Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1947, Qupperneq 18

Samvinnan - 01.02.1947, Qupperneq 18
íáu staÖjir voru til þess tíma ríki land- könnuðanna, þar sem engir komu nema þeir og engar sögur fóru af þeim nema þeirra sögur. En herir nútím- ans vírða e'kki forréttindi þessarar æv- intýrasinnuðu stéttar. Löndin, sem áð- ur voru lokaður heimur, urðu nú víg- stöðvar í heimsstyrjöld. Nýja-Guínea er Ijósasta dæmið um þetta. Fyrir tíu árum var þetta land eitt stærsta ókannaða svæði jarðarinn- ar. Frumskógurinn var eins og hann haifði verið frá alda öðli, og um hann lék steikjandi, rakamett loft, en um- hverfis eru fen og foræði, sem virtust nær því óyfirstíganleg. Sterkir vafn- ingsviðir, af mörgum tegundum, vöfðu sig í milli trjánna og gerðu frumskóg- inn að einni samfelldri flækju, með þyrnum og þistlum, eins og gaddavírs- vamargirðingu stríðandi herja. And- styggileg skorkvikindi boðuðu sjúk- leika og dauða fyrir ferðamann- inn. r Lítið hafði verið um könnunarleið- angra á þessum slóðum í fjórar aldir, því að allt síðan Portúgalsmenn fundu landið, hafði náttúra þess fælt ferða- menn frá.ströndum þess. Leiðangrar þangað voru of dýrir í fé og mannslíf- um. Það var ekki fyrr en flugvélin kom til sögunnar, að leyndardómar NýjuGyineukomu fram í dagsbirtuna. Árði 1938 flaug ameríski landkönnuð- urinn Riohárd Archbold flugvél sinni ýfir Snæfjöllin og lenti á vatni nokkru, 11,000 fet fyrir ofan sjávarmál. Leið- angur íians kostaði hálfa milljón doll- ara. Eftir að lendingarstaðurinn var fundinn, fluttu flugvélar 110 menn og margra mánaða birgðir af vistum til þessará fjallastöðva. Um það bil dagleið frá vatni þessu fundu leiðang- ursmenn þjóðflokk, sem áður var ókunnur ög ennþá var á menningar- stigi steinaldar. í fyrstu trúðu irin- byggjar þéssir ekki sínum eigin augum, því að hvjta menn ihöfðu þeir aldrei séð fyrr, og þeir gengu fram hjá þeim irieð lokuð'augu, eins og þeir gætu ekki sætt sig við þá staðreynd, að þess- ar undarlegu hvítu verur hefðu dottið ofan úr íhimnunum einn góðan veður- dag og ihaft húsin sín með sér. Eftir nokkurn tíma fluttu leiðang- ursmenn sig niður í dalina og hittu þar fyrir þjóðflokka, sem höfðu Hfað þar í kyrrð og friði öldum saman, án þess að þeir hefðu hugmynd um hina 18 miklu atburði sögunnar í gegnum ald- imar. Síðan þetta var, eru ekki liðin nema rösk átta ár. En í stríði berjast her- menn þar sem nauðsyn krefur. Skatt- þegnar leggja til féð, hershöfðingjarnir skipulagið og óbreyttir liðsmenn líf sitt. Útkoman var, að þúsundir banda- rískra æskumanna brutust í gegnum frumskóginn og yfir fjöll, sem enginn hvítur maður hafði fyrr augum litið. Þeir urðu að þola hitann og rakann og eiturstungur flugnanna og slóð þeirrra opnað leiðina fyrir stóraukna þekk- ingu á þessu undarlega landi. En þrátt fyrir þetta, eru ennþá stór svæði af Nýju-Guineu, sem eru óþekktur heimur, svo sem Wilhelmina- og Cartenszfjallgarðarnir. Þau bíða land- könnuða hins nýja tíma, ANNAÐ stórt landsvæði, sem er lítt kannað er fjalllendið á landamær- um Brazilíu og Paraguay, Bolivíu og Perú, Colombíu, Venezúelu og Guine- anna. Hálendi