Samvinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 11
„Gamla búðin“ frá Köfjing i hinu nýja umhverfi
Svíar heiðra frumherja samvinnu-
hreyfingarinnar í landi sínu
Fyrsta kaupfélagsbúðin verður varðveitt sem minjasafn
ingu fyrir samvinnuhreyfinguna. Þau gera
mönnum fært að tengjast böndum við löngu
liðna tíð, skilja erfiði hennar og stríð og þó
fyrst og fremst hina miklu og sterku trú
hennar á framtíðina og hugsjónina. Vel virð-
ist athugandi, hvort ekki muni fært fyrir ís-
lenzku samvinnuhreyfinguna, að koma upp
slíku minjasafni. Það mundi gefa ungu kyn-
slóðinni, sem á að erfa alla hina miklu félags-
byggingu, betri hugmynd um það stríð og erf-
iði, sem varð að heyja, en langar frásagnir og
ritgerðir.
Eitt mesta vandamálið, sem bíður sam-
vinnuhreyfingarinnar hér, er að gera ungu
kynslóðinni það skiljanlegt, að samvinnufé-
lögin hafa náð þeim vexti í þjóðfélaginu,
sem raun ber vitni, aðeins fyrir þrotlaust
starf og ríkan skilning fólksins. Þótt starfs-
aðstæður séu nú aðrar, en var á dögum frum-
herjanna, þarfnast samvinnufélögin enn
þessa skilnings á eðli starfsins og siigu hreyf-
ingarinnar. Ut frá jíessu sjónarmiði, væri
stofnun minjasafns mikil og góð sáning, sem
líkleg er til þess að gefa góða uppskeru.
¥ OKTÓBER á sl. hausti fór fram hátíðleg
athöfn í námunda við sænska samvinnu-
*kólann Vár Gárd. Fyrsta kaupfélagsbúðin í
Svíþjóð — „gamla búðin“ í Köping — var
opnuð sem minjasafn sænsku samvinnuhreyf-
ingarinnar. Sænska samvinnusambandið
hafði keypt húsið í Köping og látið flytja
það til þessarar miðstöðvar sænskrar sam-
vinnumenningar. Þar á það að standa um
alla framtíð til heiðurs frumherjunum og til
áminningar um það, að samvinnuhreyfingin
kom snauð af jarðneskum fjármunum í þenn-
an heim. Hún á rót sína að rekja til vonar-
mnar um betra og menningarlegra líf fyrir
alþýðuna, eins í Svíþjóð og á Bretlandi og
íslandi. Minjasafn vefaranna í Rochdale er
fátækleg búðarkytra með moldargtilfi og
óhefluðu plankaborði. Litla búðin frá Köp-
Mig er lítil og jrar var ekki mikið úrval á boð-
stolum. En Jjar, eins og í Rochdale, verður
húðin stór í smæð sinni og fátækt þegar
menn minnast Jjess hverju þessi litli vísir
fékk áorkað til hagsbóta fyrir alla þjóðina.
Kaupfélagið í Köping var stofnað af verka-
mönnum og handiðnaðarmönnum og það
°pnaði þessa fyrstu sölubúð árið 1900 og not-
aði hana til ársins 1903, en þá var starfsemin
orðin svo umfangsmikil, að hún rúmaðist
hvergi nærri í þessari einu kytru. Þannig hef-
Ur þróunin verið alls staðar. Hvert einasta
haupfélag þekkir Jjessa sögu. Nú er kaupfé-
lagið í Köping orðin ntyndarleg, nýtízku
stofnun, sem starfrækir 25 fullkomnar sölu-
búðir og verzlar fyrir meira en 3 milljónir
króna á ári hverju.
Einn af fyrstu trúnaðarmönnum félagsins
var Martin Sundell, hinn mikli leiðtogi
sænsku samvinnuhreyfingarinnar, sem skip-
ar svipaðan sess í hugum sænskra samvinnu-
nianna og Hallgrímur Kristinsson á íslandi.
Hann andaðist 1910, aðeins 30 ára gamall.
Sænska sambandið hafði boðið ekkju hans til
þessarar hátíðlegu athafnar og einnig þeim
öðrum starfsmönnum félagsins, sem á lífi eru.
AHir luku upp einum munni um það, að vel
hefði tekist að gefa búðinni liinn uppruna-
lega svip. Öll innrétting var með nákæmlega
sama sniði og í upphafi og í hillum þær vör-
ur> er á boðstólum voru í Köping, er búðin
var opnuð fyrir 46 árum síðan. Þar getur að
hta heimabakað brauð, tígulega sykurtoppa,
oeftóbakskrúsir og ýmsar gamlar vörutegund-
'ý og umbúðir, sem nú sjást hvergi lengur.
Uti í horni stóð nákvæm eftirlíking síldar-
tunnu!
Minjasöfn, sem Jjetta, geta liaft mikla þýð-
I'ui vigsluathöfninni. Gömlu afgreiðslumenn-
lrnir rifja upp hvernig á að snúa ,kramarhús‘
11