Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Side 20

Samvinnan - 01.12.1947, Side 20
Jölagjöf ÞAÐ var aðfangadagur jóla. Enginn dagur ársins er honum líkur. Aldrei er himinninn eins djúpur og blár. Aldrei er snjórinn eins drifa- hvítur. Aldrei er fjallið fyrir ofan bæinn eins tilkomumikið og liátíðlegt, og aldrei er blik kvöldstjörnunnar jafn fagurt og þá. Öll náttúran heldur hátíð. Það var einhver hljóður fögn- uður í kveðju dagsins, sem var nú að hverfa í vestri. Hin helga nótt hafði nú lagt undir sig himinhvolfið og boð- aði mannheimi gleðileg jól. Kiddi frá Garðshorni var að enda við að láta í kýrmeisana. Hann var f4 ára piltur og liafði um haustið ráðizt vetrarmaður að Stað. Þetta liafði verið langur og erfiður dagur, því að hann hafði líka tekið til hey handa kúnum til næsta dags, svo að hann gæti farið til kirkjunnar með hinu fólkinu. En nú var dags- verkinu fokið. Enda mátti það ekki seinna vera. Jón gamli ætlaði að gefa og brynna kúnum, svo að hann gat nú farið að fara í jólafötin. Kiddi dustaði af sér heyið og gekk út. Honum varð litið á stjörnudýrðina og norðurljósin. Himinninn var þó sannarlega farinn að halda lieifög jól. En einhvern veginn var það þó svo, að Kiddi hlakkaði ekki tii jóianna í þetta sinn. Þetta voru fyrstu jólin á ævinni, sem hann var ekki heima hjá pabba og mömmu. Og þetta var því allt svo undarlegt. Aldrei hafði það komið fyrir, frá því að hann mundi fyrst eftir sér, að harin lilakkaði ekki til jólanna, jafnvel í allri fátæktinni heima. En nú var hann kominn til vandalausra, og hann vissi ekkert, hvernig þessi jól mundu verða. Hann gat ekki hlakkað til þeirra. Það var eins og sál hans væri tóm, þegar tilhfökkunina vantaði. Það vantaði eitthvað þarna á Stað, sem gat hitað honum um hjartaræturnar og sett helgisvip á jólin. Eða svo fannst honum nú, þegar hann stóð þarna utan við fjósdyrnar og mændi upp dal- inn. Þar, inn á milli fjallanna, hafði hann lifað mörg ógleymanleg jól. Hann vissi ekki livað það var, sem vantaði þarna á Stað, og þó var það auðvitað fyrst og fremst þetta, að fá ekki að gleðjast með mömmu og pabba og litlu systkinunum. Þó að allt væri miklu fullkomnara á Stað en heima í Garðshorni, og þó að allir væru honum góðir hér, var þarna þó- aðeins ókunnugt fólk, sem ekki skildi lítinn 14 ára dreng. Hann gekk heim að bænum. Þar var verið að kveikja í hverju horni. Börn- in voru að ljúka við að klæða sig í sparifötin, og vinnufólkið var farið að þvo sér, og sumt var meira að segja búið að hafa fataskipti. Ein vinnukonan, sem átti að þjóna Kidda, hafði lagt sparifötin hans á rúmið hans í frambaðstofunni. Þar voru einnig nýir þelsokkar og bryddir sauðskinnsskór, jólaskórnir, með út- saumuðum leppum innan í. Kiddi þvoði sér og hafði fataskipti. Nú mundi mamma vera að klæða syst- kinin hans lieima. Ó, hvað hann lang- aði til að vera kominn í allt það bless- að umstang! Og einhvern veginn fannst lionum fötin fara sér illa, af því að mamma hafði ekki lagað þau á honum og strokið. Hann tók ekki þátt í samræðum fólksins. Þær komu honum einhvern veginn ekki við, og hugurinn var allur heima, þar sem jólagleðin bjó. Það var mikið um að vera á Stað. Allir voru á hlaupum fram og aftur. Piltarnir kölluðu í vinnukonurnar, ef þá vantaði eitthvað, en nú voru allir í svo góðu og elskulegu skapi, að þær létu aldrei falla svo mikið sem eitt styggðaryrði, þótt allt væri af þeim heimtað. Og nú fór að berast ilmur af hangikjöti, laufabrauði og öðrum kræsingum inn í baðstofuna. Húsmóð- irin var að skammta framini í búri, og vinnukonurnar voru að flýta sér að klæða sig í sparifötin, svo að þær gætu farið að bera matinn inn. En fyrst urðú þó 'allir að hlýða á húslesturinn. Þegar allir voru svo komnir í jóla- fötin, settist lnisbóndinn framan við dyrnar á hjónahúsinu, og heimilis- menn fengu sér sæti, hver á sínu rúmi. Nú færðist alvöru- og liátíðasvipur á alla, og þegar húsbóndinn byrjaði að syngja: „Heims um ból“, tóku allir undir og sungu af hrifningu og hátíð- leik. Svo las húsbóndinn jólaguðspjall- ið, og á eftir stutta jólahugvekju. Að loknum lestrinum var svo sungið: „í dag er glatt í döprum hjörtum." Að því búnu þökkuðu allir hús- bóndanum fyrir lesturinn og buðu hver öðrum góðar stundir og gleðileg jól. Kidda fannst þetta hátíðleg stund. Við flest rúmin logaði á kertum. Hann fann það ósjálfrátt, að jólagleðin fyllti baðstofuna, þótt hún snerti ekki lijarta hans. Nú var farið að bera inn matinn. Þvílík ósköp af mat! Kiddi fékk kúfaðan disk af hangi- kjöti, laufabrauði og alls konar góð- gæti. Hann hafði ekki átt slíkum alls- nægtum að venjast heima, og þó hefði liann viljað skipta á þessum kúfaða diski og litlu, fátæklegu jólamáltíðinni heima, ef liann hefði átt þess kost. Ó, þú blessaða bernskuheimili! Svona máttug eru áhrif þín á ungar sálir! Það ríkti kyrrlát og innileg glað- værð í baðstofunni á Stað. Vinnu- mennirnir, sem oft létu fjúka blóts- yrði í samræðum sín á milli, stilltu nú öllu slíku í hóf og vönduðu ræðu sína. Greiðvikni og hjálpfýsi voru nú sjálf- sagðir hlut.ir, Allt var nú fyrirgefið, bæði gamalt og nýtt. Slíkur er máttur jólanna. Eftir máltíðina hófst svo eini skemmtiþáttur kvöldsins. Og það var að draga um jólasveinana og jólameyj- (Framhald á bls. 29). 20

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.