Suður-Chile og sumar eyjarnar fyrir vestan Terra del Fuego, bíða landkönnuðanna. Inni í miðri Asíu og Ástralíu eru stór svæði, sem aldrei hafa verið könnuð. Ef litið er yfir landabréf,sést að þetta eru stærstu auðu blettirnir. Um suma þeirra höfum við nokkra þekkingu, um aðra því sem næst enga. Sú tíð mun koma, að landkönnuðir útfylla þessar eyður, það er nægilegt starf fyrir marg- ar kynslóðir og ennþá meiri verkefni bíða vísindamanna, sem koma í slóð landkönnuðanna. Lítum á nokkur verkefni þeirra. HVERJIR voru fyrstu íbúar Norð- ur-Ameríku og ihvaðan komu þeir? Þeirri spurningu getur enginn svarað. Aðeins miklar vísindalegar rannsókn- ir, sérstaklega i vestur- og norðvestur- ríkjum Bandaríkjanna, geta leyst þá gátu, því að einmitt þar hafa fundist merkilegar minjar í jörðu. Ekki er langt síðan að álitið var, að köilfuvefararnir, sem voru uppi fyrir 3000 árum, væru frumbyggjar Ame- tíku. Síðan hafa fundist minjar eftir menn, sem lifðu þar ,í lok ísaldar, eða fyrir 15000 til 20000 árum. Þetta fólk er kennt við bæinn Folsom, þar sem minjarnar fundust. En það er mikið bil og löng saga í milli Folsom-manns- ins og körfuvefaranna. Hún er ennþá. lokuð bók. í Alaska bíða mikil verkefni. Aljúta- eyjar og Beringssund voru í firndinni landbrú í milli Ameríku og Asíu og um hana fóru miklir flutningar manna og dýra, vestur yfir. Við erum nú að gera flugvelli og hvers konar mannvirki á slóð þessara þjóðflutninga og hvar sem jarðýtan ryður niður hæð, eða grefur sig inn í barð, ættu vísinda- menn að vera á verði því að vera kann, að hin frosna jörð segi merkilega sögu um þessa þjóðflutninga og hina gleymdu og týndu sögu Vesturálfunn- ar. Fyrir kemur, að risavaxin dýr, sem hafa varðveitst frosin í hundruð þús- unda ára, komi í ljós í þessu umróti, og það er því engan vegin útilokað, að við eigum eftir að koma niður á frosn- ar leifar hinna ifyrstu innflytjenda i Alaska. ANORÐURPÓLSSVÆÐINU bíða önnur verkefni, mestmegnis á sviði veðurfræði og hafrannsókna. Mannkynið á ennþá mikið ólært í sambandi við veðurfar íshafssvæðanna og leyndardóma hafdjúpanna norður þar. Þeir eru orðnir nokkuð margir, sem hafa helgað líf sitt rannsóknum á þess- um hjara heims. Fótgangandi og á hundasleðum brutust þeir yfir rekís- inn, liðu hungur og þjáningar. Mörg- um fannst þetta fánýtt starf, sóun tíma og peninga. En í dag er viðhorfið til þessara svæða gjörbreytt. Þau eru ekki lengur einskis nýt eyðimörk, heldur geysilega mikilsverðar veðurathugun- arstöðvar og flugstöðvar og um þaU liggur ein helzta samgönguleið í milh heimsálifanna. í tuttugu og fimm ár barðist Vil- hjálmur Stefánsson fyrir því, að sann- færa þjóðirnar um mikilvægi norður- heimskautalandanna. Hinn nýi tími sýnir framsýni hans. HINUM megin hnattatins eru Suð- urheimskautslöndin. Fyrir mörg- um árum benti Sir Hubert Willkins á þá staðreynd, að veðurfar þessa svæðis hefði mikil áhrif á ræktun og gróður í Ástralíu og Suður-Ameríku. Veðrið þar veldur langvinnum þurrkum eða ægilegum stormum langt fyrir norðan ísbreiðuna. Ekki er ósennilegt, að veð- (Framhald á bls. 26)

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.