Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Qupperneq 2

Samvinnan - 01.12.1947, Qupperneq 2
Hið gullna meðalhóf INÓVEMBERHEFTI Samvinnunnar birtist mcrkileg ritgerð eftir brezka sagnfræðinginn Arnokl J. Toynbee. Er ekki ástæða til þess að rekja efni hennar hér, því að lesendum er það þegar kunnugt. En líklegt má telja, að æði marg- ir þeirra hafi veitt því sérstaka athygli, að sagn- fræðingurinn heldur því frarn í lokaorðum sín- um, að eitt megin-úrlausnarefni mannkynsins á komandi timum sé að íinna og sameinast um einhvern meðalveg x milli hins kapítalistiska og sósíalistiska þjóðfélags, eða finna raunhæfan samningsgrundvöll í milli þessara ólíku hagkerfa. Það er raunar ekki að furða, þótt þessum boð- skap sé veitt nokkur athygli hér á Iandi, því að hann stang'ast óþyrmilega við þær kenningar, sem æði oft getur að líta í blöðurn og tímarit- um þessa lands, að ekki sé annars úikosta en að menn skipi sér annað tveggja með sósíalistum og ríkisrekstrarkenningum þeirra eða með kapítal- istum og hinni skefjalausu samkeppni og ein- staklingshyggju, og leggi þannig lóð sitt á vogar- skálina til þess að ráða úrslitum, er þessum tveimur meginfylkingum lýstur saman. í þessari þjóðfélagsmynd er ekkert rúm fyrir neinn meðal- veg, heldur ráða þeir þar, sem ofan á verða í viðureigninni og halda hinum í skefjum í krafti valds síns. Ekki er nú þessi þjóðfélagsmynd frið- samleg álitum, og víst er hún eitthvað svipuð ásýncl heimsins í dag, þar sem tvær meginfylk- ingar þjóðanna standa andspænis hvor annarri, gráar fyrir járnum, og óbreyttir borgarar allra landa líta með skelfingu til þess, ef þessum öflum ætti eftir að lenda saman í átökum, sem væru meira en orðahríðir einar. Það er einmitt þetta ástand, sem brezki sagnfræðingurinn hefur í huga, þegar hann heldur því fram, að eitt a£ mest aðkallandi úrlausnarefnum mannkynsins nú sé að finna hinn gullna meðalveg í milli þess- ara andstæðu afla og hefja hið efnahagslega endurreisnarstarf á grundvelli þessara sáttaleiða. Hann bendir að vísu ekki á þessa samningaleið, og verður þá hver og einn að gera það upp við sjálfan sig, í hverja áttina sé vænlegast að halda. En það er óþarft fyrir samvinnumenn yfirleitt að tvístíga lengi á þeim krossgötum. Stimvinnu- stefnan hefur í meira en hundrað ár unnið að því, að skapa réttlátt og friðsamt þjóðfélag og skilning og velvilja Jxjóða á milli. ÓTT samvinnuhreyfingin hafi náð 100 ára aldri, er hún mjög ung sem áhrifamikill aðili x Jxjóðfélögunurn. En henni hefur skilað áfram með undraverðum hraða síðustu áratug- ina. Boðskap samvinnumanna var vissulega ekki gcfinn mikill gatxmur á hinum fyrstu starfsárum kaupfélaganna, og hann átti Jxá langt í land að verða Jress megnugur að liafa veruleg áhrif á viðhorf þjóðanna til uppbyggingarinnar í fram- tíðinni. Með hinum mikla vexti samvinnuhreyf- ingarinnar í mörgum menningarlöndum, hefur orðið nokkur breyting á þessu. Það er að vísu langt frá því, að kenningar samvinnumanna nái að setja svipmót á skipan þjóðfélagsmálanna eða samskipti þjóðanna. En það er athyglisvert, að þess gerast nú sífellt fleiri dæmin, að heimskunn- ir menntamenn, hugsuðir og stjórnmálaforingjar bendi á leið samvinnunnar — hins gullna meðal- hófs — sem hina æskilcgustu úrlausn þjóðfélags- vandamála nútímans. Samvinnuskipulagið í verzlun og framleiðslu er sá mannasættir, sem þörf er á, þegar hin skefjalausa einstaklings- lxyggja og hin tillitslausa og harðúðga ríkisrekstr- aistefna deila. Samvinnuskipulagið tryggir fjár- hagslegt og félagslegt lýðræði og jafnrétti. Það gcfst })\í betur, sem þátttakendurnir eru félags- lðga þroskaðri og betri þegnar. Það Jxiosjtar sjálft félagshyggju og sáttfýsi einstaklinganna, sem við það búa. Og á hverju skyldi vera meiri þörf í liinni harðvítugu fiokka- og stéttabaráttu sam- tímans og í hinum hörðu átökum þjóðanna, sem \ið mismunandi hagkeifi búa? SLÍKAN boðskxxp hafa samvinnumenn flutt í orði og verki í meira cn 100 