Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1947, Page 14

Samvinnan - 01.02.1947, Page 14
Sjálfsmynd af PETER PAUL RUBENS (1577-1640); þessi mynd var gerö fyrir Karl I. áriö 1623. Franska prinsessan Henriette Marie, er varð drottnings Karls 1-, eftir hollenzka meistarann VAN DYCK (1599—1641). LISTAVERKASAFN BREZKU KONUNGSÆTTARINNAR sýnl I fyrsta sinn SKÖMMU fyrir jólin hófst merki- leg listasýning í Burlington House í London. í fyrsta sinn í sög- unni var þar opnuð almenn sýning á málverkum brezku konungsættarinn- ar. Brezkir listdómarar hafa nefnt sýn- ingu þessa merkilegasta listaviðburð vetrarins, því að í þessu safni eru sýn- ishorn af verkum flestra evrópskra meistara, allt frá byrjun 16. aldar og til þessa dags. Málverkasöfnun Bretakonunga hófst snemma á 16. öld með valdatöku Tudorættarinnar (1509—1603). Hin- rik VIII. hélt henni áfram, en allt var í smáum stíl þangað til á valdadögum Karls konungs I. (1625—1649). Hann hóf málverkakaup víða um lönd og þótti hafa mikinn og góðan skilning á þessari listgrein, eins og raunar sést á því, að hann safnaði verkum meistar- 14 Brezkir konungar haía safnað verkum meistar- anna síðan á 16. öld anna Titian, Rubens og Van Dyck, sem varð hirðmálari hans og hafði þá þegar og alla tíð síðan mikil og djúp- tæk áhrif á brezka málaralist, sérstak- lega á andlitsmálningu. Málverkasafn Karls konungs I. hef- ur líklega verið það merkasta, sem nokkru sinni hefur verið til í Evrópu. Hann fékk snemma mætur á málurun- um Dúrer og Holbein og keypti verk þeirra, á meðan þau voru fáum kunn. Hann virðist hafa haft betri skilning á ítalskri málaralist, en samtíðarmenn hans flestir og jafnframt hafa gert sér ljóst, að ítalski skólinn var í hrömun á þessum tíma og verkum meistaranna frá fyrri tíð var ekki nægur sómi sýnd- ur. Hóf hann því að safna verkum þessara meistara, og í safni hans mátti brátt sjá verk eftir Leonardo, Gior- gione, Correggio og fjölda mynda eftir minna kunna listamenn. Þá koinst hann yfir myndir eftir Rafael og !&- Iega bezta Titiansafn, sem nokkru sinni hefur verið til. Eftir að Karl konungur I. hafði ver- ið tekinn af lífi, leit út fyrir að lokið mundi þessum þætti í sögu brezku konungsættarinnar, því að Cromwell afréð að selja málverkasafnið og gerði það, en hélt þó eftir nokkmm mynd- um handa sjálfum sér og vinum sin- um. Þetta tiltæki hafði þó ekki mikd áhrif á safnið, því að þótt listaverkin dreifðust víða um jarðir eftir söluna, gekk sonur Karls I., Karl konungur II., svo rösklega fram í að safna þeirn saman, eftir að konungdæmið hafði verið endurreist, 1660, að flestar myndirnar koma til skila aftur.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.