Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 23
Ú tvarpsdagskrá FYRIR ALLA OG FRÁ SEM FLESTUM Ú tvarpsþáttur eftir FROSTA undan um aðgæzlu og umönnun, sérlega ef yngri meðlimir eru í fjöl- skyldunni. Á þessum árum eru þau ekki lengur kjöltubörn, ekki feit og sælleg og augnagaman foreldranna. Barnatennurnar falla og skilja eftir stór, óásjáleg skörð, og þörfin fyrir frjálsa leiki er mikil. Mikið hefur verið gert að því í ýmsum bæjum að koma upp snotrum barnaleikvöll- um með ýmsum tækjum. En reynsl- an er víða sú, að eldri börnin end- ast ekki til þess að vera lengi á þess- um skipulegu, þrifalegu völlum, þótt yngri börnin uni sér þar með ágætum. Menn þurfa ekki annað en taka eftir leikjum 10—12 ára drengja í bæjunum til þess að sjá, hvað það er, sem hugurinn einkum girnist. Þeir virðast una sér vel á óbyggðum svæðum, þar sem þeir geta hlaupið um óhindraðir, lagt vegi, grafið gxyfjur, búið til hús úr kössum og kirnum. Oft er talað um ærsl drengja á þessu reki, og víst geta þau oft verið mikil, en menn verða að minnast þess, að drengja- hópur, sem er í eltingaleik um göt- ur, yfir girðingar og garða, er að svala starfsþrá og leikja, sem ekki verður fullnægt á barnaleikvöllun- um, eins og þeir nú gerast, né heima í stássstofum foreldranna. Ef til vill mætti beina þessari þrá að öðrum viðfangsefnum, en meðan það er ekki gert, er óréttmætt að hindra frjálsa, eðlilega leiki, þótt þeirn fullorðnu þyki stundum nóg um þá. Það mætti t. d. fá þessum drengjum í hendur kassafjalir og úrgangstimbur og frumstæðustu smíðaverkfæri. Ef þeir fá efni, tæki og nægilegt svigrúm, er ástæðu- laust að senda kennara eða leiðbein- endur til höfuð þeims. Þeir finna sjálfir upp starf og leiki. Leikvellirnir, eins og þeir gerast nú víðast, eru ekki fullnaðarsvar samfélagsins. Oft er það meira virði fyrir drengjahóp, að eiga aðgang að óbyggðu svæði í nágrenni heimila sinna, en vel skipulagðan, snyrtileg- an leikvöll. Þessu þurfa þeir að gefa gaum, sem stjórna samfærzlu byggð- arinnar og skipulagningu nýrra bæjarhverfa í þéttbýlinu. Ef tillit væri tekið til eðlilegra þarfa æsk- unnar í upphafi, væru ef til vill færri kvartanir um ærsl og óróa. Afyrstu starfsárum útvarpsins var það nokkuð algengt, að reynt væri að flytja efni frá Akureyri og fella það inn í kvöld- dagskrána. Þetta var á þeiin tima, er útvarps- notendafélög voru starfandi og áttu hlutdeild í Útvarpsráði. Munu margir liafa talið, að hér væri um að ræða upphaf þess, að tengja inarga staði hringinn í kring um landið við útvarpsstarfsemina, auka þannig áhuga hlust- cndanna og freista þess að gera útvarpsefnið fjölbreyttara en ella. I'etta útvarp fór fram við hin frumstæðustu skilyrði. I>ó tókst það allvel á stundum. Ekkert sérstakt útvarpsher- bergi var útbúið til þessara nota, heldur út- varpað úr samkomusal, sem ekki hafði nægi- Iega góða ciginleika til hljóðflutnings. Síma- samband við Reykjavík var á þessum árurn óstöðugt, og truflaði það æði oft sendingam- ar. Efnið var c. t. v. ekki fjölbreytt, cn þó nokkur viðleitni í þá átt að f jölga röddunum í útvarpinu, og um eitt skeið munu hafa ver- ið starfandi nokkrir menn nyrðra, eins konar útvarjisnefnd, til þess að vinna að útvegun efnis. Tími útvarpsnotendafélaganna er nú liðinn. Þau vom víst aldrei áhrifamikill fé- lagsskapur, og eftir að kosning manna í Út- varpsráð var gerð að bitbeini hinna pólitísku flokka, og samtök hlustenda svift öllum rétt- induni til ábrifa á stjóm útvarpsins, lögðust þau með öllu niður og hafa blundað síðan. En það er meðal annars til marks um gagn- semi þeirra, að eftir að þau voru úr sögunni, bvarf líka