Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1947, Page 20

Samvinnan - 01.02.1947, Page 20
Fólk, sem man drauma sína gjörla, drauma sem eru raunveruleiki en ekki sundurleitur ómöguleiki, eins og oftast verður þegar svefn- inn losnar, getur vitnað um hina miklu möguleika, sem búa í þessum „súrrealistíska" heimi. H. G. Wells, sá mikli raunsæismaður, gerðist á efri árum fylgjandi hinnar nýju tímahugmyndar. Höfundur „Tímavélarinn- ar“ taldi, að fjórða dímensjónin væri raun- veruleiki, sem skynja mætti, ef maðurinn að- eins lokar augunum og blundar, og engrar annarrar tímavélar sé þörf. Árið 1945 gaf hann út bók um þessi efni, er hann nefndi „The Happy Turning" með undirfyrirsögn- inni „A Dream of Life“. Þar gerir hann grein fyrir þessari nýju reynslu sinni og því útsýni, sem opnast þegar menn gera sér ljóst, að fjórða dímensjónin og draumurinn séu eitt og hið sama: yfirraunveruleikinn — „súrreal- isminn". Þessi „hamingjusamlegu stefnuhvörf" vit- undarinnar boða það, að siðgæði er takmark: Því að eins og kínverski spekingurinn Lin Yutang sagði, hvernig ætti sá, sem aldrei hef- ur lifað vor og sumar á jörðinni að geta lifað vor og sumar á himninum? Þarna upphefst boðskapur listarinnar og heimspekinnar yfir kenningar „raunsæismannanna“, því að sá sem hefur gefið sjálfan sig í kærleika, hefur safnað í fjársjóði, sem mölur og ryð fá ei grandað. Elskhuginn reikar í draumnum með ástvin sinn sér við hönd. En sá, sem elskar að- eins sjálfan sig, stendur sem visnað tré í eyði- mörk. Það er íhugunarvert, hversu þetta allt kem- ur heim við orð Krists, þótt það stangist eigi ósjaldan við túlkendur þeirra. Og þeir munu margir, sem vilja taka undir með H. G. Wells og láta x ljósi með honum þá von um fram- tíðina, er birtist í lokakafla bókar hans „The Happy Turning": „Andi mannsins virðist vera að þroSkast að því marki, að losna við óttann. Þá er lífsleið- in mörkuð til skilnings á staðreyndum lífsins sjálfs og allt annað verður bóla og vindský. Fegurðin verður leiðarsteinn þessarar leitar. Þannig er það í draumalandinu, sem hin „hamingjusamlegu stefnuhvörf" opnuðu mér. Þar ljómar lífið í gegnum illt og gott og þar, i heimi, sem skilur sjálfan sig, lokast hringur þess, „sem er“.“ (Lausl. þýtt og endursagt). í STUTTU MÁLI (Framhald af bls. 2). komulagið vera það, að setja Ruhr undir alþjóð- legt eftirlit, þannig, að hvert ríki, sem taki þátt í eftirlitinu, hafi nokkurs konar eignarhald á liluta fyrirtækisins og hvert þeirra ætti hlut að stjórn þess. Einkarekstur allur yrði gerður út- lægur". Samvirke segir síðan: „Þessi tillaga Bevins opnar nýtt og óvænt út- sýni, því að margt bendir til þess, að hann hafi haft samvinnuskipulag í huga. Að vísu hefur hann ekki gert nákvæma grein fyrir því, hvernig skipulagi þessu skuli háttað í einstökum atrið- um. En það, sem bendir til að hann hafi haft samvinnuskipulag í huga er það, að hann not- aði orðið „shares" um hlutdeild ríkjanna, en LEIKMAÐUR LEITAR FRÓÐ- LEIKS UM ULLARVINNSLU (Framhald af bls. 5) er að fullu út á þá braut, að vinna alla ullina hér heima. Eins og sakir standa er vinnuaflsskortur í þessum iðnaði, eins og svo víða annars staðar nú, og Gefjun hefur að undanförnu ekki get- að skilað fullum afköstum vegna þess að verksmiðjuna skortir nógu margt faglært verkafólk. Það veldur jafnan erfiðleikuim, að fólk það, er fæst til starfa, dvelur of sjaldan það lengi við vinnuna, að það verði fullnuma og nái nægilegum afköstum, og veldur þetta eðlilega erfiðleikum fyrir reksturinn. Eigi að síður mun Sambandið færa út kvíarnar Ihið allra fyrsta og