Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1947, Qupperneq 28

Samvinnan - 01.12.1947, Qupperneq 28
A FORNUM YEGI HVAÍ) er kaupfélag? Meinleysisleg spurning þctta, og máske finnst cinhverjum slík spurning ástæðulaus. Það mun þó ekki vera. Sannleikurinn er sá, að ef lagt væri fyrir hvern einasta atkvæðisbæran mann í heilum bæ eða þorpi á landi voru þetta verk- efni, að skilgreina, hvað kaupfélag er, þá yrði úrlausn slíks verkefnis mjög bágborin í mörgum tilfellum. Hversu margir þeir yrðu, sem ekki gætu lýst grundvallaratriðum samvinnufélags- skaparins, skal eg ekki fullyrða um — en liitt er víst, að þeir yrðu allt of margir, miklu fieiri en margir samvinnumenn munu gera sér í hugar- lund. Ef sams konar vérkefni yrði lagt fyrir í lieilli sveit, yrði útkoman sennilega skárri, a. m. k. í mörgum sveitum, vegna þess, að samvinnu- félagsskapur um verzlun liefur fram til þessa náð meiri útbreiðslu í sveitum en við sjávarsíð- una víðast hvar. Samt myndu þeir verða margir, scm alls ekki er ijóst, hvað kaupfélag er. VU) erum flest þannig gerð, að við viljum láta scm minnst bera á fáfræði okkar, um livaða málefni sem er að ræða. Þetta á einnig við um niálefni samvinnufélagsskaparins. Þrátt fyrir það fá þeir, sem við samvinnu félög starfa, oft að heyra spurningar sem þessar: Hvað græði eg á því að vera í kaupfélaginu? Fær maður einhverj- ar prósentur af því, sem maður kaupir? Er nokk- uð betra að verzla í kaupfélaginu en annars stað- ar? o. s. frv. o. s. frv. Siíkar spurningar benda ó- tvírætt til þess, að spyrjenclurnir hafi mjög tak- markaða þekkingu á því, hvað kaupfélag er. Að sjálfsögðu ber hverjum þeim samvinnumanni, setn slík spurning er lögð fýrir, að útskýra fyrir þeim, sem spyr, grundvallaratriði samvinnufé- lagsskajiar. En það er um þetta eins og margt annað, að langur vegur er frá því, að allir þeir, scm ekki vita, spyrji. Og það cr rétt að hafa það í hyggju, að margir þeirra, sem eru lítt fróðir um grundvallaratriði samvinnufélagsskapar, geta bæði verið greindir og staðið mörgum samvinnu- mönnum framar um þekkingu á öðruin sviðum. ÞAÐ er okkuð algengt, að heyra menn halda því frain, að það sé ekkert betra að verzla í kaupfélaginu en hjá l'étri kaupmanni eða Páli kaupmanni. Samvinnumenn munu almennt halda því fram ,að ekki sé of djúpt í árinni tekið, þótt sagt sé, að þessi skoðun sé röng, hvað við keinur ölluin starfandi kaupfélögum landsins og pöntunarfélögum. Skýrslum hefur verið safnað og er safnað, sem sýna það svart á hvítu, að kaupfélögin selja ódýrar cn kaupmenn, auk þess sem þau leggja meiri áherzlu á að hafa góðar vörur á boðstólum. Auðvitað getur alltaf komið fyrir, að kaupmenn selji einstaka vörutegund ódýrar en kaupfélagið á staðnum, en slíkt er eðlilegt að geti hent á verðbreytingatímum. En auk þess sem kaupfélögin selja vörurnar ódýrar en einkavcrzlanir, úthluta þau alla jafna arði til félagsmai.ina sinna, sem er greiddur til þeirra eða lagður í séreignarsjóði þeirra. SVO er loks atriði, sem aldrei verður nógsam- lega undirstrikað. Það er ekki Iiægt fyrir einkaverzlanir að vera samkeppnisfærar við vel rekið kaupfélag. Liggja til þess þær ástæður, að kaupfélag er eign viðskiptamanna sinna, hefur hagsmuni