Samvinnan - 01.02.1947, Page 12
UNDANFARIÐ hefur verið sýningaröld
hér á landi, eða í Reykjavík að minnsta
kosti, og ekki er útlit fyrir, að hún taki skjót-
an enda. Hver sýningin hefur rekið aðra, og
má nefna sem þær helztu Byggingasýninguna,
Sjávarútvegssýninguna og Tónlistarsýning-
una, sem nú nýlega er lokið, auk málverka-
sýninga, sem eru töluvert annars eðlis en hin-
ar. í undirbúningi er svo Landbúnaðarsýn-
ing, sem vænta má að verði stórkostlegust af
þeim öllum, og er hún mikið tilhlökkunar-
efni öllum þeim, sem unna íslenzkri atvinnu-
sögu í fortíðinni og því framhakli hennar,
sem hulið er í skauti framtíðarinnar.
Sýningar eru ekki nýtt fyrirbrigði. Flest
söfn eru t. d. sýningarsögn og hlutverk þeirra
er öðrum Jiræði að gefa yfirlit yfir allt það,
sem upp á er boðið á sérsýningunum. Þegar
sérstök atvinnugrein eða listgrein er tekin
fyrir á sérsýningu, er allri athyglinni beint
um stund að henni einni, það er brugðið yfir
liana miklu sterkara ljósi en unnt er að gera
á yfirgripsmiklum þjóðmenningarsöfnum og
því ólíkt meiri líkur til, að hægt sé að gera
hana skiljanlega og áhugaverða öllum al-
menningi. Sýningar þessar eru haldnar í fróð-
leiksskyni á þann hátt, að lögð er stund á að
kynna sýningargestinum þróunarferil við- Dr. Páll ísólfsson heldur reeðu uið opnun tonlistarsyningarinnar.
Boðið upp á þegnrétt í ríki tónanna
Með Tónlistarsýningunni í Reykjavík hafa tón-
listarmenn gert tilraun til þess að ávarpa
þjóðina ,,á máli hins ólýsanlega“
komandi málefnis eða menningargreinar um
aldaraðir og sýna honum svart á hvítu, hvern-
ig sá áfangi, sem hún er nú stödd á, hefur
náðst. í áróðursskyni þannig, að brýnt er fyr-
ir mönnum menningargildi greinarinnar, út-
skýrð áhrif hennar á þjóðlífið og bent á veg-
inn, sem iðkendur hennar hyggjast fara, hið
menningarlega mark sem hún setur sér. Sýn-
ingarnar eru undantekningarlaust áróður
fyrir íslenzka menningu og mun ekki af
veita.
Sjón er sögu ríkari, segir máltækið og í
krafti þessa gamla, viðurkennda sannleiks eru
sýningarnar haldnar. Maður er orðinn svo
langþreyttur á hrókaræðum og útlistunum,
að maður verður dauðfeginn að geta tekið
við dálitlum fróðleik með öðru skilningar-
viti en heyrninni. Það er stundum talað um
sýnikennslu. Sýningar þessar eru einmitt
sannkölluð sýnikennsla, og þær vekja mann
til hugsunar um þá feikna möguleika, seni
það kennsluform hlýtur að búa yfir. Hugsa
sér sýnikennslu í sumum námsgreinum, t. d.
landafræði með kvikmyndum, er sýndu líf og
háttu fólks úti um víða veröld! Eða náttúru-
fræði, jafnvel sögu. Þetta er raunar útúrdúr,
en það væri meira gaman að era skólapiltur,
er maður ætti þess kost að sjá sjálfur eitthvað
af því, sem blessaðir kennararnir eru að lýsa.
12
Tónlistina verður maður að meðtaka með
heyrn sinni og margan mundi því gruna, að
erfitt væri að kynna þá list með sýningu. Nú
er bað raunar satt, að á þessari sýningu er
miklu fleira fyrir eyrað heldur en á þeim
öðrum sýningum, sem hér hafa verið haldn-
ar. Hér eru flutt ágæt tónverk ýmissa meist-
ara og tónlist margra landa kynnt á sérstök-
um tímum með dæmum og fyrirlestrum. Er
þetta fróðlegt fyrir alla og unaðslegt fyrir þá,
sem svo eru af guði gerðir, að þeim er unnt
að njóta þessarar listar, sem snjall maður hef-
ur kallað „mál hins ólýsanlega". En þó að
þessu sé sleppt og aðeins talað um jjað, sem
hér er sýnt, sýninguna sjálfa, þá verður mað-
ur að viðurkenna með aðdáun, að það hefur
tekizt að bregða hér upp sjónmynd, sem vak-
ið getur hinn ósöngvasta hljómleysingja til
umhugsunar um hag og hlutverk þessarar list-
ar. Ríki tónanna er honum ef til vill ekki
opnara að heldur, en það má mikið vera, ef
honum eykst ekki löngun til að vinna sér Jiar
borgararétt, og Jtar með er honum strax farið
að miða í rétta átt. Ætli það sé ekki öllu
öðru fremur þetta, sem vakað hefur fyrir hin-
um góðu mönnum, sem beittu sér fyrir sýn-
ingunni, að ýta við þeim sljóu og kveikja Jrrá
eftir hlutdeild í þeirri list, sem þeir hafa
helgað líf sitt.
Tónlistarsýningin var opnuð við sterkan
og annarlegan þyt hinna fornu dönsku brons-
lúðra, ,^m eru fornastir allra norrænna hljóð-
færa og skipa veglegan sess í hljómlistarsögu
heimsins. Þeir voru smíðaðir á bronsöld
hinni nýju, um 800 f. Kr., meðan glórulaust
siiguleysi hvíldi enn yfir Norðurlöndum. A
sínum tíma hafa þeir sennilega verið þeyttir
við guðsþjónustur þeirra tíðar manna, er þeir
tignuðu sólguðinn, hvernig sem þær rnessur
hafa nú annars verið. í sambandi við það a
eg einkennilega og skemmtilega minningu.
Vorið 1938 fór eg með nokkrum dönskurn
stúdentum til Langalands í heimboði gamals
kaupmanns, sem Winther hét. Hafði sá áhuga
mikinn á fornleifafræði og eyddi bæði fé °S
kröftum henni til framgangs. Ekkert sparaði
hann til að gera okkur dvölina sem skemmti-
legasta og sýndi okkur allar þær fornmenjar,
sem hann þekkti á eynni, og þær voru ekki
fáar. Eitt sem hann sýndi okkur, var sólve
bronsaldarmanna, eða helgistaður, þar sem
sólarguðinn hefur tignaður verið. Var þa®
gríðarmikill aflangur hóll vaxinn kjarrskogt
með stórum trjám innan um. Ekki voru Jtar
mannaverk utan steinahrúgald allmikið, sem
mun hafa verið það allra helgasta meðan það
var og hét. En ef el var að gáð, mátti greina
fornlegan götusneiðing skáhallt upp vestur-
lilið hólsins og upp á hann nyrzt, en síðan
beygði liann til suðurs og stefndi þá á grjot-
hrúguna, sem þá var í hásuðri, horfði við sól,
er hún var hæst á lofti. Allt Jretta útskýrði
Winther með logandi fjöri og umlifnun:
„Hugsið ykkur,“ sagði hann, „bronsaldar-
fólkið safnazt saman hvaðanæva og halda i