auka af- köst verksmiðjunnar, eftir því sem fært þykir. Hversu mikil sú aukning verður á.næstu árum, er ekki hægt að segja nú, en stefnan er fram á við, að meiri og betri framleiðslu, til ihags fyrir íslenzk- an landbúnað og þjóðina í heild. * Eittihvað á þessa leið féllu orð verk- smiðjustjórans, er Samvinnan rabbaði við hann um ullarvimnsluna og fram- tíðarhorfurnar. Augljóst er af þeim, að mikil verk- efni l)íða samvinnusamtakanna á þess- „share" þýðir hvort tveggja, stofnsjóðseign kaup- félagsmeðlima og hlutabréf á ensku. Ólíklegt er, að Bevin hafi hugsað sér hlutafclagsfyrirkomu- lag, þar sem gróðavonin af hlutabréfunum væri mest hjá nokkrum stórveldum, er hefðu meiri hlutann í sínum höndum. Rekstur slíks fyrirtæk- is, með hlutafélagsfyrirkomulagi, mundi brátt leiða til áreksturs í milli ríkjanna, sem liags- muna hefðu að gæta í sambandi við það. Allt annað verður upp á teningnum, ef menn hugsa sér samvinnuskipulag á öllu framleiðslu- kerfi Ruhr í framtíðinni. Allir þátttakendur mundu þá uppskera af bættu fyrirkomulagi. Þarna væri vettvangur til þess að reyna skipu- lag samvinnunnar á víðtækum, alþjóðlegum grundvelli, og vissulega er ekki ástæða til þess að efast um, að það mundi rcynast sterkt og réttlátt, einnig þar." í sambandi við þessar hugleiðingar hins danska blaðs má minna á það, að sænski samvinnumað- urinn Albin Johansson hefur komið fram með tillögur um, að náttiiruauðæfi jarðarinnar, svo sem olían, ættu að vera eign allra jarðarbúa og vinnast úr jörðu með samvinnuskipulagi, þannig að öll ríki veraldar fengju hlutdeild í arðinum. Með slíkum aðgerðum væri einum versta friðar- spilli veraldar — kapphlaupinu um hráefnin — rutt ú vegi. um vettvangi og að þar, eins og annars staðar, næst beztur árangur ■ þegar reynsla og þekking setja mót sitt á fyr- irætlanimar. Ýmsum kann að virðast að hægt gangi, er þeir miða við „ný- sköpun" þá, er tilkynnt var í útvarpi á árinu 1945 að koma ætti í ullariðn- aðinum, að ofan, fyrir tilstyrk ríkis- valdsins, og byggðist á einni skyndifor til útlanda. En árið 1945 er liðið og kemur aldrei ti'l baka. Með því hurfu þessi „stóru plön“ af sjónarsviðinu og hafa sennilega sofnað svefni réttlátra, sem endast mun þeim til enda verald- arinnar. Á meðan þau sofa, starfa samvinnu- menn að raunhæfum endurbótum og líklegt er, að loftsjónirnar verði flest- um gleymdar í þann mund, er vélar hinnar nýju, stóru þvottastöðvar lands- ins verða settar upp á Gefjunni. Þær eru undirstaða þeirra endurbóta, er síðar kunna að koma, og með þeixn verða leyst mikil og aðkallandi vand- ræði bænda í flestum sveitum .landsins. ANNÁLL Ólafur Jóhannesson, lögfræðingur, framkvæmdastjóri fé- lags- og fræðsludeildar S. í. S., hefur verið settur prófessor við lagadeild Há- skóla íslands frá miðjum febrúar. Kernur hann í stað Gunnars Thorodd- sens, prófessors, sem leystur var fra starfinu um sinn til þess að gegna borgarstjórastörfum í Reykjavík. Agnar Tryggvason, Þórhallssonar, hefur fyrir nokkru verið ráðinn framkvæmdastjóri véla- deildar Sambands ísl. samvinnufélaga. Er hann nýlega tekinn við starfi sínu. Agnar hefur stundað nám við verzlun- arháskólann í Kaupmannahöfn og starfað fyrir danskt fyrirtæki, er verzlar með landbúnaðarvömir. Erlingur Friðjónsson, kaupfélagsstjóri á Akureyri, varð sjötugur 7. febrúar. Erlingur er fyrir löngu þjóðkunnur fyrir störf sín a sviði félags- og stjórnmála. Hann var einn af stofnendum Kaupfélags Verka- manna á Akureyri og hefur verið fram- kvæmdastjóri þess óslitið síðan 1915. 20

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.