Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Side 26

Samvinnan - 01.12.1947, Side 26
Á GAMMABREKKU (Framhald af bls. 15) ir án þess vart yrði, einkum þegar þess er gætt, að ófriðar var von. Hvollinn, þótt lágur sé, er eina liæðin þar á stóru svæði, og allt umhverfis marflöt slétt- an, og flokkur 100 ríðandi manna fer ekki svo um sléttlendi, að hann sjáist ekki í allmikilli fjarlægð af hæðum, þótt lágar séu. Þykir mér þetta ótví- rætt benda á, að Njáluhöfundur hafi aldrei á þessar slóðir komið. Víðsýnt er frá llergþórshvoli, og fjallasýn mikil og fögur. Þrjú rnestu íjalllendi Suðurlands blasa Jrar við sýn. Eyjafjallajökull í austri, Tindafjalla- jökull í norðaustri og Hekla í norðri. Á milli Jreirra fylla hin lægri fjöll upp myndina, en í fjarsýninu lengra til norðurs og vesturs opnast allur fjalla- hringur Suðurlandsins, mjúkur í lín- um og mildur í blámóðu fjarskans. En í suðri rísa Vestmannaeyjar við hafs- brún. Fátt er það, sem minnir á forna sögu ogatburði Njálu. Káragerði heitir hjá- leiga vestur frá bænum, og þar í grend eru örnefnin Káradæld og Káragróf. Líklegt er, að Káradæl sé lækur sá, er sagan liermir, að Kári liafi slökkt í eld í fötum sínum. Er að vísu fremur ólík- legt, að hann hafi hlaupið svo langa leið logandi, en liitt er líklegt, að reyk- inn liafi lagt í þá átt, því að oft er aust- anrosi á þessum slóðum, og sú var vindstaðan kveldið, senr eg kom að Bergþórshvoli. Að Bergþórshvoli er nú prestsetur, og liefur verið nú um nokkra hríð. Þar var reist íbúðarhús fyrir .um 20 árum. Hefur Jrar sýnilega átt að reyna að samræma hinn forna bæjastíl við nútíma steinhús, eins og raunar víðar. Eru tvö hús reist samsíða með háum burstum, er snúa til norður og suðurs. Er vestri burstin nokkru lægri en hin. Ekki er unnt að segja, að tilraun þessi hafi vel tekizt. Risið er svo bratt, að torfþakið, sem lagt var utan á járnið til skjóls og prýði, hefur sigið af Javí, svo að skín í bert járnið á mæninum. Torfkamparnir, sem hlaðnir hafa ver- ið að hliðarveggjunum, hafa kastazt frá þeim, sennilega vegna þess, að vatn hefur hlaupið milli steinsins og torf- hleðslunnar, og eru þeir því að hruni komnir. En ótalinn er þó höfuðgall- inn, að liúsið er óhentugt til íbúðar. Mun það þó hafa kostað ærið fé. Hefur núverandi prestur ekki enn séð sér fært að taka formlega við því, meðan óútkljáð er, hvað ríkisvaldið leggur fram til að bæta húsakynnin. Eg hef orðið svo fjölorður um þetta mál vegna þess, að hér er ekki aðeins að ræða um vandamál prestsins á Berg- þórshvoli, heldur er hér aljrjóðar- vandamál. Annars vegar það, að finna hagkvæman og fagran húsastíl í sveit- um landsins, og hins vegar um aðbún- að að frægum sögustöðum. Mun eg ræða þá hlið málsins nokkuð. Vér íslendingar erum að vonum hreyknir af fornritum vorum, enda hafa Jrau borið hróður landsins víða og verið oss öruggt vopn í sjálfstæðis- baráttunni. Sögustaðirnir eru margir kunnir víða um lönd, og til Jreirra er hugsað og að þeim dáðst af fleirum en oss grunar. Margir ala þá von í brjósti, að Island verði ferðamannaland, og megi hafa af Jrví góðan arð, er fram líða stundir. Engu skal um það spáð, en liitt er víst, ef sú verður raunin á, þá mun marga fýsa að leggja leiðir sín- ar á þær slóðir, sem frægustu sögur vorar hafa gerzt á, t. d. að Bergþórs- hvoli og Hlíðarenda. Nú er það kunn- ugra en frá þurfi að segja, hversu allir staðir hér eru snauðir