Samvinnan - 01.12.1947, Side 9
1. Hæfileikar hinna eggjahvíturíku
belgjurta til að breyta köfnunarefni
andrúmsloftsins í lífræn efnasambönd,
séu notaðir í landbúnaðinum til hins
ýtrasta með því að rækta þær í stórum
stíl sem fóðurjurtir, ýmist einar, eða
ásamt öðrum hentugum jurtum.
2. Hið eggjahvíturíka grænfóður sé
verkað með AlV-aðferðinni til vetrar-
fóðurs.
3. Annað verðmætt fóður, eins og
t. d. kartöflur og rófukál, sem áður
hefur aðeins að litlu leyti verið nýtt,
sé verkað til fulls með AlV-aðferðinni.
4. Búpeningnum sé gefinn ríflegur
skammtur af AlV-fóðri daglega yfir
veturinn, og komi það í staðinn fyrir
innfluttan fóðurbæti.
5. Með aukinni ræktun belgjurt-
anna fær jarðvegurinn ríflegan köfn-
unarefnisáburð, svo að tilbúinn köfn-
unarefnisáburður verður að miklu
leyti óþarfur.
Virtanen og samstarfsmenn hans.
Nær nóttúrunni!
Hinar nýju tillögur til breyttra bún-
aðarhátta miða að því að færa kvik-
fjárræktina „nær náttúrunni", ef svo
má að orði komast, með því að fá bú-
peningnum einnig um vetrartímann
næringarefni í safamiklu, eggjahvítu-
ríku grasi, sem hann áður fékk í fóður-
bæti. Það mætti líka orða þetta þann-
ig, að búféð sé haft í haganum allt
árið um kring. Slíkt vetrarfóður inni-
heldur öll hin líffræðilega þýðingar-
miklu efni, sem fyrirfinnast í túngres-
inu. Fjörefna-athuganir, sem gerðar
hafa verið í Bíókemíska Institutet og
síðan í rannsóknarstofum annarra
landa, hafa líka sýnt, að vetrarmjólk
úr kúm, sem hafa verið fóðraðar á
AlV-fóðri, er í alla staði jafngild hinni
beztu sumarmjólk. Þannig er því t. d.
farið með fjörefnainnihaldið. Fjör-
efnaákvarðanir, sem gerðar hafa verið
Tilraunabúgarður Vartanens „Joensuu“ i
Sibbosókn.
í ýmsum löndum, sína alveg tvímæla-
laust, að A-fjörefnainnihald AlV-vetr-
armjólkur er 2—4 sinnum meira held-
ur en í rnjólk úr kúm þeim, sem fóðr-
aðar eru á þurru heyi og fóðurbæti.
Það er augljóst, liver áhrif þessi stað-
reynd getur haft á heilsufar og lioll-
ustuhætti þeirra þjóða, þar sem mjólk
og mjólkurafurðir eru einn þýðiugar-
mesta efnisgjafinn. Þannig mun þetta
vera í ýmsum norðlægari löndum, t. d
sýna finnskar hagskýrslur, að mjólkur-
afurðir nema um það bil fjórðungi
allra matvæla. Aukði gildi fá þessar
staðreyndir og, þegar þess er gætt, að
á mánuðunum marz—júní herja hinir
svokölluðu smitsjúkdómar einna mest
á fólkið, og þeir eiga að verulegu leyti
rót sína að rekja til skorts á A-fjörefni.
AlV-fóðrun eykur ekki aðeins gæði
mjólkurinnar, heldur einnig mjólkur-
magnið. Þannig hefur fengizt um 4000
kg. nreðalframleiðsla af 4% feitri
mjólk allvíða, og einstakar kýr hafa
jafnvel skilað 6000 kg. á ári.
Ungar jurtir beztar
Gildi þessarar stórmerku niður-
stöðu, sem fengizt hefur fyrir atbeina
prófessor Virtanens á rannsóknarstofu
samvinnufélaganna í Helsingfors,
byggist fyrst og fremst á því, hversu
vel AlV-aðferðin megnar að varðveita
fóðrið, og í öðru lagi á því, að hún
T.ilraunaakrar Virtanens.
krefst þess, að grasið sé slegið snemma.
Nákvæmar rannsóknir hafa sýnt, að
ungar fóðurjurtir innihalda mun
meira fjörefni og önnur bíólógísk nær-
ingarefni heldur en eldri jurtir. Þann-
ig hefur t. d. verið sýnt fram á, að t. d.
rauðsmári inniheldur, rniðað við þur-
efni, um það bil fjórum sinnum meira
karótín — þ. e. a. s. pró-vitamín A —
um það leyti, sem hann byrjar að
skjóta knúppum, heldur en eftir að
hann fer að blómgast. Auk þess er
meltanleiki næringarefna hinna ungu
jurta miklu meiri en hinna eldri.
í þessu sambandi er einnig vert
að minnast á rannsóknir, sem gerðar
hafa verið að undirlagi Virtanens á
myndun fjörefnanna í jurtunum.
Rannsóknir þessar hafa sem sé sýnt,
að ýms atriði, svo sem vetnisíónþétt-
leiki jarðvegsins, tegund og magn
áburðarins o s frv., liafa veruleg áhrif
á fjörefnaimiihald jurtanna. Almennt
Hjörðin á búgarðinum.
má segja, að allt það, sem örvar vöxt
þeirra, eykur einnig fjörefnainnihald-
ið. Hvað viðvíkur notkun fjörefnanna,
þá hefur það verið sannað, að þau
örva vöxt jurtanna sjálfra. Áður voru
ntenn hins vegar þeirrar skoðunar, að
efni þau, sem mynduðust í jurtunum
og voru nefnd íjörefni, væru aðeins
nauðsynleg fyrir vöxt og viðgang
manna og dýra. Annað markvert at-
hugunarefni er, hvernig mönnum og
dýrum gengur að hagnýta fjörefnin og
önnur bíólógísk, þýðingarmikil efni,
sem myndast í jurtunum. Prófessor
Virtanen hefur athugað, hvernig þessu
er háttað með Karótín. Niðurstöður
hans eru þær, að líkami mannsins
vinnur aðeins úr 2—4% af karótíninu
úr hráum eða soðnum gulrótum. Ef
ræturnar eru rifnar mjög fínt, næst
15—20%, en meginhluti karótínsins
tapast. Af þessu er a. m. k. ljóst, að
(Framh. á bls. 27.)
9