Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Síða 19

Samvinnan - 01.12.1947, Síða 19
Hinn helraingur þeirrar þrautar, að bæta kjör barnanna, á rót sína að rekja til hinnar furðu- legu fyrirætlana nazista, að gera meginlanci Ev- rópu að þýzkri nýlendu. Þetta er það, sem ChurchiII kallaði „glæp án nafns" í ræðu til þjóðar sinnar í ágúst 1941, cn nú hefur nafn verið fundið — genocide eða kynþáttarmorð. GENOCIDE er dregið af gríska orðinu genes (kynþáttur, ættkvísl) og latneska orðinu cide (að drepa). Þetta var aðferðin, sem átti að „vinna friðinn", jafnvel þótt stríðið tapaðist, með því að útrýma heilum kynstofnum og breyta þannig ásýnd heimsins. Þessi stefna birtist í ýmsum myndum. Hún var nær þ\í fullkomnuð gagn- vart Gyðingum í Evrópu og börnum þeirra. Framkvæmdin var í gasklefum og eyðingarstöðv- uin í Austur-Evrópu. Gagnvart hernumdu lönd- unum í Evrópu var beitt öðrum starfsaðferðum, sem Himmler lýsti þannig í október 1943: „Það, sem þjóðirnar hafa upp á að bjóða af góðu blóði af okkar tegund, munum við taka. Ef nauðsyn- legt revnist, með þ\ í að taka börn þcirra í okkar úmsjá og ala þau upp á meðal okkar. Hvort heldur þjóðir þessar lifa við allsnægtir eða svelta Scmeinuðu þjóðirnar munu biðja hvern mann að leggja fram dag- laun á næsta ári þeim til hjálpar í hel má einu gilda, eftir að tryggt er, að við höfum sem mest not af þeim fyrir okkar Kultur." EGAR herir bandamanna lcystu Evrópu úr ánauðinni, birtist barnavandamálið í allri stærð sinni og nekt, og margt var gert til þess að hlynna að börnunum af ýmsum stofnunum, svo sem Rauða krossinum og UNRRA, fyrir utan það, sem herirnir sjálfir reyndu að gera. Stærstu viðfangsefnin voru fengin UNRRA, og þetta undarlega orð fékk á sig helgiblæ í sumum löndum og héruðum. Starfsemi UNRRA var aldrei nógu mikil né víðtæk, en hún náði þó til nokkurs hluta hinna heimilislausu og kom í veg fyrir dreþsóttir. Nú cr UNRRA ekk' íengur til, en barnavandamálið er óleyst ennþá í mörgum löndum. Og það er furðulega hljótt um það. HVAÐ hyggjast þjóðir heimsins og samtök þeirra fyrir til þess að Ieysa þetta ægilega vandamál? Það, scm gert er, skiptist í fjóra þætti: 1. Þjóðirnar sjálfar reyna að bæta úr neyðinni, eftir beztu getu. 2. Ýmsar góðgerðar- og líknarstofnanir vinna göfug’ jtarf. 3. UNESCO, Uppeldis- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur hafizt handa um að reyna að uppræta menntunarleysið og koma á auknum skilningi milli þegna hinna ýmsu jtjóða. 4. Alþjóðasjóður Lil hjálpar nauðstöddum börnum, hefur verið stofnaður og er að hefja starf. ■ Þegar þessi sjóður var myndaður í clesember í fyrra, voru stofnendur 25 jtjóðir, þar á tneðal öll stórveldin. Fyrsta verkefnið var talið, að ná til a. m. k. 20 milljóna barna og foreldra í rústa- borgum og bæjum, með lítilfjörlega en hress- andi ciaglega máltíð. Ahuginn fyrir þessari starf- semi virtist mjög mikill, og fyrsta fjárhagsáætl- unin nam 450.000.000 dollurum, og áttu Banda- ríkin að leggja fram 100.000.000. En svo hélt slappleikinn og máttleysið innreið sína. Þau eru orðin mörg, mannúðarmálin, sem hafa fengið að kenna á þessum eiginleikum borgaranna. Nú 19

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.