að áþreifanleg- um söguminjum, og verður ekki úr því bætt. Hið eina, sem vér getum gert til úrbóta í því efni, er að búa svo að þessum stöðum, að þeir séu til prýði í hverri sveit. Þar þurfa húsagerðar- menn og sagnfræðingar að leggja sam- an, til að skapa húsastíl og híbýlaprýði utan liúss og innan, svo að sæmd sé að og fegurðarauki. Húsakostur á slíkum býlum Jrarf að vera meiri og betri en ahnennt gerist, svo að þar sé fært að taka á móti gestum sem að garði bera. En Jrar sem slíkur húsakostur verður alltaf nokkur ábaggi fyrir ábúendur, verður hið opinbera að veita styrk nokkurn til Jreirra býla gegn Jreirri skyldukvöð, að svo vel sé við haldið húsum og jörð, að hvergi sjáist þar merki hrörnunar. Það er léleg land- kynning, og ber menningu vorri lakan vitnisburð, að sjá sögustaði vora van- hirta. En Jrótt vér höfum erlenda ferða- menn í huga við það starf, ber oss þó ekki einkum að hefja endurreisn sögu- staðanna vegna þeirra, þótt það sé eigi lítilsvert fyrir hróður landsins, heldur vegna sjálfra vor. Á tímum upplausn- ar og óróa, þegar stórfelldar byltingar gerast í þjóðlífinu, og svo má kalla aÁ öll forn vé riði til falls, er Jrjóðinni lífsnauðsyn að skapa fastari tengsli en áður við helgidóma sína. Og sögulegir dómar úti unr landið eru einkum sögu- staðirnir sjálfir, með örnefnum sínum. Hina uppvaxandi kynslóð þarf að ala upp við það að bera virðingu fyrir þessum stöðum, og þeir þurfa að vera þannig búnir, að þeir laði fólkið til sín. Vel fer á Jrví, þar sem staðhættir leyfa, að slíkir staðir séu gerðir að prestsetrum, skólasetrum eða öðrum menningarmiðstöðvum sveitanna, eins og raunar sumir þeirra hafa alltaf ver- ið. Brottflutningur fólksins úr sveit- unum er vandamál, sem erfitt hefur verið að leysa eða reisa rönd við. Um það verður ekki deilt, að höfuðorsök hans liggur í þeirri gjörbyltingu at- vinnuvegamia, er varð, þegar sjávarút- vegurinn varð stórrekstur, og bæir tóku að rísa á legg með auknum iðn- aði og verzlun, og með betri sýndar- hag fólksins þar en til sveitanna. Hef- ur og af ýmsum verið á því alið, hversu rnjög sveitirnar séu settar lijá í þjóð- félaginu um þægindi ýmis og félagsleg gæði. Hinu virðist um of oft gleymt að minna á, hvað sveitirnar eigi að bjóða íbúum sínum umfram kaupstað- ina. En þótt höfuðorsökin liggi þarna, munu Jdó rætur meinsins liggja víðar. í öllu þjóðfélaginu hefur verið al- mennt los, og furðulítil hefur verið gert að Jdví að leitast við að skapa tengsli milli fólksins og landsins. Kaupstaðir vorir eru allir ungir. Þeir eiga Jwí engar erfðavenjur eða annað það, er skapi festu í menningargrund- völl þeirra. Margur bæjarbúinn finn- ur sárt til þess, að hann sé í rauninni rótslitinn meiður á mölinni.Og skyldu ekki hin mörgu héraðafélög, sem upp hafa risið á síðari árum, einkum í Reykjavík, einmitt eiga rót sína að rekja til þeirrar tilfinningar. En ekk- ert er til þess gert að styrkja taugarnar heima fyrir. Sveitirnar skortir tilfinn- anlega staði, sem séu hvort tveggja í senn, sögulegir helgistaðir og menn- ingar- og félagsmiðstöðvar nútímans. Ríkisvaldið hefur á engan hátt hlynnt að slíkum stöðum, heldur jafnvel þvert á móti. Prestsetur og kirkjustaðir, sem verið hafa fastákveðin, síðan kristni kom til landsins, hafa verið flutt að vild eftir tízkuduttlungum nútímans, kirkjugripum fargað, og kirkjuhúsin 26

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.