Samvinnan - 01.02.1947, Qupperneq 6
ÍBÚAR JARDARINNAR EI6A
AD NJÓTA AUDÆFA HENNAR
Þegar allur heimurinn er orðinn vett-
vangur samvinnustarfs, er grundvöllur
öruggs friðar fundinn
Á síðasta ársþingi sænsku sam-
vinnufélaganna flutti Albin Johans-
son, forstjóri Kooperativa Förbund-
et, athyglisvert erindi um alþjóða
samvinnustarfið og þýðingu þess
fyrir mannkynið. Samvinnan flytur
hér nokkur atriði úr þessu erindi.
STYRJÖLDIN hafði hvarvetna
mikil áhrif á þróun samvinnufé-
laganna, þótt með ólíkum hætti iværi í
hinum ýmsu löndum. Samvinnuhreyf-
ingin hefur staðist alla storma alls
staðar í Evrópu nema í Þýzkalandi.
Nazistastjórnin hafði þegar lagt hana
í rústir, áður en stríðið brauzt út, og
endurreisnin er ennþá skammt á veg
komin. í Bandaríkjunum hefur sam-
vinnuhreyfingin vaxið úr barni í reif-
um til þróttmikils æskumanns á örfá-
um árum. Ameríska samvinnuhreyf-
ingin nær nú til meira en tveggja
milljón heimila og vörusalan á ári
nemur á þriðja milljarð króna. Þessi
öri vöxtur amerísku samvinnufélag-
anna er góðs viti um hið alþjóðlega
samvinnustarf.
Erjálsari verzlun — skilyrði
alþj óðlegs samstarfs.
Allt til þessa dags hefur samvinnu-
hreyfingin mest megnis starfað innan
landamæra einstakra ríkja, sem hafa
megnað að koma á fót voldugu sam-
vinnuskipuilagi til vörudreifingar og
6
framleiðslu. En samvinnuverzlunin
hefur ekki verið áberandi í alþjóða-
verzluninni. Skýringin liggur í því, að
samstarf heimilanna miðar fyrst og
fremst að því, að sjá um að nauðsyn-
legar neyzluvörur séu fyrir hendi við
skaplegu verði, en samvinnan um
stofnun allsherjarsambands kaupfélag-
anna í hverju þjóðfélagi situr á hakan-
um til að byrja með og það tekur að
jafnaði langan tíma að gera slík sam-
tök þannig úr garði, að þau séu þess
megnug að takast á hendur mikil verk-
O O
efni. Þó er samstarf samvinnusam-
bandanna, sérstaklega á sviði iðnaðar-
málanna, þegar orðið talsvert, því að
fyrirtæki samvinnumanna, hvar sem
þau eru í veröldinni, eru opin fyrir
samvinnumönnum allra landa til lær-
dóms og skipta á starfsreyns-lu. Sam-
starf samvinnusambandanna getur
hæglega náð alla leið að framleiðslu
liráefna. En óski samvinnumenn að
hafa algjör áhrif á verðlag framleiðslu-
varanna, allt frá því að hráefnið er
unnið, unz varan er rétt yfir búðar-
borðið, skapast miklir erfiðleikar,
mest vegna þess, að eftirspurnin eftir
hráefni og hálfunnri vöru er ekki
nægileg. Þegar samvinnusamtök ein-
staks lands reyna að seilast svo langt til
þess að geta ráðið verðlaginu að ölln
leyti á viðkomandi vöru, verða erfið-
leikarnir geysilega mikdir. Gott dæmi
um þetta eru samningaumleitanir þær,
er eitt sinn fóru fram í milli samvinnu-
sambanda Norðurlanda, um stoln-
setningu feitmetisverksmiðju. "
Hin þjóðernislegu viðhorf hreyfing-
anna í löndunum, gerðu framkvæmd
þessarar áætlunar ógerlega. Það var
fyrst eftir að sænska samvinnusani-
bandið hafði 'komið olíuverksntiðj-
unni í Karlshamn á fót, að hægt var að
byrja að vinna að þessum málum með
nokkrum árangri. Miklir og margvis-
legir erfiðleikar hafa orðið á vegi þessa
samvinnufyrirtækis, en það hefur sigr'
ast á þeim og hefur verið starfrækt
með miklum árangri fyrir samvinnu-
menn í Svíþjóð og víða annars staðar.
Þrátt fyrir torfærur þær, sem tak-
mörkun hreyfinganna og ólík þjóðern-
isleg viðhorf, leggja í veg alþjóðlegs
samstarfs, er ljóst, að slíkt samstarf get-
(FramhalcL á bls. 22)