viðleitnin til útvarps utan af landi að mcstu leyti. Ohætt er að tala uin gagn- semi í þessu sambandi. Útvaqiið er eign allr- ar þjóðarinnar. Það hefur það hlutverk, að ná til eyma flestra landsmanna. Það gefur tækifæri til þess að menn komi fram fyrir alþjóð, hafi þeir eitthvað markvert að leggja til málanna. Það er því í þágu útvarpsins og þeima markmiða, er það hefur sctt sér, að völ sé á scm flestum starfskröftum, að útvarp- ið flytji jafnan eitthvað fyrir allaog f r á s e m f I e s t u m. Að þessu var stefnt hér fyrr á árum, þótt með fmmstæðum hætti væri. En sú tíð er nú liðin, og er að henni cftirsjá. Eðlilega hefði verið, að auka þessa viðleitni, verja fé til þess að koma upp nauð- synlegri aðstöðu til útvarps frá nokkrum hclztu stöðum landsins, sem fellt væri inn í aðaldagskrána, sem vitanlega væri, eins og áð- ur, inörkuð af þeim mönnum, sem til þess eru valdir, að undirbúa hana. ❖ Á siðari árum hefur útvarpið gert auknar kröfur um fjárútlát frá hlustendum, án þess þó, að starfsemi þess væri aukin og bætt að iiMiiiiiimiiiiiiMiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimimiiiimimiiiiiinmmimiiii sama skapi. Þessi auknu fjárráð hafa t. d. ckki orðið til þess að taka upp þráðinn á ný úti á landi, að neinu vcrulegu leyti. Þó má fullyrða, að hinar miklu endurbætur, sem gerðar hafa verið á símakerfi landsins síðan fyrst var reynt að útvarpa að norðan, hafi auðveldað slíka starfserni. Og fjármunir út- varpsins virðast það miklir, eftir reksturs- áætlun þcss að dæma, að hugsanlegt hefði verði að útvarpið legði eitthvað af mörkum sjálft til þess að útbúa tekníska aðstöðu í ein- um eða tveimur kaupstöðum, öðrum en höf- uðstaðnum. En síðan útvaqisnotendur hættu að vera beinn aðili í stjóm útvarpsins og flokkaráðin gerðust algjör, hcfur þróunin ekki orðið þessi, h eldur hafa framtíðaráætl- anir stofnunarinnar cinkum snúist um stór- kostlega útvarpshöll li Reykjavík, og munu þær áætlanir þó ekki hafa byr til fram- kvæmda nú fyrst um sinn a. m. k. * Mjög margt mælir mcð því, að útvarpið setji það nú efst á stefnuskrá sína, í viðleitni sinni til þess að auka fjölbreytni útvarpsins og verða þjóðarskóli og þjóðareign, að hcfja þetta mál til vega, taka upp þráðinn þar, sem frá var horfið, og leggja fé til þess að gera útvarpsaðstöðu úti á landi sómasamlega og varanlega. Útvarpið hefur nú í vetur gert eina til- raun til útvarps frá Akureyri aftur. Tilkynnt var, að útvarpa ætti merku íslenzku tónverki frá Akureyri, óratórióverki Björgvins Guð- mndssonar við Stcngleika Guðmundar skóla- skálds. Horfið var þó frá því ráði að útvarpa að norðan, vegna ótryggs símasambands, að því sagt var. En verkið var tekið upp á hljóm- plötur og síöan flutt í sunnudagsskrá útvarps- ins. Mörgum mun finnast, að útvarpið hcfði lietur látið þetta verk ógert, fyrst ekki var meira til þess vandað. Upptakan var svo ófull- komin og teknískt gölluð, að hún gaf raun- verulega enga hugmynd um vcrkið eða hæfni kóranna, sem fluttu það. Er raunar furðulegt, að svo gallaðri upptöku skuli sleppt í gegnum efnisskoðun útvarpsins. En þótt þannig hafi tekizt til í þetta sinn eru þessi mistök alls engin sönnun fyrir því, að ekki sé hægt að fá gott efni til flutnings úti á landi ,eða flytja það hlustendum í sómasamlcgu formi. Það er hægt, ef teknísk aðstaða er gerð viðunandi. Flutningur Strenlgeika hlýtur því að styrkja og auka kröfuna um sköpun slíkrar aðstöðu, en ekki veikja hana. Vonandi draga forráða- mcnn útvarpsins þær ályktanir af þessari reynslu. FROSTI. IHMMMHI.MMMMMMMMMMI..I......IIIIMIlÍlMM.MMMMMI. 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.