Samvinnan - 01.02.1947, Side 19
Hino nyi tímareikningur
Stutt íerðalag í rúmi og tíma með höf. „Tímavélarinnar"
p'i'IIR styrjöld, sem þá sfðustu, þar sem
milljónir manna urðu fyrir ástvinamissi,
6anga út frá þvi sem vísu, að gátan um
* °g dauða verði tekin til nýrra, gagngerðra
rannsókna, bæði af vísindamönnum og leik-
niönnum. Allir fhuga hana einhvern tíman á
*vinni. Hún er alheimsmál og kemur öllum
'‘ð, livaða hörundslit sem þeir bera, og hvaða
Pjóðflokki sem þeir tilheyra.
Sumir líta þannig á, að við sitjum allir í
nokkurs konar fangabúðum, allir dauða-
o;í:mdir og án vonar um náðun. Eftir nokkra
iratugi kemur kallið og við erum með hátíð-
egri athöfn sendir til eilffrar eyðingar, sam-
væmt skoðunum þeirra, sem telja sig „upp-
ýsta og „fordómalausa".
Aðrir, og þeir munu fleiri, hafa jafnan á
•^kteinum eitt svar við þessari nýtízkulegu
lífsskoðun, þar sem er lífshugmynd hinna
ýmsu trúarbragða, sem eru ólfk um margt, en
mætast þó öll að lokum f trúnni á eilíft líf.
Til skamms tíma hefur mönnum virzt, að trú
og þekking ættu ekki samleið. Vfsindin hafa
stundum afneitað eilffðinni. Þá hrapar allur
heimur að gjöreyðingu, bjarmi sólar og
stjarna slokknar og deyr og ekkert líf er þá
eftir þetta líf. En á síðustu árum hafa ýmsir
alvarlega hugsandi vísindamenn bent á mark-
verð, ný íhugunarefni, sem öll mætast í sama
brennipunkti, mestu og alvarlegustu gátu
mannlífsins, um lífið sjálft, tfmann og eilífð-
ina. Þessar athuganir snúast að verulegu leyti
um eðli og eiginleika tímans. Gleggri skiln1
ingur á gátunni um tfmann opnar mikið og
nýtt útsýni fyrir mannlegt fmyndunarafl.
Einn af brautryðjendunum á sviði þessara
nýtízuklegu tímarannsókna er enski flug-
fræðingurinn J. W. Dunne. Allt frá bernsku
hefur timareikningurinn töfrað þennan raun-
sæja verkfræðing, sem ekki gat tileinkað sér
gagnrýnislaust hinar viðurkenndu hugmynd-
ir mannsins um þetta efni. Honum þótti
furðulegt, að hann skyldi að nokkru leyti
geta lifað viðburði framtíðarinnar í draumi,
stundum fléttaða við atburði liðins tíma.
Hann hóf því að skrásetja drauma sina og
annarra, og eftir því sem tímar liðu þóttist
hann þess umkominn að varpa fram nýrri
hugmynd um lífið og tilveruna. Rit hans um
þessi efni, „Tilraunir með tímann", vakti
miklar umræður í milli eðlisfræðinga, stærð-
fræðinga og sálfræðinga, þegar það fyrst kom
út.
Dunne dró rúmmáls dímensjónirnar þrjár
saman í eitt og með því að leggja tfma-dím-
ensjónina hornrétt á hið þekkta rúm, tókst
honum að gera grein fyrir hugmynd sinni um
eðli tímans. í augum hans er vakan eins og
pennaoddur, sem ritar á auða pappfrsörk.
Draumvitundin, hins vegar, þcgar penninn
stöðvast, gefur vitundinni frelsi til þess að
iireyfa sig óhindrað fram og aftur um alia
línuna — stökkva milli framtíðar og fortíðar
og vefa viðburðina saman í eitt. Draumar eru
þyngri, því fastar sem menn sofa og ná liá-
marki f því, sem við í fáfræði okkar köllum
dauða.
Þessi heimur draumanna — og dauðans —
innibindur möguleika til sæluástands og for-
dæmingar á orthodoxa trúarbragðavisu, að
áliti Dunnes, þvi að tvö öfl skapa drauma:
Kærleikur og ótti. Kærleikurinn nær oftast
óskatakmörkum sínum, en óttinn veldur sár-
ustu kvöl. í draumnum heyra þeir, sem hafa
gleymt sjálfum sér í kærleika til annarra, feg-
urri tóna en hið jarðneska eyra móttekur, en
sá, sem er haldinn ótta og sjálfselsku kynnist
aldrei þessari fögru symfóníu.
Dunne beinir máli sínu oftast til „manns-
ins á götunni" — liins óbreytta borgara, —
þvf að hugsanir hans og orð, segir Dunne,
eru óbundin af vísindalegum kennisetning-
um. Og hugsanaferill Dunnes er vissulega
ekki mjög torskilinn, ef menn gera sér það
ómak að hugleiða hann — ótruflaðir og
óbundnir af fangabúðum hversdagslífsins. —
Eins og hver lína, segir hann, er ótölulegur
grúi stærðfræðilegra punkta og eins og yfir-
borð er í rauninni ótölulegur fjöldi lína, sem
iagðar eru hlið við hlið, eins og rúmið er
ótölulegur fjöldi yfirborða, sem lögð eru
hvert ofan á annað, er tíminn — fjórða
dímensjónin — aðeins rúmmál, sem raðað er
hverju við hlið annars. Við lifum tímann f
vökunni, þá er okkur þeytt áfram með hraða
ljóssins, eins og þegar penni rispar hratt á
auða pappírsörk, við erum þvingaðir áfram á
„þrídímensjónölum“-vettvangi af því „sem
er“. En svefninn, eins og dauðinn, er ekki
annað en það, að þessi þvingun hættir. Við
erum þá frjálsir að lifa í öllu rúminu en ekki
aðeins takmörkuðum hluta þess, frjálsir að
ferðast í tímanum eins og Wells með tíma-
vélinni sinni. Hugsun og draumur verða
þannig lifandi raunveruleiki fyrir hina
frjálsu sál. Undirvitundin kemur upp á yfir-
borðið.
Brezki verkfræðingurinn Dunne og raunsæis-
maðurinn og skáldið H. G. Wells hafa birt nýjar
filgátur um tímann, lífið og draumana. Samvinnan
býður hér upp á stutt ferðalag með þeim, til fróð-
leiks og skemmtunar fyrir þá, sem hafa 'gaman af
því að glíma við slíkar gátur.
19