Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1947, Page 4

Samvinnan - 01.02.1947, Page 4
náttúrunnar liencli eru góð og þingeyskir bændur, margir hverjir a. m. k., hafa lagt meiri rækt við ullarframleiðsl- una en stéttarbræður þeirra víða annars staðar á landinu. En nú er skarð fyrir skildi í IJingeyjarsýslu. Hinn gamli þingeyski fjárstofn má nú iheita með öllu ihorfinn þaðan, þótt hann kunni að vera dreifður um aðrar byggðir. Á síðustu árum hefur sauðfé á svæðinu frá Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði til Jökulsár á Fjöllum, fallið fyrir mæðiveiki- vörnum, og í staðinn hefur komið fé úr öðrunt héruðum, að verulegu leyti frá Vestfjörðum. Hin fallega blæhvíta ull, sem fulltrúarnir dáðust svo að í fjárhúsinu á Gríms- stöðum, er óvíða til vestan Jökulsár, en í staðinn er komin hin blakka og togmikla Vestfjarðaull. Þetta boðar nýja erfiðleika í sókninni fyrir betri vörum úr íslenzku ullinni, sagði Jónas Þór verksmiðjustjóri, er eg ræddi við liann um framtíð ullarvinnslunnar og fyrirhugaða stækkun Gefjunar nú á dögunum. En hvergi verður þó staðar numið. Miklar endurbætur á Gefjuni eru fyrirhugaðar, bæði aukning á af- köstum og endurbætur í vinnuaðferðum, eftir þ\í sem fært þykir. Kambgarnsvinnslan — brautryðjendastarí Santbandið keypti Gefjuni árið 1931 og þegar árið 1934 tók kambgarnsspunadeildin til starfa. Var það miki! nýj- ung í íslenzkum ullariðnaði og stórt spor í framfaraátt. Þegar SÍS eignaðist Gefjuni, var yfirleitt talið að íslenzka ullin væri of grófgerð fyrir kambgarnsspuna, en tilraunir, sem gerðar voru á vegum verksmiðjunnar bæði í Englandi og Noregi, leiddu í Ijós, að miklir möguleikar voru á þessu sviði. Var síðan afráðið að kaupa kambgarnsspunavélar í Englandi og var byggingu verksmiðjuhúss og uppsetningu lokið árið 1934. Kambgarnsdúkar Gefjunar eru fyrir löngu orðnir landskunnir, og raunar víða um lönd, en alltaf hefur verið stefnt að bættum framleiðsluaðferðum. Eg bað Jónas Þór að skýra fyrir lesendum Samvinnunnar í hverju kamb- garnsvinnslan væri fólgin. „Kambgarnsvinnsla úr ull er allflókin og umfangsmikil framleiðslugrein," sagði Jónas. „Til hennar þarf a. m. k. 22 vélar og vélasamstæður, sumar mjög margbrotnar og fyrirferðarmiklar. Vinnslan sjálf er aðallega í því fólgin, að teygja úr ullinni alla liði og leggja hárin öll samhliða. Verður sá spuni ekki óáþekkur rokk- spuna, að því leyti að fingur spunakonunnar strjúka þráð- inn og leggja hárin að miklu leyti samihliða. Gömlu tóskap- arkonurnar í sveitinni ,tóku innan úr u'llinni,' sem kallað var, en það voru stuttu hárin, sem eru innst í ullarreifinu. Sarns konar aðferð er í rauninni notuð við kambgarns- vinnsluna. Stuttu hárin eru greind frá í sérstakan flokk, því að þau eru ónothæf til kambgarnsgerðar. Nú er ekki hægt að vinna mjög fínt kambgarn úr íslenzku ullinni eins og sakir standa, vegna þess, hve mikið er af löngum og gildum toghárum. Við höfum þó getað spunnið band, sern er nr.26 að fínleika, úr beztu ullinni, en úr góðriMeríónull má spinna band, sem er allt að 80 að fínleika, og fínleiki bands í enskum ullarefnum, sem algengust eru á markaði hér, mun vera 54—58. Nú er ekki útilokað að takast megi að spinna fínna band en 26 og hef-ur það vitaskuld verið áhugamál