ár. Margir hafa hlýtt á liann ,en ekki allir látið.sannfærast. Menn liafa skipað sér í svcit með hinum aðgangsharð- ari sveitum samtímans. En á meðan þessti hefur farið fram, hefur samvinnustefnan haldið áfram hinni friðsamlegu, uppbyggilegu þróun og með verkum síritim beint athygli manna frekar að þeim boðskap, er hún flytur og Jxessi athygli hefur orðið enn Jkí meiri á síðari árum, eftir þá sáru íeynslu, sem Jxjóðirnar hafa gengið í gegn- um síðustu áratugina og allt fram á þennan dag. Og nú verður það æ algengara, að þeir, sem glfma við hina erfiðu þraut, sem eru samskipti einstaklinga og þjóða, benda til samvinnustefn- unnar og liinnar friðsam'legu uppbyggingar hennar. Áður eru nefnd hin athyglisverðu um- mæli prófessor Toynbees, sem vissulega hníga í þessa átt. Annað' dæmi er ræða, sem hinn ágæti rithöfundur og mannvinur frú Eleanor Roose- velt flutti nýlega í New York. Þar lét liún svo um mælt, að x ráúninni stefndu Sameinuðu Jxjóðirnar og samvinnustefnan að sama marki. „Við erum, í gegnum samtök Sameinuðu þjóð- anna,“ sagði hún, „að reyna að gera það sania og við gerum í hvert sinn, sem við stofnum sam- vinnufélag, hvort heldur meðal framleiðenda eða neytenda, að fá mennina til þéss að starfa saman að lausn sameiginlegra vandamála." HÁTÍÐ friðarins, sem nú gengur í garð, hefur oft verið haldin liátíðleg í mannheimi, þótt lítt hafi verið friðvænlegt, og þannig er það enn að þessu sinni. En vissulega væri boðskapur liennar nær okkur nú, ef þjóðirnar leituðu gæf- imnar eftir leiðum hins gtillna meðalhófs, á- stunduðu sainhjálp og samstarf í stóru og smáu, í stað tortímingarbaráttu í milli flokka, stétta eða heilla Jajóðfélaga. Þjóðirnar eru samnefnarar einstaklinganna. Aukin þátttaka í samvinnustarfinu er því vissu- lega nokkurt framlag hvers þegns til þess að auka réttlæti í skiptum mannanna og gera lífið yfirleitt hamingjuríkara en verið hefur. r I stuttu máli Nær því 150 milljónir! Samkvæmt skýrslum, sem Sameinuðu Jxjóðirn- ar liafa nýlega birt, og samdar eru að tilhlutun Thorsten Odhe, liins kunna sænska samvinnu- manns, sem er fulltrúi Alþjóðabandalagsins lijá Efnahags- og félagsmálastofnuninni, eru nú starfandi í öllum löndum heims 815.512 sam- vinnufélög með samtals 143.260.935 félagsmönn- um. Félögin skiptast Jiannig á hina ýmsu þætti samvinnustarfseminnar: Félög Félagsmenn Neytendafélög ............ 50.729 59.514.157 Samvinnubyggingarfélög .. 21.475 8.408.354 Framleiðslufélög ......... 56.942 10.879.632 Samvinnufélög bænda .... 672.184 63.935.295 Ymiss konar samvinnufélög . 9.633 523.515 Það vekur sérstaka athygli í sambandi við skýrslu þessa, að samvinnufélög bænda eru lang- samlega flest og félagsmannatala þeirra hæst. Samvinna bændanna hefur náð miklum þroska í mörgum löndum. Samvinnuhreyfingin og bamahjálpin. Annars staðar í þessu hefti er sagt frá fyrir- ætlunum Sameinuðu þjóðanna um aðstoð við þær milljónir barna í .Evrópti og Asíu, sem þjást af skorti. Nýlega hefur verið sett á stofn í Bandaríkjunuin nefnd, til þess að stjórna þess- ari starfscmi, og er Chester Bowles, fyrrum verð- lagsstjóri Bandaríkjanna, formaður hennar. Bú- izt er við því, að ávarp Sameinuðu þjóðanna til þjóða heimsins um barnahjálpina verði gefið út nú eftir nýárið. Alþjóðasamband samvinnumanna samþykkti á stjórnarfundi sínum í sumar, að styðja þessa starfsemi UN af fremsta megni, og var Rusholme lávarður skipaður í nefndina, sem fyrr getur, af háífu samvinnuhreyfingarinnar. Stjórn Aljijóða- sambandsins ákvað einnig að fara Jiess á leit við meðlimi sambandsins, að samvinnuhreyfing hvers lands uin sig taki virkan Jiátt í Jiessu starfi og vinni að því að vekja áhuga fyrir því af fremsta megni. SAMVINNAN Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstræti 87, Akureyri. Sími 166. Prentverk Odds Bjömssonar Kemur út einu sinni í mánuði Árgangurinn kostar kr. 15.00 41. árg. 12. hefti Des. 1947 2

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.