þeirra fyrir augum og skilar þeim í viðskiptaarði þeim hagnaði, sem af verzluninni verður. Einkaverzlun er hins vegar því aðeins rekin tii lengdar, að hún skili arði til eiganda síns eða fárra eigenda, ef um hlutafélag er að ræða. í öðru lagi hafa kaupfélögin betri aðstöðu til góðra innkaupa í gegnum heildverzlun sína. Samband íslenzkra samvinnufélaga. Af þessu leiðir, að hver sá maður, sem ekki er félagsmaður í kaupfélagi og hefur þar viðskipti sín, gerir sér leik að því að greiða meira fyrir lífsnauðsynjar sínar en hann þarf. Ef þannig væri, sem ekki mun eiga sér stað, að hagkvæmara væri að hafa viðskipti sín við einkaverzlanir en kaupfélagið á staðnum, gæti það ekki legið í öðru en að kaup- félagið væri illa rekið, verzlunarkostnaður þess væri of mikill eða innkaupin ekki heppileg, sem varla er þó hugsanlegt, þar sem kaupfélögin hafa aðalviðskipti sín við SÍS. í slíkum tilfellum væri það að sjálfsögðu ekki leiðin til úrbóta að standa utan við kaupfélagsskapinn og skipta ekki við kaupfélagið, lieldur þvert á móti að vera í því og ganga að því með oddi og egg, með áhrifum sínum innan félagsskaparins, að kippa því í lag, sem miður færi. Þá væri það ekki rétt að inni- loka óánægju sína ,heldur bæri mönnum að tala um það við félaga sína, hvað athugavert sé við rekstur félagsins. Sé skoðunin á rökum reist, mun meiri hluti félagsmannanna fallast á liana, og þá væri um leið hægt, í krafti lýðræðisins innan félagsins, að gera til úrbóta það, sem með þarf. Þetta er ölluin góðum samvinnumönnum ljóst, en því miður virðist svo ekki vera um þá flesta, sem standa utan samvinnusamtakanna. EGAR athugaðar eru þær staðreyndir, sem hér liafa verið sagðar, hjýtur það að verða ljóst, að það er knýjandi þörf fyrir meiri og al- þýðlegri fræðslu um samvinnumál en hingað til hefur verið í té látin. Þótt þessu sé haldið fram, skal á engan hátt gert lítið úr því, sem ýmsir forustumenn samvinnusamtakanna hafa leitazt við að gera í þessu efni. Með blaðaskrifum og fyrirlestrahaldi hefur á ýmsum tímum verið unn- ið allvel að þessum málum. En það er ekki nóg. Það þarf að gera meira. Að sjálfsögðu ætti svo að vera, að fræðsla um undirstöðuatriði samvinnufélaga væri veitt í hverjum barna- og unglingaskóla. En á meðan þeirri skipan verður ekki á komið, þurfa aðrir aðilar að leggja meiri áherzlu á hlutlausa fræðslu um samvinnufélagsskapinn en nú er gert. Vænti eg, að forstöðumenn Fræðslu- og félagsmáladcild- ar Sambands ísl. samvinnufélaga taki það ekki illa upp, þótt því sé haldið fram, að enn sé eigi nægilega unnið að útbreiðslustarfinu. Þekking á grundvallaratriðum samvinnusamtakanna þarf að komast inn í vitund hvers einasta þjóðfélags- borgara í landinu. Friðjón Stefánsson. JÓLASIÐIR í Ukrainu ganga börnin syngjandi luis úr húsi og syngja jólasálma. Sjá frásögn um jólasiði og jólahald i ýmsum löndum á bls. 16 og 17. Ljósmyndir í nóvemberliefti í síðasta hefti féll niður að geta um höfunda ljósmyndanna. Forsíðumyndin var eftir Guðna Þórðarson. Myndir frá Sámsstöðum og Þórólfs- felli eftir Þorstein Jósefsson. Myndir frá síldveið- unum eftir Guðna Þórðarson. Aðrar myndir lánaðar af Norðra o. fl. 28

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.