okkar, sem að þessu vinnum, að spinna fínna band og vinna fínni og eftirspurðari vöru. Til þess að svo 4 megi verða þarf að finna ráð til þess að ná lengstu og gróf- ustu toghárunum úr ullinn. Að þessu liefur verið unnið i Gefjuni á undanförnum árum og má segja, að nokkuð se komið áleiðis. Einn af ullarvinnslufræðingum okkar hefur dvalið í Bandaríkjunum og Bretlandi til þess að kynnast nýjungum á þessu sviði og ýmsu öðru í sambandi við ull* arvinnsluna. Nú eru aðstæður nokkuð breyttar hér heima, vegna þess að ullanbezta féð er að verulegu leyti horfið, þótt væntanlega sé þar aðeins um bráðabirgðatjón að ræða. Og ef til vill líður nokkur tími enn unz úr því verður skorið, ih.vort í það verður ráðist eða ekki að setja upp sér- staka deild við veéksmiðjuna til fínni spuna. En haldið verður áfram að rannsaka þetta ogfylgjast með nýjungum, sem fram kunna að koma. Næsta verkefni — bygging ullarþvottastöðvar Hin nýja aðgreining ullarinnar — fínni spuni og vefn- aður — er vissulega framtíðarverkefni. En það sem næst liggur fyrir að leysa — bæði fyrir verksmiðjuna og ullar- framleiðendur landsins — er að koma upp þvottastöð fyrn ullina. Þvottavélar Gefjunar voru settar upp 1934 og voru þá miðaðar eingöngu við þarfir verksmiðjunnar. Þessai vélar eru nú orðnar svo úr sér gengnar, að nauðsynlegt ei að endumýja Jiær. Nú er viðhorfið annað en það var 1934. Á síðari áruin liefur ullarþvotturinn skapað bændum og kaupfélögum sívaxandi erfiðleika. Mannekla í sveitum o. f'- veldur því, að æ erfiðara er fyrir bændur að þvo ullma heima. Mikill áhugi er fyrir því rneðal bænda víða uitt landið, að u'llarþvottastöðvar taki Jretta verk að sér. Kemui þá tvennt til greina fyrir samvinnufélögin: Reisa litlar þvottastöðvar heima í héruðunum, og miða afköst þeirra við heimaframleiðsluna, eða sameina þessa nauðsyn og þörr Gefjunar fyrir nýja Jivottastöð — gera ihana svo stóra, að luin g;eti tekið á móti og Jivegið mestan hlutann af ullar' framleiðslu landsins. Að þessu síðar nefnda er nú stefnt. Sanrbandið er nú um þessar rnundir að festa kaup :l þvottavélum í Bretlandi, sem munu geta afkastað þvotti a ull landsmanna. Er ráðgert að verksmiðjustjórinn fari utan nú á næstunni og gangi frá þessum málum. Nokkur tmn mun Jdó líða, unz þessu máli er hrundið í framkvæmd, þvl að afgreiðslutími á vélum þessum, frá verksmiðjum í Eng' landi, er langur. Eri gera má ráð fyrir, að byggingab'am- kvæmdir hefjist áður en langt um líður. Eins og að líkum lætur, Jiarfnast slíkt fyrirtæki mjög mikils húsrúms. Ma raunar segja, að bygging þvottastöðvar, með þarfir landsins fyrir augum, sé stórfyrirtæki. Vélar og hús munu kosta mikið fé, og til Jiess að hrinda Jressu máli fram, þarf auk Jiess velvilja og skilning ullarframleiðenda. Verður m- a- nauðsynlegt að gera breytingar á núverandi ullarmati og miða það við háralag ullarinnar og efnisgæði, en ekki að- eins við hreinleik hennar og blæfegurð, svo sem verið hef- ur. Væntanlega mundi slíkt ullarmat glæða áhuga manna fyrir bættri ullarframleiðslu og ræktun ullarvæns stofns. Á að vinna úr allri ullinni heima? Á liðnum árum hefur Sambandið, með starfrækslunni a Gefjunni, stefnt að því, að sem mest af íslenzku ullin111

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.