FINNBOGASON
i g eða ð í nútímamáli, t. d. ok,
mik, at og í lýsingarhætti þátíðar
ritað barit og farit í stað barið —
farið).
Hins vegar er í þessari útgáfu
notað st í miðmynd sagna, eins og
nútíðarmáli, og þótti rétt að velja
þá leið, þar sem í handritum frá
síðari hluta 13. aldar er oftast
rituð z, en ekki sk sem tákn mið-
myndarinnar, t. d. þeir berjazt, nú
berjast. Þessi ritháttur miðmyndar
mun sem sé benda til þess, að
breytingin úr sk í st hafi einmitt
verið að gerast um það bil, er sag-
an var færð í letur.
Á vísunum er höfð forn sam-
ræmd stafsetning eins og í Forn-
ritaútgáfunni, enda eru vísurnar
ýmist miklu eða allmiklu eldri en
sagan eða lagðar í munn mönnum,
er uppi voru 2—3 öldum áður en
sagan var rituð, og eiga þær því
samkvæmt eðli málsins að hafa
fomlegri blæ en texti sögunnar.
Er mikill munur á stafsetningu
Fornritaútgáfunnar og Njálustaf-
setningar þinnar?
Nei, munurinn er ekki ýkja mik-
ill. í Fornritaútgáfunni eru notuð
tvenns konar ö (skástrikað og með
lykkju) og tvenn æ, en í Njáluútg.
95