Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Page 12

Samvinnan - 01.12.1947, Page 12
Börnin hafa gaman að skoða handaverk bekkjarins i ncestu stofu. boðskapurinn er mikið fagnaðarefni liverri mannssál, sem vill veita honum viðtöku. Þess vegna eru jólin mikill viðburður, og þessi viðburður á að verða óafmáanlega mótaður í huga barnsins og hjarta með jólahaldi, sem er í senn bæði fagurt og skemmtilegt, en þó um fram allt eitthvað heilagt við og háleitt. Ekki er mér kunnugt um, hvað barnaskólarnir hafa gert, almennt tal- að, til þess að glæða jólahugsun og jólatilhlökkun barnanna, og gefið því útrás í einhvers konar hátíðahaldi í skólunum. Að sjálfsögðu hafa þeir margsagt söguna frá Betlehem um fæðingu Meistarans, og kennt og sung- ið jólasálmana fyrir jólin. Og sumir hafa gert meira, svo sem það, að láta börnin skreyta skólann og bjóða þang- að foreldrum til guðsþjónustuhalds, þar sem þau sungu og kennari eða klerkur flutti ræðu. Það var góður og ógleymanlegur forleikur að jólahald- inu heima. En á Akureyri hefur það verið siður um þvínær f'jóra áratugi, að halda hin svonefndu Litlu jól síðasta daginn, sem börnin eru í skólanum fyrir jólin. Sá siður mun vera norskur að upp- runa, og var upp tekinn af Hall- dóru Bjarnadóttur, sem varð skóla- stjóri barnaskóla Akureyrar 1908, en hafði sótt mennt sína til Noregs og kom þá þaðan. Þessi forleikur jólanna, sem hlaut nafnið: Litlu jólin, hefur jafnan verið í heiðri haldinn við 12 barnaskólann, bæði af kennurum og nemendum, og mun sennilega aldrei niður lagður, þótt framkvæmdin kunni eitthvað að hafa breytzt í með- ferð áratuganna. Sjálf uppistaðan verður alltaf hin sarna: nrikil ljós og mikill söngur, og tilgangurinn hinn sami: að gleðja börnin og hjálpa til að skapa þeim jólahug, og gera þeim jólin sem eftirminnilegust. Síðan 1930 hefur framkvæmdin ver- ið eitthvað á þessa leið: NOKKRUM dögum áður er settur upp póstkassi í hverri kennslu- stofu. Það er gert samkvæmt auglýs- ingu frá póstmeistaranum, en í það embætti er einn kennari skipaður. Hver kennslustofa er heimili þeirra, er þar búa, og þeir verða að fá sín kort í sinn kassa, á sitt heimili. Hver stofa hefur svo sína póstmenn, valda eða skipaða, úr hópi barnanna. Mikið er skrifað af korturn, og stundum haft sem leikur og nám að búa þau til og skrifa á þau, einkum meðal yngri barnanna. Þá velur póstmeistarinn tvo drengi til að bera út póstinn við lok hátíðahaldsins, inn í stofuna, og eru þeir klæddir einkennisbún- ingi. Þá eru tveir til þrír stórir drengir valdir til að vera jólasveinar og koma í heimsókn undir lokin. ýmis konar annar undirbúningur fer fram, í sambandi við ljós og skreyt- ingu. Daginn fyrir hátíðina fellur kennsla niður 2—3 síðustu kennslu- stundir seinnipartsins, því að þá taka börnin að skreyta stofurnar. Velja þau sjálf venjulega einhvern tiltekinn hóp til þess, hvern úr sinni stofu, eða þau gera það öll, sem er þó miklu sjaldnar. Þau skreyta dyrumbúning, borð og veggi, teikna jólamynd á töfluna í sterkum litum, en stundum gerir höfuðlínurnar, ef mikið á að vanda til. Þarna koma líka fram öll þau lista- mannsefni, sem bærinn á til, enda hafa ýmsar myndirnar sum árin þótt skemmtileg listar'erk. Og að þessu er unnið fram á kvöld af miklu kappi og logandi áhuga. Kennararnir eru held- ur ekki iðjulausir. Þeir þurfa að líta eftir öllu og sjá um að allt sé til og í röð og reglu undir morgundaginn. SVO rennur dagurinn upp. Þau börn, sem eru í skólanum fyrri- part dagsins, koma á sama tíma og þau eru vön, prúðbúin og glöð á svip. Þau ganga inn í sínum röðum, hver hópur að sinni stofu, taka af sér yfir- háfnir og útiskó, eins og þau eru vön, en eru nú ölln hljóðari en venjulega. Svo er gengið til stofu. Hún er ljósum prýdd. Byrjað er á að syngja jólasálm. Þá er lesið upp jólaguðspjallið, eða á annan liátt sagt frá tilefni jólanna, og svo er aftur sungið og þá lesin eða sögð jólasaga. En öllurn þessum fyrsta þætti á að vera lokið á 40 mínútum. Þá er hringt út úr stofnnum, og börnin koma nú út og raða sér í einn eða tvo lningi umhverfis borð, er sett hafa verið eftir endilöngum gangin- nm. Á þau er breiddur hvítur dúkur (bréf), og á hverju borði eru svo tvö kerti í stjökum, sem búnir hafa verið til í handavinnustofunni, og nú logar á öllum þessum kerturn. Svo er þetta á öllum göngum skólans og á Sal, en þar ern venjulega þau börn, sem nú (Frarnhald á bls. 27). Margt fallegt búa bömin til á Litlujólunum.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.