Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 17
um löndum. Þau hafa allt, sem til þess þarf. Leiðin þangað er óvenjulega tor- fær og boðar marga erfiðleika. Suður- skautið er um það bil í miðju megin- landi, sem er einum þriðja stærra en Evrópa og er þakið 2000 feta þykkri íshettu. Aðeins hæstu fjallatindar teygja sig upp úr jökulbreiðunni. Eng- ar mannlegar verur eiga þar heima og þar þrífst enginn gróður nema fjalla- mosi. Dýralíf er aðeins í íshafinu. Ekk- ert mannlegt auga hefur nokkru sinni litið mestan hlut þessarar miklu eyði- merkur. Bandaríkjamennirnir verða ekki einsamlir á ísbreiðunni. Bretar voru kornnir þangað fyrir stríðslok. Þeir hafa raunar verið tíðir gestir á þessum slóðum, allt síðan um síðustu aldamót. Rússneskur leiðangur er í uppsigl- ingu og fregnir herma, að Ástralía, Perú, Chile og Noregur undirbúi vís- indaleiðangra suður á þessi frosnu meginlönd. Síðasta, mikla kapphlaup- ið, til nýrra landa, ef nefna má þau því nafni, er hafið. Um hvað er keppt? Líklegt verður að telja, að hver þjóð telji sig hafa gilda ástæðu til þess að vera með. Efst á blaði má telja leitina að úraníum, jafnvel þótt augljóst sé, að vinnsla þess Frd hinum miklu, ókönnuðu Suður- skautslöndum. A nreðan þessu fer fram, er engin *tta a að landkönnuðirnir, í hinni Römlu merkingu þess orð, verði iðju- lausir. Ennþá eru ýms landssvæði að niestu leyti lokaður heimur. Suður- heimskautslöndin — víðáttumikið llleginland á ísaldarstigi — eru mest Pessara landa. Leiðangur Byrds flota- 0lingja, sem nú er kominn þangað suður, og hann gegnir þar í senn hlut- 'eiki hins gamia og hins nýja tíma, eitai' landa og dýrmætra efna. Allri tækni uútímans verður beitt í þessu auonamiði. Leiðangurinn hefur yfir 1 áða nýtízku flugvélum, skipum og rannsóknartækjum. Flugvélamóður- s ip er auk heldur í förinni. CUÐURHEIMSKAUTSLÖNDIN hafa lengi töfrað og dregið til sín huga og ævintýramenn frá mörg- Frægur amerískur landkönnuður og vísinda- ^aður ræðir um kapphlaup þjóðanna til Suður- heimskautslandanna og hin miklu verkefni, sem bíða vísindamanna og landkönnuða heimsins. . og flutningur á þessum hjara, hljóti að vera háð miklum og óvenjulegum örð- ugleikum. Næst á listanum eru kol, málmar og veðurathugunarstöðvar. — Allt eru þetta mikilsverð atriði. En það sem án efa rekur þó mest á eftir og er lykillinn að tilraunum þjóðanna til þess að láta nágrannann ekki skáka sér — jafnvel ekki þarna suður á auðn- inni — er óvissan um framtíðina. Eng- inn veit, nema að nýjar uppfinningar eigi eftir að gera hin óbyggðu Suður- heimskautslönd að mikilsverðum hernaðarsvæðum. Annað landssvæði geymir alls kon- ar leyndardóma fyrir landkönnuði af gamla skólanum. í Austur-Tíbet eru e. t. v. stærstu, óleystu verkefnin á sviði landafræðinnar. Þar eru mikil, nær því ókunn landsvæði, leyndar- dómsfull og lokkandi, og þar búa ein- kennilegir þjóðflokkar. Margs er þar að gæta. Er Everest hæsta fjall jarðar- innar? Landafræðibækurnar svara þessari spurningu játandi, en það er enginn fullnaðardómur. Líkindi eru til þess að fjallið Amnyi Machen teygi sig hærri mót sólu en nokkur annar tindur á jörðunni. Þar við bætist, að fjöllin næst umhverfis þennan risa, að- skilin eyðilegum hásléttum, eru nær því eins ókunn bg þau væru á öðrum hnetti. TÍBETBÚAR trúa því, að guðinn Amnyi Machen búi á hinum ægi- legu og eyðilegu fjallstindum á þessu aðskilda svæði Kuenlun-fjallgarðsins, rétt vestan Gulafljótsins á Koko-Nor- svæðinu í Austur-Tíbet. Fjallið Ever- est er talið vera 29,141 fet á hæð. Sterkar líkur eru fyrir því, að tindur Amnyi Machen sé meira en 30,000 fet yfir sjávarmál. Amnyi Machen er því gimsteinn- inn, sem bíður landkönnuðanna. En á þessum slóðum er meira að vinna. Mest allt Austur-Tíbet, hin víðáttu- miklu landamærahéruð Vestur-Kína og upptök stórfijótanna Yangtze, Gulafljóts, Mekong og Salween, eru að verulegu leyti ókunn lönd. Þetta sama gildir um landssvæði það, sem nefnt er Tannu-Tuva, fyrir norðvest- an Ytri-Mongólíu, og tilheyrir Sovét- Rússlandi. ASTRÍÐSÁRUNUM hurfu falin og ókunn landsvæði af landabréf- unum, með ótrúlegum hraða. Þessir

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.