Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1947, Síða 15

Samvinnan - 01.02.1947, Síða 15
Þó urðu veruleg vanhöld á myndum Titians og eru flest- ar dýrmætustu myndirnar, sem nú prýða listasöfnin í Louvre í París og Vínarborg, úr þessu safni Karls konungs. Eftir þetta óhapp hefur safnið vaxið jafnt og þétt með hverjum konungi og voru þó tveir mikilvirkastir, þeir Ge- org konungur III. (1760—1820), sem keypti heilt safn af hrezkum embættismanni í Feneyjum, þ. á. m. flest öll roeiriháttar verk meistarans Canaletto, og Georg IV., sem varð hrifinn af hinum hollenzku meisturum þeirra tíma og safnaði verkum þeirra. Síðan hafa allir brezkir konungar aukið og bætt safnið að meira eða minna leyti, m. a. með haupum á verkum brezkra meistara, svo sem Gainsbor- °ugh, Reynolds o. m. fl. Sýningunni í Burlington House er skipt í tvær megin- deildir: Fyrri deildin er nær einvörðungu andlitsmyndir; elztar þeirra eru myndir Holbeins og má síðan rekja þróun þessarar listgreinar í myndum eftir Van Dyck, Lelys, Reyn- olds og Gainsborough til hinnar sérkennilegu listar brezka uiálarans Sir Thomas Lawrence, sem málaði andlitsmyndir af helztu stjórnmálamönnum og herforingjum er stóðu að S1grinum yfir Napóleon. Ein þessara mynda, af Von Gentz fríherra, er sýnd hér í blaðinu. Þessar myndir Lawrence eru allar teknar úr hinum svonefnda Waterloo-sal í Wind- sorkastala. í þessari deild eru einnig hinar stóru myndir Van Dyéks, er hann gerði sem hirðmálari, þ. á. m. mynd Karls konungs á hestbaki, í fullri likamsstærð, mynd Ru- hens af konungsfjölskyldunni o. fl. Hin deildin sýnir verk ítalskra listamanna og ýms sund- Urleit snilldarverk hollenzkra meistara. Á meðal þeirra eru Myndin er eftir hollenzka meistarann JAN STEEN (1626—1672 og er frd veitingahúsi þeirrar tíðar. myndir eftir Rembrandt, Vermeer, Ter Borch, Jan Steen, Pieter de Hooch og Teniers. Brezkir listgagnrýnendur hafa bent á, að sýning þessi sé raunar meira en opinberun á snilld oneistaranna. Hún sé einnig mikils verði frá sögulegu sjónarmiði og lærdómsrík fyrir þá, sem kynnast vilja þróun tækni og tízku í myndlist. Þá er hún og meridlegur minnisvarði um listhneigð brezku konungsættarinnar og þeirra fjársjóða, er áhugi hennar á listum hefur fært allri þjóðinni. „Samvinnan" flytur hér fjórar myndir af málverkum í þessu einstæða safni. Þrjár þeirra eru eftir hollenzka meist- ara, en ein eftir brezkan. ^fyPdin er eftir brezka mdlarann SIR THOMAS LAWRENCE og er 0 tenzkum aðalsmanni, Von Gentz, er var einn af helztu ráðgjöfum Metternichs. — Myndin er gerð i Vin 1818. Athyglisverð orð „----Niðurstaðan er sú, að núverandi skipan innflutningsverzl- unarinnar valdi því, að mjög erfitt sé að koma með öllu f veg fyrir fjárflótta, skattsvik og verðlagsbrot, auk þess sem dreifing innfluttrar vöru sé óeðlilega kostnaðarsöm og bindi of mikinn fólksfjölda og of mikið fjármagn fyrir öðrum atvinnugreinum. Nefndin telur ýmsar ráðstafanir koma til greina til úrbóta. Sökum eðlis samvinnufélaganna og lagaákvæða þeirra, sem um þau gilda, mun ekki þurfa að óttast tilhneigingu til fjárflótta og skattsvika eða verðlagsbrota af þeirra hálfu, og þar eð þau endur- greiða félögum ágóða i hlutfalli við vörukaup, ætti raunverulegur dreifingarkostnaður þeirra að geta verið lægri en annarra, ef gera má ráð fyrir sömu hagkvæmni i rekstri. Ein þeirra ráðstafana, er til greina kæmi, væri því sú, að auka hlutdeild neytendahreyf- ingarinnar i verzluninni --“ Nefndarálit hagfræðinganna 1946. 15

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.